„Okkur finnst við sitja eftir“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. október 2015 21:42 Loka þarf deildum á Landspítalanum ef til verkfalls sjúkraliða og SFR kemur. Starfsmenn á leið í verkfall segjast tilbúnir í hörku þar sem ríkisstjórnin hlusti ekki á þá. Rétt tæpur sólarhringur er í að verkfallsaðgerðir fimm þúsund og fimm hundruð ríkisstarfsstarfsmanna í Sjúkraliðafélagi Íslands og SFR-stéttarfélagi í almannaþjónustu hefjist. Stór hluti þeirra starfa á Landspítalanum eða 1.600 manns. „Við höfum miklar áhyggjur af þessum verkföllum og teljum að þau muni hafa mjög truflandi áhrif strax frá upphafi,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans. Sjúkraliðar starfa víða á spítalanum og það sama á við um SFR félagsmenn. Þeir sinna meðal annars flutningum sjúklinga, starfa í eldhúsi spítalans og þvottahúsi. „Við munum þurfa að loka einhverjum deildum en reynum að komast hjá því eins og mest er hægt. Þetta mun hafa truflandi áhrif á aðgerðir,“ segir Páll og að biðlistar eftir skurðaðgerðum komi því til með að halda áfram að lengjast. Gísli Helgason hefur starfað á spítalanum í hátt í sautján ár en hann er félagi í SFR. Hann vinnur á flutningadeild spítalans sem meðal annars sér um að flytja sjúklinga, fer með sýni í rannsóknir og dreifir pósti. Hann er nú á leið í verkfall. „Eitthvað verður að gera. Ekki er hlustað á okkur. Ekki gerir ríkisstjórnin það,“ segir Gísli Helgason. Hann segir félagsmenn ósátta við kjör sín. „Við erum alveg á lægstu töxtum sem hægt er að finna hjá SFR,“ segir Gísli. Lægstu laun SFR félaga sem starfa á spítalanum er um 230 þúsund krónur fyrir skatta. Hann segir flesta í deildinni fá útborgað um 220 þúsund krónur eftir skatta. „Þeir eru búnir að semja við læknana, hjúkrunarfræðingana, röntgentæknana og allt svona þannig að okkur finnst við sitja eftir og eigum bara að sitja þar,“ segir Gísli. Verkfall 2016 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Sjá meira
Loka þarf deildum á Landspítalanum ef til verkfalls sjúkraliða og SFR kemur. Starfsmenn á leið í verkfall segjast tilbúnir í hörku þar sem ríkisstjórnin hlusti ekki á þá. Rétt tæpur sólarhringur er í að verkfallsaðgerðir fimm þúsund og fimm hundruð ríkisstarfsstarfsmanna í Sjúkraliðafélagi Íslands og SFR-stéttarfélagi í almannaþjónustu hefjist. Stór hluti þeirra starfa á Landspítalanum eða 1.600 manns. „Við höfum miklar áhyggjur af þessum verkföllum og teljum að þau muni hafa mjög truflandi áhrif strax frá upphafi,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans. Sjúkraliðar starfa víða á spítalanum og það sama á við um SFR félagsmenn. Þeir sinna meðal annars flutningum sjúklinga, starfa í eldhúsi spítalans og þvottahúsi. „Við munum þurfa að loka einhverjum deildum en reynum að komast hjá því eins og mest er hægt. Þetta mun hafa truflandi áhrif á aðgerðir,“ segir Páll og að biðlistar eftir skurðaðgerðum komi því til með að halda áfram að lengjast. Gísli Helgason hefur starfað á spítalanum í hátt í sautján ár en hann er félagi í SFR. Hann vinnur á flutningadeild spítalans sem meðal annars sér um að flytja sjúklinga, fer með sýni í rannsóknir og dreifir pósti. Hann er nú á leið í verkfall. „Eitthvað verður að gera. Ekki er hlustað á okkur. Ekki gerir ríkisstjórnin það,“ segir Gísli Helgason. Hann segir félagsmenn ósátta við kjör sín. „Við erum alveg á lægstu töxtum sem hægt er að finna hjá SFR,“ segir Gísli. Lægstu laun SFR félaga sem starfa á spítalanum er um 230 þúsund krónur fyrir skatta. Hann segir flesta í deildinni fá útborgað um 220 þúsund krónur eftir skatta. „Þeir eru búnir að semja við læknana, hjúkrunarfræðingana, röntgentæknana og allt svona þannig að okkur finnst við sitja eftir og eigum bara að sitja þar,“ segir Gísli.
Verkfall 2016 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Sjá meira