Heimir: Óþarfi að missa þetta niður í jafntefli Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. október 2015 18:32 Heimir og Lars eftir leikinn gegn Kasakstan í haust. Vísir/vilhelm „Það var algjörlega óþarfi að missa þetta niður í jafntefli eftir fyrri hálfleikinn,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar þjálfari íslenska liðsins, svekktur í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson, blaðamann Vísis í dag. „Við vorum að skapa okkur fullt af færum og með góð hlaup í fyrri hálfleik og í hálfleik töluðum við um að fá betra jafnvægi á spilamennskuna, stöðva skyndisóknirnar því það eru þeirra sterkustu vopn.“ Lettar minnkuðu muninn strax í upphafi seinni hálfleiks upp úr skyndisókn. „Við byrjuðum að gera hluti sem við erum ekki vanir að gera og spila eins og eitthvað allt annað lið. Þetta var allt annað en við höfum verið að gera og við vorum hreint út sagt óskipulagðir í seinni hálfleik sem er ólíkt okkur.“ Heimir vildi ekki kalla það afsökun að liðið saknaði Arons Einars Gunnarssonar og Kára Árnasonar í dag. „Auðvitað eru þeir báðir tveir andlegir leiðtogar og mikilvægir í taktíkinni en það eiga allir að kunna hana og það átti ekki að hafa svona mikil áhrif. Þessi mörk sem við fengum á okkur í dag voru mörk sem okkur hefur tekist að loka á.“ Heimir vonaðist til þess að þetta myndi vekja leikmennina til lífsins enda yrðu mótherjarnir töluvert sterkari þegar komið verður á lokakeppni EM. „Þetta sýnir okkur það að við erum góðir í því sem við höfum verið að gera en ekki góðir í því sem við höfum ekki verið að gera. Við förum ekki að breyta um leikstíl í miðjum leik og reyna að vera eitthvað annað lið.“ Heimir sagði að undirbúningurinn fyrir leikinn hefði verið sá sami og yrði sá sami fyrir leikinn gegn Tyrklandi. „Undirbúningurinn er alltaf sá sami, sama hvort leikurinn er gegn stórri- eða smáþjóð en við þurfum að skoða hugarfarið hjá öllum í kringum liðið, hvort það sé eins. Við þurfum að skoða það betur, sérstaklega eftir þetta.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Þjálfari Lettlands: „Ég gerði mistök“ Marian Pahars, þjálfari Lettlands, var að vonum sáttur eftir að hafa séð lærisveina sína vinna upp tveggja marka forskot Íslands í dag en hann sagðist hafa gert mistök þegar hann lagði leikinn upp. 10. október 2015 18:22 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00 Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Lettlands | Myndband Ísland og Lettland skyldu jöfn 2-2 í seinasta heimaleik Íslands í undankeppni EM 2016 í dag en Lettum tókst að jafna metin eftir að hafa lent 0-2 undir í fyrri hálfleik. 10. október 2015 18:12 Ragnar: Mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi Ragnar Sigurðsson var vonsvikinn að leik loknum eftir 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 í dag. 10. október 2015 18:09 Kolbeinn: „Ekkert nema þrjú stig kemur til greina í Tyrklandi“ Fyrirliðinn Kolbeinn Sigþórsson var súr með síðari háflleik íslenska liðsins. 10. október 2015 18:27 Gylfi: Hálfvandræðalegt fyrir okkur Gylfi Þór Sigurðsson skoraði gullfallegt mark gegn Lettlandi í dag en það dugði því miður ekki til sigurs. 10. október 2015 18:24 Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira
„Það var algjörlega óþarfi að missa þetta niður í jafntefli eftir fyrri hálfleikinn,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar þjálfari íslenska liðsins, svekktur í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson, blaðamann Vísis í dag. „Við vorum að skapa okkur fullt af færum og með góð hlaup í fyrri hálfleik og í hálfleik töluðum við um að fá betra jafnvægi á spilamennskuna, stöðva skyndisóknirnar því það eru þeirra sterkustu vopn.“ Lettar minnkuðu muninn strax í upphafi seinni hálfleiks upp úr skyndisókn. „Við byrjuðum að gera hluti sem við erum ekki vanir að gera og spila eins og eitthvað allt annað lið. Þetta var allt annað en við höfum verið að gera og við vorum hreint út sagt óskipulagðir í seinni hálfleik sem er ólíkt okkur.“ Heimir vildi ekki kalla það afsökun að liðið saknaði Arons Einars Gunnarssonar og Kára Árnasonar í dag. „Auðvitað eru þeir báðir tveir andlegir leiðtogar og mikilvægir í taktíkinni en það eiga allir að kunna hana og það átti ekki að hafa svona mikil áhrif. Þessi mörk sem við fengum á okkur í dag voru mörk sem okkur hefur tekist að loka á.“ Heimir vonaðist til þess að þetta myndi vekja leikmennina til lífsins enda yrðu mótherjarnir töluvert sterkari þegar komið verður á lokakeppni EM. „Þetta sýnir okkur það að við erum góðir í því sem við höfum verið að gera en ekki góðir í því sem við höfum ekki verið að gera. Við förum ekki að breyta um leikstíl í miðjum leik og reyna að vera eitthvað annað lið.“ Heimir sagði að undirbúningurinn fyrir leikinn hefði verið sá sami og yrði sá sami fyrir leikinn gegn Tyrklandi. „Undirbúningurinn er alltaf sá sami, sama hvort leikurinn er gegn stórri- eða smáþjóð en við þurfum að skoða hugarfarið hjá öllum í kringum liðið, hvort það sé eins. Við þurfum að skoða það betur, sérstaklega eftir þetta.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Þjálfari Lettlands: „Ég gerði mistök“ Marian Pahars, þjálfari Lettlands, var að vonum sáttur eftir að hafa séð lærisveina sína vinna upp tveggja marka forskot Íslands í dag en hann sagðist hafa gert mistök þegar hann lagði leikinn upp. 10. október 2015 18:22 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00 Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Lettlands | Myndband Ísland og Lettland skyldu jöfn 2-2 í seinasta heimaleik Íslands í undankeppni EM 2016 í dag en Lettum tókst að jafna metin eftir að hafa lent 0-2 undir í fyrri hálfleik. 10. október 2015 18:12 Ragnar: Mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi Ragnar Sigurðsson var vonsvikinn að leik loknum eftir 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 í dag. 10. október 2015 18:09 Kolbeinn: „Ekkert nema þrjú stig kemur til greina í Tyrklandi“ Fyrirliðinn Kolbeinn Sigþórsson var súr með síðari háflleik íslenska liðsins. 10. október 2015 18:27 Gylfi: Hálfvandræðalegt fyrir okkur Gylfi Þór Sigurðsson skoraði gullfallegt mark gegn Lettlandi í dag en það dugði því miður ekki til sigurs. 10. október 2015 18:24 Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira
Þjálfari Lettlands: „Ég gerði mistök“ Marian Pahars, þjálfari Lettlands, var að vonum sáttur eftir að hafa séð lærisveina sína vinna upp tveggja marka forskot Íslands í dag en hann sagðist hafa gert mistök þegar hann lagði leikinn upp. 10. október 2015 18:22
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00
Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Lettlands | Myndband Ísland og Lettland skyldu jöfn 2-2 í seinasta heimaleik Íslands í undankeppni EM 2016 í dag en Lettum tókst að jafna metin eftir að hafa lent 0-2 undir í fyrri hálfleik. 10. október 2015 18:12
Ragnar: Mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi Ragnar Sigurðsson var vonsvikinn að leik loknum eftir 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 í dag. 10. október 2015 18:09
Kolbeinn: „Ekkert nema þrjú stig kemur til greina í Tyrklandi“ Fyrirliðinn Kolbeinn Sigþórsson var súr með síðari háflleik íslenska liðsins. 10. október 2015 18:27
Gylfi: Hálfvandræðalegt fyrir okkur Gylfi Þór Sigurðsson skoraði gullfallegt mark gegn Lettlandi í dag en það dugði því miður ekki til sigurs. 10. október 2015 18:24