Lög sem sungin voru á íslenskum heimilum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. október 2015 10:15 "Við höfum verið að taka upp gamla sálma,“ segir Hugi sem hér er í miðjunni. Við hljóðfærið situr Kári Allansson og Pétur Húni er lengst til hægri. Vísir/GVA Okkur langar að leyfa þjóðinni að endurnýja kynnin við einn þátt íslenskrar tónlistarmenningar, sem er forsöngur sálma við harmoníumundirleik. Platan Kvöldbæn kom út í vor og nú fylgir platan Heilög jól í kjölfarið. Hún kemur vonandi út innan skamms, ég er að safna fyrir útgáfu hennar á Karolinafund.com,“ segir Hugi Jónsson baritónsöngvari. Hugi kveðst hafa sér til fulltingis tvo afbragðs fagmenn, Kára Allansson organista og Pétur Húna Björnsson, þjóðfræðing og söngvara. „Við höfum verið að taka upp gamla sálma og skiptum þeim upp í jóla- og aðventusálma og aðra. Á fyrri plötunni, Kvöldbæn, sem kom út í vor voru meðal annars passíusálmar og á jólaplötunni er ríflega helmingur sálmanna sunginn við gömul þjóðlög. Pétur Húni er einnig þjóðfræðingur svo verkefnið hefur góða rótfestu. Plötunum fylgir veglegur bæklingur bæði á íslensku og ensku. Í hann teiknar Júlíus Valdimarsson, grafískur hönnuður, allar myndir og er undir áhrifum frá gamalli tíð, kirkjum og torfbæjum.“ Meðal þess sem má finna á jóladiskinum eru hin hefðbundnu lög við sálmana Fögur er foldin, Hin fegursta rósin er fundin og Heims um ból, flestir aðrir sálmar eru sungnir við gömul lög sem má finna í tónlistarhandritinu Hymnodia Sacra og Grallaranum. „Hugmyndin er að birta það sem ég ímynda mér að sungið hafi verið á íslenskum heimilum frá um það bil 1800 til 1950. Þarna eru þrjú tvísöngslög við jólasálma, Pétur Húni syngur þau með mér. En það sem mér finnst einna áhugaverðast við diskinn er hljómurinn í harmoníumhljóðfærinu með öllum sínum sérkennum,“ segir Hugi og kveðst þar eiga við stigin hljóðfæri eins og eru í svo mörgum sveitakirkjum. Tónlist Mest lesið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Hagaskóli vann Skrekk Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Galvaskar á Gugguvaktinni Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví Leikjavísir Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Okkur langar að leyfa þjóðinni að endurnýja kynnin við einn þátt íslenskrar tónlistarmenningar, sem er forsöngur sálma við harmoníumundirleik. Platan Kvöldbæn kom út í vor og nú fylgir platan Heilög jól í kjölfarið. Hún kemur vonandi út innan skamms, ég er að safna fyrir útgáfu hennar á Karolinafund.com,“ segir Hugi Jónsson baritónsöngvari. Hugi kveðst hafa sér til fulltingis tvo afbragðs fagmenn, Kára Allansson organista og Pétur Húna Björnsson, þjóðfræðing og söngvara. „Við höfum verið að taka upp gamla sálma og skiptum þeim upp í jóla- og aðventusálma og aðra. Á fyrri plötunni, Kvöldbæn, sem kom út í vor voru meðal annars passíusálmar og á jólaplötunni er ríflega helmingur sálmanna sunginn við gömul þjóðlög. Pétur Húni er einnig þjóðfræðingur svo verkefnið hefur góða rótfestu. Plötunum fylgir veglegur bæklingur bæði á íslensku og ensku. Í hann teiknar Júlíus Valdimarsson, grafískur hönnuður, allar myndir og er undir áhrifum frá gamalli tíð, kirkjum og torfbæjum.“ Meðal þess sem má finna á jóladiskinum eru hin hefðbundnu lög við sálmana Fögur er foldin, Hin fegursta rósin er fundin og Heims um ból, flestir aðrir sálmar eru sungnir við gömul lög sem má finna í tónlistarhandritinu Hymnodia Sacra og Grallaranum. „Hugmyndin er að birta það sem ég ímynda mér að sungið hafi verið á íslenskum heimilum frá um það bil 1800 til 1950. Þarna eru þrjú tvísöngslög við jólasálma, Pétur Húni syngur þau með mér. En það sem mér finnst einna áhugaverðast við diskinn er hljómurinn í harmoníumhljóðfærinu með öllum sínum sérkennum,“ segir Hugi og kveðst þar eiga við stigin hljóðfæri eins og eru í svo mörgum sveitakirkjum.
Tónlist Mest lesið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Hagaskóli vann Skrekk Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Galvaskar á Gugguvaktinni Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví Leikjavísir Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið