Viðskipti erlent

America´s Next Top Model hættir eftir 12 ár

Sæunn Gísladóttir skrifar
Tyra Banks, stofnandi America's Next Top Model, við frumsýningu síðustu þáttaraðar.
Tyra Banks, stofnandi America's Next Top Model, við frumsýningu síðustu þáttaraðar. Vísir/EPA
Raunveruleikaþátturinn sívinsæli, America's Next Top Model, er að hætta eftir 12 ár og 22 þáttaraðir. Síðasti þátturinn mun vera sýndur 4. desember næstkomandi.

Þátturinn snérist um það að fjöldi stúlkna sem vildu gerast fyrirsætur fluttu inn í hús og kepptu um að fá samning við þekkt vörumerki.

Þátturinn var einn sá vinsælasti á sjónvarpsstöðinni CW eftir að hann hóf göngu sína á þeirri stöð árið 2006. Hann var einnig sýndur á Íslandi og naut mikilla vinsælda hér um tíma. Þátturinn fékk erlendar útgáfur og stýrði Heidi Klum meðal annars Germany's Next Top Model.

Fyrirsætan Tyra Banks, sem stýrði þættinum og var jafnframt andlit hans, þakkaði aðdáendum á samfélagsmiðlum eftir að tilkynnt var um endalok hans í gær. Hún sagðist vera mjög stolt af afrekum þáttarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×