Eiður Smári: Megum ekki halda að við séum of góðir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. október 2015 18:38 Eiður Smári í leiknum í dag. Vísir/Vilhelm Eiður Smári Guðjohnsen segir að það megi ekki gera of mikið úr jafnteflinu gegn Lettlandi í dag þó svo að úrslitin hafi verið vonbrigði. Eftir frábæra byrjun komu Lettarnir til baka og skoruðu tvívegis framhjá Hannesi Þór Halldórssyni, sem var búinn að fá á sig þrjú mörk í síðustu átta mótsleikjum á undan. „Það má eiginlega segja að mér og okkur öllum líði eins og við höfum tapað leiknum miðað við hvernig leikurinn þróaðist,“ sagði Eiður Smári eftir leikinn. „Ég held að þetta sé ágætisvatnsgusa. Við megum ekki halda að við séum orðnir betri en við erum. Það er auðvitað margt sem spilar inn í en seinni hálfleikur var auðvitað engan veginn nógu góður.“ „Ég veit ekki hvort að það hafi verið orkuleysi í okkur eða að við höfum verið aðeins of afslappaðir. Það var greinilegt að við vorum vel á tánum í fyrri hálfleik, unnum alla seinni bolta og vorum djarfari með liðið fram á við.“ „Í seinni hálfleik mynduðust aðeins of stór svæði og þeir fengu að taka boltann aðeins of auðveldlega oft á tíðum. Þá skoruðu þeir tvö mörk á okkur.“ Eftir að Ísland komst í 2-0 leit út fyrir að Ísland myndi vinna stórsigur í leiknum en Eiður segir að það megi ekki missa einbeitinguna. „Það er einmitt sú tilfinning sem kemur í bakið á okkur. En við megum ekki gera of mikið úr þessu. Þetta er bara eitthvað sem við þurfum að líta á. Þetta getur líka verið ágætislærdómur fyrir okkur.“ Stuðningsmenn Íslands voru frábærir í leiknum rétt eins og áður í þessari undankeppni. Eiður segir að það hafi verið synd að hafa ekki kvatt þá með betri hætti en þetta var síðasti heimaleikur Íslands í riðlakeppninni. „Við höfum verið að duglegir að hrósa áhorfendum og þakka fyrir okkur. Við gerum það enn og aftur. Auðvitað erum við endalaust þakklátir fyrir þennan góða stuðning.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen segir að það megi ekki gera of mikið úr jafnteflinu gegn Lettlandi í dag þó svo að úrslitin hafi verið vonbrigði. Eftir frábæra byrjun komu Lettarnir til baka og skoruðu tvívegis framhjá Hannesi Þór Halldórssyni, sem var búinn að fá á sig þrjú mörk í síðustu átta mótsleikjum á undan. „Það má eiginlega segja að mér og okkur öllum líði eins og við höfum tapað leiknum miðað við hvernig leikurinn þróaðist,“ sagði Eiður Smári eftir leikinn. „Ég held að þetta sé ágætisvatnsgusa. Við megum ekki halda að við séum orðnir betri en við erum. Það er auðvitað margt sem spilar inn í en seinni hálfleikur var auðvitað engan veginn nógu góður.“ „Ég veit ekki hvort að það hafi verið orkuleysi í okkur eða að við höfum verið aðeins of afslappaðir. Það var greinilegt að við vorum vel á tánum í fyrri hálfleik, unnum alla seinni bolta og vorum djarfari með liðið fram á við.“ „Í seinni hálfleik mynduðust aðeins of stór svæði og þeir fengu að taka boltann aðeins of auðveldlega oft á tíðum. Þá skoruðu þeir tvö mörk á okkur.“ Eftir að Ísland komst í 2-0 leit út fyrir að Ísland myndi vinna stórsigur í leiknum en Eiður segir að það megi ekki missa einbeitinguna. „Það er einmitt sú tilfinning sem kemur í bakið á okkur. En við megum ekki gera of mikið úr þessu. Þetta er bara eitthvað sem við þurfum að líta á. Þetta getur líka verið ágætislærdómur fyrir okkur.“ Stuðningsmenn Íslands voru frábærir í leiknum rétt eins og áður í þessari undankeppni. Eiður segir að það hafi verið synd að hafa ekki kvatt þá með betri hætti en þetta var síðasti heimaleikur Íslands í riðlakeppninni. „Við höfum verið að duglegir að hrósa áhorfendum og þakka fyrir okkur. Við gerum það enn og aftur. Auðvitað erum við endalaust þakklátir fyrir þennan góða stuðning.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Sjá meira