Fótbolti

Fullt hús hjá Englandi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ross Barkley fagnar marki sínu með Uxanum.
Ross Barkley fagnar marki sínu með Uxanum. vísir/getty
Enska landsliðið í fótbolta átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Litháen að velli, 3-0, í lokaleik E-riðils í undankeppni EM 2016 í kvöld.

England var fyrir löngu komið með farseðilinn til Frakklands, en Ross Barkley kom enskum á bragðið með skoti fyrir utan teig sem fór í varnarmann og inn á 29. mínútu.

Sex mínútum síðar átti Harry Kane skot í stöngina vinstra megin úr teignum, en boltinn fór af stönginni í bakið á markverði heimamanna og þaðan í netið. Sjálfsmark skráð og England 3-0 yfir í hálfleik.

Það var svo Uxinn, Alex Oxlade-Chamberlain, sem innsiglaði auðveldað 3-0 sigur með þriðja marki Englands á 62. mínútu.

England lýkur undankeppninni með fullt hús stiga hvorki meira né minna; 30 stig af 30 mögulegum. Liðið skoraði 31 mark og fékk aðeins á sig þrjú.

Sviss gerði markalaust jafntefli við Eistland á útivelli en Sviss var eins og England búið að tryggja sér sæti á EM.

Slóvenar unnu San Marinó og hirtu þriðja sætið og fara því í umspilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×