Fótbolti

Bale: Aldrei liðið jafn vel eftir að hafa tapað leik

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Bale bauð upp á selinn í fagnaðarlátunum eftir leikinn.
Bale bauð upp á selinn í fagnaðarlátunum eftir leikinn. Vísir/getty
Leikmenn Wales gátu fagnað sæti á lokakeppni EM í gær þrátt fyrir að hafa tapað 0-2 gegn Bosníu Herzegóvínu í undankeppni EM en þetta verður í fyrsta sinn frá árinu 1958 sem Wales keppir á lokakeppni á stórmóti.

Leikmenn Wales vissu að eitt stig gegn Bosníu eða Andorra myndi duga liðinu til þess að bóka sæti á lokakeppninni.

Gareth Bale, stjörnuleikmaður liðsins, náði sér ekki á strik í gær en hann sagði tilfinninguna undarlega að fagna jafn merkum áfanga eftir tapleik.

„Mér hefur aldrei liðið jafn vel eftir tapleik á ævi minni. Ég átti mér drauma þegar ég var yngri um að komast á lokakeppni með landsliðinu og við náðum því í kvöld,“ sagði Bale sem sagði leikmenn liðsins vera spenntir fyrir næsta sumri.

„Við höfum sýnt hvað spilamennska okkar snýst um í þessari undankeppni. Ef einhver tapar boltanum munu allir leikmenn liðsins reyna að vinna boltann aftur. Við erum eins og bræður inn á vellinum og við munum reyna að spila þannig í Frakklandi.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×