Helst algengt hjá konum yfir sextugu og knattspyrnukonum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. október 2015 07:00 Harpa Þorsteinsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Ísland í Slóveníu og átti stóran þátt í tveimur til viðbótar. Vísir/Vilhelm Frábær frammistaða Íslands í Slóveníu í gær, þar sem stelpurnar okkar unnu sannfærandi 6-0 sigur, gefur góð fyrirheit um framhaldið í 1. riðli í undankeppni EM 2017. Ísland er þar með fullt hús stiga eftir þrjá leiki og markatöluna 12-0. Skotland er einnig taplaust í riðlinum og á leik til góða gegn Makedóníu á útivelli í kvöld. Skotar eru sigurstranglegri aðilinn í leiknum en það stefnir í einvígi Íslands og Skotlands um efsta sætið í riðlinum, sem gefur beinan þátttökurétt á EM í Hollandi. Ef frá er talinn fimmtán mínútna kafli í upphafi síðari hálfleiks stjórnaði Ísland ferðinni gegn Slóvenum í gær. Liðið lék frábæra knattspyrnu en það var ekki síst frammistaða sóknarmannsins Hörpu Þorsteinsdóttur sem gladdi augað. Hún skoraði tvö mörk, lagði upp eitt og fékk aukaspyrnu sem gaf af sér eitt til viðbótar. Hún fékk tækifæri til að fullkomna þrennuna en lét verja frá sér vítaspyrnu seint í leiknum.Þvingaði Hörpu á vítapunktinn „Ég tek það á mig. Ég þvingaði hana til að taka vítaspyrnuna,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, í léttum dúr við Fréttablaðið í gær. „En spyrnan var vel varin hjá markverði Slóvena.“ Dagný Brynjarsdóttir skoraði fyrsta og síðasta mark Íslands í leiknum. Harpa kom Íslandi í 2-0 og 3-0 og Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði sitt 75. landsliðsmark er hún gerði mark úr aukaspyrnu sem var dæmd á varnarmann Slóveníu. Hún hafði handleikið skot Hörpu í teignum. Harpa lagði svo upp fimmta markið fyrir varamanninn Söndru Maríu Jessen, en hún kom inn á fyrir Hólmfríði Magnúsdóttur sem þurfti að fara meidd af velli eftir 30 mínútna leik í sínum 100. landsleik. Ísland fékk því sex stig úr þessari landsleikjatörn en Ísland vann 4-0 sigur á Makedóníu í síðustu viku. Freyr segir að hann sé ánægður með hvar liðið sé statt nú. „Nú förum við inn í vetrarfríið með níu stig og góða markatölu. Mér finnst að mitt handbragð sé komið á liðið og það komið á þann stað sem ég vil. En við megum ekki vera hrædd við að hugsa stórt og halda áfram að bæta okkur.” Freyr segir að frammistaða Hörpu hafi verið sú besta í landsliðinu undir hans stjórn. „Hún skoraði færri mörk en vanalega með Stjörnunni í sumar og var því með blóð á tönnunum þegar hún kom inn í þetta verkefni. Hún var frábær í þessum leik og er leikmaður sem er enn að vaxa og bæta sig.“Erfiður vetur Sjálf sagðist Harpa vera ánægð með kvöldið og frammistöðu sína með landsliðinu. „Þetta var erfitt framan af ári enda var ég meidd síðasta vetur og mikið bras á mér. En mér fannst að það væri stígandi í mínum leik í sumar og ég átti góða leiki með Stjörnunni í Evrópukeppninni í haust, þrátt fyrir að við töpuðum þeim. Ég fann að sjálfstraustið jókst með hverjum leiknum og það er alltaf pressa á manni að standa sig vel með landsliðinu.“ Harpa mun nýta vetrarfríið til að fara í aðgerð vegna meiðsla sem hafa verið að plaga hana. „Ég er með taugatruflanir í ristinni sem þarf að laga. Mér skilst reyndar að þetta sé helst algengt hjá konum yfir sextugu og knattspyrnukonum,“ segir hún í léttum dúr. „Eftir aðgerðina tekur við bataferli sem ég ætla að nýta til að skoða mín mál fyrir næsta sumar,“ segir Harpa sem hyggst ekki útiloka neina möguleika fyrir næsta sumar, hvort sem hún spilar hér á landi eða ytra. