Íslenski boltinn

Jóhann ætlar að hjálpa Keflavík að komast aftur upp í Pepsi-deildina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jóhann í baráttunni við Albert Ingason, framherja Fylkis.
Jóhann í baráttunni við Albert Ingason, framherja Fylkis. vísir/anton
Jóhann Birnir Guðmundsson ætlar að taka slaginn með Keflavík í 1. deildinni á næsta ári. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta í dag.

Jóhann er einn reyndasti leikmaður landsins en hann á að baki 170 leiki í efstu deild á Íslandi og þá lék hann lengi sem atvinnumaður, m.a. með Watford á Englandi.

Jóhann tók við þjálfun Keflavíkur ásamt Hauki Inga Guðnasyni í byrjun júní eftir að Kristjáni Guðmundssyni var sagt upp störfum. Þeim félögum tókst ekki að bjarga Keflavík frá falli en liðið endaði í 12. og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar og fékk aðeins 10 stig í 22 leikjum.

Nýr þjálfari hefur verið ráðinn til starfa hjá Keflavík, Þorvaldur Örlygsson, sem fær það verkefni að koma liðinu aftur upp í Pepsi-deildina. Þorvaldur skrifaði undir tveggja ára samning við Keflavík.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×