Starfsemi meðferðarheimila ungmenna skert eða liggur niðri Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. október 2015 12:26 Hluti starfsemi Stuðla liggur niðri. vísir/pjetur Unglingameðferðarheimilið Lækjarbakki er lokað á meðan verkfall SFR og sjúkraliða stendur yfir. Sömu sögu er að segja um hluta Stuðla. Á vegum Barnaverndarstofu starfa fjögur meðferðarheimili. Háholt og Laugaland eru rekin af einkaaðilum og eru þau opin. Neyðarþjónustan á Stuðlum hlaut undanþágu frá verkfallinu en sömu sögu er ekki að segja af greiningar- og meðferðarhluta Stuðla og Lækjarbakka.Bragi Guðbrandsson„Á Stuðlum eru sex börn að jafnaði og það voru fjögur börn á Lækjarbakka,“ segir Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu í samtali við Vísi. „Þau hafa öll verið send heim á meðan verkfallið er og munu að óbreyttu snúa aftur á miðvikudag. Þetta hefur áhrif á tíu til tólf pláss.“ Börnin sem dveljast á Lækjarbakka hafa lokið meðferð á Stuðlum eða BUGL og eru í framhaldsmeðferð. Enginn fer beint inn á Lækjarbakka. Meðferðin getur tekið allt að hálfu ári en í framhaldi getur við eftirmeðferð í allt að þrjá mánuði. Börnin eru á aldrinum fjórtán til átján ára. „Ef það verður áframhald á verkfallinu þá verður þetta allt sífellt erfiðara. Svona lokum hefur mjög neikvæð áhrif á meðferðardvöl barna og gífurleg hætta er á að meðferðarávinningur tapist niður,“ segir Bragi. Aðspurður um hvort að sótt hafi verið um verkfallsundanþágu segir Bragi að svo hafi ekki verið gert. „Þessi starfsemi flokkast ekki sem neyðarþjónusta og myndi aldrei fá undanþáguna.“ Líkt og áður segir er neyðarmóttaka Stuðla opin og svokölluð MST meðferð á vettvangi fjölskyldu og heimilis er enn í gangi en um hana sér starfsfólk í BHM.Uppfært 19. október klukkan 15.37 þar sem ranglega var talað um að Háolt væri lokað. Þar átti að standa Lækjarbakki. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Líkur á að verkföll haldi áfram eftir helgi Búist er við að fulltrúar ríkis ræði við fulltrúa SFR, SLFÍ og LL um helgina. Formaður SFR segir langar viðræður fram undan og óvíst um málalyktir. 17. október 2015 07:00 Bjarni vill tryggja að svona verkfallshrina geti ekki skollið á aftur Fjármálaráðherra segir að ekki sé til umræðu að setja lög á verkföll. 16. október 2015 19:30 Fjölmenni við stjórnarráðið: „Sömu kjarabætur og aðrir“ Hundruð félagsmanna SFR stéttarfélags og Sjúkraliðafélags Íslands komu saman við Stjórnarráðið í morgun og kröfðust sambærilegra kjarabóta og aðrir ríkisstarfsmenn. 16. október 2015 10:14 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Unglingameðferðarheimilið Lækjarbakki er lokað á meðan verkfall SFR og sjúkraliða stendur yfir. Sömu sögu er að segja um hluta Stuðla. Á vegum Barnaverndarstofu starfa fjögur meðferðarheimili. Háholt og Laugaland eru rekin af einkaaðilum og eru þau opin. Neyðarþjónustan á Stuðlum hlaut undanþágu frá verkfallinu en sömu sögu er ekki að segja af greiningar- og meðferðarhluta Stuðla og Lækjarbakka.Bragi Guðbrandsson„Á Stuðlum eru sex börn að jafnaði og það voru fjögur börn á Lækjarbakka,“ segir Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu í samtali við Vísi. „Þau hafa öll verið send heim á meðan verkfallið er og munu að óbreyttu snúa aftur á miðvikudag. Þetta hefur áhrif á tíu til tólf pláss.“ Börnin sem dveljast á Lækjarbakka hafa lokið meðferð á Stuðlum eða BUGL og eru í framhaldsmeðferð. Enginn fer beint inn á Lækjarbakka. Meðferðin getur tekið allt að hálfu ári en í framhaldi getur við eftirmeðferð í allt að þrjá mánuði. Börnin eru á aldrinum fjórtán til átján ára. „Ef það verður áframhald á verkfallinu þá verður þetta allt sífellt erfiðara. Svona lokum hefur mjög neikvæð áhrif á meðferðardvöl barna og gífurleg hætta er á að meðferðarávinningur tapist niður,“ segir Bragi. Aðspurður um hvort að sótt hafi verið um verkfallsundanþágu segir Bragi að svo hafi ekki verið gert. „Þessi starfsemi flokkast ekki sem neyðarþjónusta og myndi aldrei fá undanþáguna.“ Líkt og áður segir er neyðarmóttaka Stuðla opin og svokölluð MST meðferð á vettvangi fjölskyldu og heimilis er enn í gangi en um hana sér starfsfólk í BHM.Uppfært 19. október klukkan 15.37 þar sem ranglega var talað um að Háolt væri lokað. Þar átti að standa Lækjarbakki.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Líkur á að verkföll haldi áfram eftir helgi Búist er við að fulltrúar ríkis ræði við fulltrúa SFR, SLFÍ og LL um helgina. Formaður SFR segir langar viðræður fram undan og óvíst um málalyktir. 17. október 2015 07:00 Bjarni vill tryggja að svona verkfallshrina geti ekki skollið á aftur Fjármálaráðherra segir að ekki sé til umræðu að setja lög á verkföll. 16. október 2015 19:30 Fjölmenni við stjórnarráðið: „Sömu kjarabætur og aðrir“ Hundruð félagsmanna SFR stéttarfélags og Sjúkraliðafélags Íslands komu saman við Stjórnarráðið í morgun og kröfðust sambærilegra kjarabóta og aðrir ríkisstarfsmenn. 16. október 2015 10:14 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Líkur á að verkföll haldi áfram eftir helgi Búist er við að fulltrúar ríkis ræði við fulltrúa SFR, SLFÍ og LL um helgina. Formaður SFR segir langar viðræður fram undan og óvíst um málalyktir. 17. október 2015 07:00
Bjarni vill tryggja að svona verkfallshrina geti ekki skollið á aftur Fjármálaráðherra segir að ekki sé til umræðu að setja lög á verkföll. 16. október 2015 19:30
Fjölmenni við stjórnarráðið: „Sömu kjarabætur og aðrir“ Hundruð félagsmanna SFR stéttarfélags og Sjúkraliðafélags Íslands komu saman við Stjórnarráðið í morgun og kröfðust sambærilegra kjarabóta og aðrir ríkisstarfsmenn. 16. október 2015 10:14