Legið er yfir hugmynd ríkisins að lausn Óli Kristján Ármannsson og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 15. október 2015 07:00 Samninganefnd ríkisins með formanninn, Gunnar Björnsson, í fararbroddi mætir til fundar við samninganefnd SFR, LL og SLFÍ hjá ríkissáttasemjara í gærmorgun. Vísir/GVA Nýtt tilboð af hálfu samninganefndar ríkisins er í skoðun hjá baklandi viðræðunefndar SFR – stéttarfélags í almannaþágu, Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) og Landssambands lögreglumanna (LL) í gær. Þar sem ekki náðist að ljúka samningum í gær er verkfall því hafið hjá á sjötta þúsund ríkisstarfsmönnum, með umtalsverðri röskun á starfsemi Landspítalans, sýslumannsembætta, Tollsins og Háskóla Íslands, auk fleiri staða. Þegar fundur félaganna með samninganefnd ríkisins hófst klukkan tíu í gærmorgun höfðu ekki átt sér stað viðræður í rúma viku. „Samninganefnd ríkisins kom með ákveðna hugmynd, sem við erum að ræða við okkar samninganefnd,“ sagði Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, laust fyrir hádegi í gær, en þá hafði frekari viðræðum verið frestað fram eftir degi á meðan félögin ræddu hvert fyrir sig hvort hugmynd ríkisins væri raunhæf. Ekki hefur verið frá því greint í hverju hugmynd ríkisins felst, en síðdegis sagði Árni Stefán hana þó þess eðlis að samninganefndirnar hefðu ákveðið að leggja hana fyrir bakland sitt til umræðu. Áfram yrði unnið að málinu. „Við erum að velta málum upp og við ætlum að það taki töluverðan tíma að fara yfir þessa hugmynd.“ Verkfallinu yrði ekki frestað. Hjá SFR er um að ræða blöndu ótímabundinnar vinnustöðvunar hjá völdum stofnunum (Landspítala, Ríkisskattstjóra, sýslumannsembættum og Tollinum) og tímabundinna skæra hjá öðrum, í tveggja sólarhringa lotum fram í miðjan næsta mánuð. 16. nóvember hefst svo ótímabundin vinnustöðvun hjá öllum. Sjúkraliðar sem starfa hjá ríkinu leggja líka allir niður störf frá miðjum nóvember, en fram að þeim tíma standa skærur á sömu dögum og SFR hefur boðað, auk sértækra vinnustöðvana ákveðna daga hjá Landspítalanum, Heilbrigðisstofnun Austurlands og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.Mynd/LandspítalinnVerkfallið mun leggjast þungt á Landspítalann en það mun vera nokkuð flóknara en undangengin verkföll með þeim fyrirvara að undanþágunefndir veiti undanþágubeiðnum spítalans brautargengi. „Við leggjum höfuðáherslu á að sinna bráðaþjónustu og tryggja öryggi sjúklinga í þessu verkfalli.“ Áhrif verkfallsins eru mjög víðtæk og ná til allra sviða spítalans. Frestað verður skipulögðum aðgerðum, skerða þarf starfsemi dag- og göngudeilda sem og legudeilda, einnig þarf að loka sjúrkarýmum. „Ótalin eru áhrif af verkföllum á stoðsviðum þar sem flutningaþjónusta, símaþjónusta og stuðningur við flókin tölvukerfi spítalans verða fyrir áhrifum verkfallsins. Við reiðum okkur á gott samstarf við stéttarfélögin um framkvæmd verkfallsins, á sama tíma og við biðlum til deiluaðila að ná saman sem allra fyrst. Landspítala má ekki við frekari skerðingu á starfseminni,“ segir Páll. Verkfall 2016 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
Nýtt tilboð af hálfu samninganefndar ríkisins er í skoðun hjá baklandi viðræðunefndar SFR – stéttarfélags í almannaþágu, Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) og Landssambands lögreglumanna (LL) í gær. Þar sem ekki náðist að ljúka samningum í gær er verkfall því hafið hjá á sjötta þúsund ríkisstarfsmönnum, með umtalsverðri röskun á starfsemi Landspítalans, sýslumannsembætta, Tollsins og Háskóla Íslands, auk fleiri staða. Þegar fundur félaganna með samninganefnd ríkisins hófst klukkan tíu í gærmorgun höfðu ekki átt sér stað viðræður í rúma viku. „Samninganefnd ríkisins kom með ákveðna hugmynd, sem við erum að ræða við okkar samninganefnd,“ sagði Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, laust fyrir hádegi í gær, en þá hafði frekari viðræðum verið frestað fram eftir degi á meðan félögin ræddu hvert fyrir sig hvort hugmynd ríkisins væri raunhæf. Ekki hefur verið frá því greint í hverju hugmynd ríkisins felst, en síðdegis sagði Árni Stefán hana þó þess eðlis að samninganefndirnar hefðu ákveðið að leggja hana fyrir bakland sitt til umræðu. Áfram yrði unnið að málinu. „Við erum að velta málum upp og við ætlum að það taki töluverðan tíma að fara yfir þessa hugmynd.“ Verkfallinu yrði ekki frestað. Hjá SFR er um að ræða blöndu ótímabundinnar vinnustöðvunar hjá völdum stofnunum (Landspítala, Ríkisskattstjóra, sýslumannsembættum og Tollinum) og tímabundinna skæra hjá öðrum, í tveggja sólarhringa lotum fram í miðjan næsta mánuð. 16. nóvember hefst svo ótímabundin vinnustöðvun hjá öllum. Sjúkraliðar sem starfa hjá ríkinu leggja líka allir niður störf frá miðjum nóvember, en fram að þeim tíma standa skærur á sömu dögum og SFR hefur boðað, auk sértækra vinnustöðvana ákveðna daga hjá Landspítalanum, Heilbrigðisstofnun Austurlands og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.Mynd/LandspítalinnVerkfallið mun leggjast þungt á Landspítalann en það mun vera nokkuð flóknara en undangengin verkföll með þeim fyrirvara að undanþágunefndir veiti undanþágubeiðnum spítalans brautargengi. „Við leggjum höfuðáherslu á að sinna bráðaþjónustu og tryggja öryggi sjúklinga í þessu verkfalli.“ Áhrif verkfallsins eru mjög víðtæk og ná til allra sviða spítalans. Frestað verður skipulögðum aðgerðum, skerða þarf starfsemi dag- og göngudeilda sem og legudeilda, einnig þarf að loka sjúrkarýmum. „Ótalin eru áhrif af verkföllum á stoðsviðum þar sem flutningaþjónusta, símaþjónusta og stuðningur við flókin tölvukerfi spítalans verða fyrir áhrifum verkfallsins. Við reiðum okkur á gott samstarf við stéttarfélögin um framkvæmd verkfallsins, á sama tíma og við biðlum til deiluaðila að ná saman sem allra fyrst. Landspítala má ekki við frekari skerðingu á starfseminni,“ segir Páll.
Verkfall 2016 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent