Hollendingar töpuðu fyrir Tékkum á heimavelli og fara ekki á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2015 20:30 Robin van Persie og félagar eru úr leik. Vísir/Getty Tékkar tryggðu sér sigur í A-riðlinum með því að vinna 3-2 sigur á Hollendingum á Amsterdam ArenA í kvöld. Tékkar enda með 22 stig eða tveimur stigum meira en Íslendingar sem urðu að sætta sig við annað sætið. Hollendingar pressuðu mikið í lokin en tókst ekki að jafna leikinn sem hefði þó aðeins hjálpað Íslendingum en ekki þeim því Tyrkir unnu Ísland á sama tíma. Tékkar komust í 3-0 í leiknum þar af kom þriðja markið eftir að þeir voru búnir að missa mann af velli. Hollendingar voru í miklum vandræðum í fyrri hálfleiknum og Tékkar voru komnir í 2-0 eftir aðeins 35 mínútur. Bakvörðurinn Pavel Kaderábek skoraði fyrra markið á 24. mínútu eftir sendingu Jirí Skalák og ellefu mínútum síðar kom Josef Sural Tékkum tveimur mörkum yfir. Danny Blind tók Jairo Riedewald af velli á 39. mínútu og setti inná völlinn reynsluboltann Robin van Persie. Robin van Persie lífgaði strax upp á sóknarleik Hollendinga en þeir urðu síðan manni fleiri á 43. mínútu þegar Marek Suchý fékk beint rautt spjald fyrir brot á Memphis Depay. Robin van Persie tókst ekki að koma boltanum í mark Tékka en hann fann leiðina í eigið mark. Van Persie varð nefnilega fyrir því óláni að skalla boltann í eigið mark á 66. mínútu eftir aukaspyrnu frá hægri. Klaas-Jan Huntelaar minnkaði muninn fjórum mínútum síðar með skalla eftir aukaspyrnu Wesley Sneijder. Robin van Persie skoraði síðan í rétt mark á 83. mínútu og gaf hollenska liðinu smá von. Þeir þurftu hinsvegar tvö mörk og þau komu ekki auk þess að sigur Tyrkja á Íslendingum þýddi að Holland átti aldrei möguleika á því að komast á HM. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Tékkar tryggðu sér sigur í A-riðlinum með því að vinna 3-2 sigur á Hollendingum á Amsterdam ArenA í kvöld. Tékkar enda með 22 stig eða tveimur stigum meira en Íslendingar sem urðu að sætta sig við annað sætið. Hollendingar pressuðu mikið í lokin en tókst ekki að jafna leikinn sem hefði þó aðeins hjálpað Íslendingum en ekki þeim því Tyrkir unnu Ísland á sama tíma. Tékkar komust í 3-0 í leiknum þar af kom þriðja markið eftir að þeir voru búnir að missa mann af velli. Hollendingar voru í miklum vandræðum í fyrri hálfleiknum og Tékkar voru komnir í 2-0 eftir aðeins 35 mínútur. Bakvörðurinn Pavel Kaderábek skoraði fyrra markið á 24. mínútu eftir sendingu Jirí Skalák og ellefu mínútum síðar kom Josef Sural Tékkum tveimur mörkum yfir. Danny Blind tók Jairo Riedewald af velli á 39. mínútu og setti inná völlinn reynsluboltann Robin van Persie. Robin van Persie lífgaði strax upp á sóknarleik Hollendinga en þeir urðu síðan manni fleiri á 43. mínútu þegar Marek Suchý fékk beint rautt spjald fyrir brot á Memphis Depay. Robin van Persie tókst ekki að koma boltanum í mark Tékka en hann fann leiðina í eigið mark. Van Persie varð nefnilega fyrir því óláni að skalla boltann í eigið mark á 66. mínútu eftir aukaspyrnu frá hægri. Klaas-Jan Huntelaar minnkaði muninn fjórum mínútum síðar með skalla eftir aukaspyrnu Wesley Sneijder. Robin van Persie skoraði síðan í rétt mark á 83. mínútu og gaf hollenska liðinu smá von. Þeir þurftu hinsvegar tvö mörk og þau komu ekki auk þess að sigur Tyrkja á Íslendingum þýddi að Holland átti aldrei möguleika á því að komast á HM.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn