Viðskipti erlent

Kex um borð í Titanic seldist á rúmar fjórar milljónir

Sæunn Gísladóttir skrifar
Grískur safnaði keypti á dögunum kex sem var um í borð Titanic á 32 þúsund dollara, jafnvirði rúmra fjögurra milljóna króna. Margt annað seldist á uppboðinu hjá Henry Aldridge & Son í Devizes, Wiltshire, meðal annars ljósmynd af ísjakanum sem Titanic sigldi á sem seldist á nokkrar milljónir, og tebolli sem björgunarmaður fékk frá ríkum farþega eftir að hafa bjargað lífi hans.

James Fenwick, farþegi í Carpathia sem bjargaði nokkrum farþegum úr Titanic, bjargaði kexinu og geymdi það í umslagi merktu „Pilot biscuit from Titanic lifeboat April 2012."

Talið er að þetta sé dýrasta kex sem selst hefur, en óvíst er hvort eigandi þess muni vilja bragða á rúmlega 103 ára gömlu kexi.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×