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hólmfríður: Vissi að ég var tæp Hólmfríður Magnúsdóttir lék sinn 100. landsleik í kvöld og segist stolt af áfanganum, þrátt fyrir meiðslin. 26. október 2015 19:53 Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 0-6 | Stelpurnar fullkomnar í Slóveníu Ísland sýndi flestar sína bestu hliðar er stelpurnar okkar unnu sannfærandi sigur á Slóveníu í undankeppni EM 2017. 26. október 2015 18:45 Harpa: Skora úr næsta víti Harpa Þorsteinsdóttir átti stórleik fyrir Ísland í kvöld en var óheppinn að skora ekki þrennu. 26. október 2015 20:00 Freyr: Stoltur af þeim Landsliðsþjálfarinn var í sjöunda himni með 6-0 sigur Íslands á Slóveníu í undankeppni EM 2017. 26. október 2015 19:42 Dagný fer til Portland: Leyfði mér ekki að dreyma um svona lið Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur samið við eitt sterkasta lið Bandaríkjanna og spilar vestanhafs næstu tvö árin. 26. október 2015 22:16 Man eftir öllum hinum 99 leikjunum Hólmfríður Magnúsdóttir gat ekki klárað nema hálftíma af hundraðasta A-landsleiknum sínum. 27. október 2015 06:30 Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Frábær frammistaða Íslands í Slóveníu í gær, þar sem stelpurnar okkar unnu sannfærandi 6-0 sigur, gefur góð fyrirheit um framhaldið í 1. riðli í undankeppni EM 2017. Ísland er þar með fullt hús stiga eftir þrjá leiki og markatöluna 12-0. Skotland er einnig taplaust í riðlinum og á leik til góða gegn Makedóníu á útivelli í kvöld. Skotar eru sigurstranglegri aðilinn í leiknum en það stefnir í einvígi Íslands og Skotlands um efsta sætið í riðlinum, sem gefur beinan þátttökurétt á EM í Hollandi. Ef frá er talinn fimmtán mínútna kafli í upphafi síðari hálfleiks stjórnaði Ísland ferðinni gegn Slóvenum í gær. Liðið lék frábæra knattspyrnu en það var ekki síst frammistaða sóknarmannsins Hörpu Þorsteinsdóttur sem gladdi augað. Hún skoraði tvö mörk, lagði upp eitt og fékk aukaspyrnu sem gaf af sér eitt til viðbótar. Hún fékk tækifæri til að fullkomna þrennuna en lét verja frá sér vítaspyrnu seint í leiknum.Þvingaði Hörpu á vítapunktinn „Ég tek það á mig. Ég þvingaði hana til að taka vítaspyrnuna,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, í léttum dúr við Fréttablaðið í gær. „En spyrnan var vel varin hjá markverði Slóvena.“ Dagný Brynjarsdóttir skoraði fyrsta og síðasta mark Íslands í leiknum. Harpa kom Íslandi í 2-0 og 3-0 og Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði sitt 75. landsliðsmark er hún gerði mark úr aukaspyrnu sem var dæmd á varnarmann Slóveníu. Hún hafði handleikið skot Hörpu í teignum. Harpa lagði svo upp fimmta markið fyrir varamanninn Söndru Maríu Jessen, en hún kom inn á fyrir Hólmfríði Magnúsdóttur sem þurfti að fara meidd af velli eftir 30 mínútna leik í sínum 100. landsleik. Ísland fékk því sex stig úr þessari landsleikjatörn en Ísland vann 4-0 sigur á Makedóníu í síðustu viku. Freyr segir að hann sé ánægður með hvar liðið sé statt nú. „Nú förum við inn í vetrarfríið með níu stig og góða markatölu. Mér finnst að mitt handbragð sé komið á liðið og það komið á þann stað sem ég vil. En við megum ekki vera hrædd við að hugsa stórt og halda áfram að bæta okkur.” Freyr segir að frammistaða Hörpu hafi verið sú besta í landsliðinu undir hans stjórn. „Hún skoraði færri mörk en vanalega með Stjörnunni í sumar og var því með blóð á tönnunum þegar hún kom inn í þetta verkefni. Hún var frábær í þessum leik og er leikmaður sem er enn að vaxa og bæta sig.“Erfiður vetur Sjálf sagðist Harpa vera ánægð með kvöldið og frammistöðu sína með landsliðinu. „Þetta var erfitt framan af ári enda var ég meidd síðasta vetur og mikið bras á mér. En mér fannst að það væri stígandi í mínum leik í sumar og ég átti góða leiki með Stjörnunni í Evrópukeppninni í haust, þrátt fyrir að við töpuðum þeim. Ég fann að sjálfstraustið jókst með hverjum leiknum og það er alltaf pressa á manni að standa sig vel með landsliðinu.“ Harpa mun nýta vetrarfríið til að fara í aðgerð vegna meiðsla sem hafa verið að plaga hana. „Ég er með taugatruflanir í ristinni sem þarf að laga. Mér skilst reyndar að þetta sé helst algengt hjá konum yfir sextugu og knattspyrnukonum,“ segir hún í léttum dúr. „Eftir aðgerðina tekur við bataferli sem ég ætla að nýta til að skoða mín mál fyrir næsta sumar,“ segir Harpa sem hyggst ekki útiloka neina möguleika fyrir næsta sumar, hvort sem hún spilar hér á landi eða ytra.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hólmfríður: Vissi að ég var tæp Hólmfríður Magnúsdóttir lék sinn 100. landsleik í kvöld og segist stolt af áfanganum, þrátt fyrir meiðslin. 26. október 2015 19:53 Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 0-6 | Stelpurnar fullkomnar í Slóveníu Ísland sýndi flestar sína bestu hliðar er stelpurnar okkar unnu sannfærandi sigur á Slóveníu í undankeppni EM 2017. 26. október 2015 18:45 Harpa: Skora úr næsta víti Harpa Þorsteinsdóttir átti stórleik fyrir Ísland í kvöld en var óheppinn að skora ekki þrennu. 26. október 2015 20:00 Freyr: Stoltur af þeim Landsliðsþjálfarinn var í sjöunda himni með 6-0 sigur Íslands á Slóveníu í undankeppni EM 2017. 26. október 2015 19:42 Dagný fer til Portland: Leyfði mér ekki að dreyma um svona lið Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur samið við eitt sterkasta lið Bandaríkjanna og spilar vestanhafs næstu tvö árin. 26. október 2015 22:16 Man eftir öllum hinum 99 leikjunum Hólmfríður Magnúsdóttir gat ekki klárað nema hálftíma af hundraðasta A-landsleiknum sínum. 27. október 2015 06:30 Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Hólmfríður: Vissi að ég var tæp Hólmfríður Magnúsdóttir lék sinn 100. landsleik í kvöld og segist stolt af áfanganum, þrátt fyrir meiðslin. 26. október 2015 19:53
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 0-6 | Stelpurnar fullkomnar í Slóveníu Ísland sýndi flestar sína bestu hliðar er stelpurnar okkar unnu sannfærandi sigur á Slóveníu í undankeppni EM 2017. 26. október 2015 18:45
Harpa: Skora úr næsta víti Harpa Þorsteinsdóttir átti stórleik fyrir Ísland í kvöld en var óheppinn að skora ekki þrennu. 26. október 2015 20:00
Freyr: Stoltur af þeim Landsliðsþjálfarinn var í sjöunda himni með 6-0 sigur Íslands á Slóveníu í undankeppni EM 2017. 26. október 2015 19:42
Dagný fer til Portland: Leyfði mér ekki að dreyma um svona lið Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur samið við eitt sterkasta lið Bandaríkjanna og spilar vestanhafs næstu tvö árin. 26. október 2015 22:16
Man eftir öllum hinum 99 leikjunum Hólmfríður Magnúsdóttir gat ekki klárað nema hálftíma af hundraðasta A-landsleiknum sínum. 27. október 2015 06:30