Ekki hægt að taka út meiri launahækkanir umfram framleiðniaukningu Birgir Olgeirsson skrifar 19. október 2015 15:42 Bjarni Benediktsson. vísir/pjetur Íslendingar geta ekki tekið út meiri launahækkanir en framleiðniaukning í landinu segir til um. Unnið er að því að koma með lausn á þeim kjaradeilum sem standa yfir á milli ríkisins og SFR í þessum töluðum orðum sem mun vonandi leiða til nýs vinnumarkaðslíkans. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag þegar Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði hvernig stæði á því að allar viðræður ríkisins, sem fjármálaráðherra ber ábyrgð á, við aðila á vinnumarkaðnum enda í hnút. Svandís benti á að verkfall félagsmanna SFR, sem nú stendur yfir, sé fjórða verkfallið á einu ári. Félagsmenn SFR hafa verið samningslausir á sjötta mánuð og sagði Svandís að þeir færu fram á sambærilegar kjarabætur og aðrar hærri launaðar stéttir hafa fengið. Spurði Svandís hvort krafa félagsmanna SFR væri ekki sanngjörn, að fara fram á sömu kjarabætur og gerðardómur kvað um í kjaradeilu BHM við ríkið.Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokks VG.Bjarni sagðist vilja meina að Íslendingar hefðu aldrei verið nær því að gera breytingar á vinnumarkaðslíkaninu. Á meðan þessi umræða átti sér stað á Alþingi fór fram samningafundur á milli ríkisins og SFR og sagði Bjarni því samtalið vera lifandi og vonaðist hann til að það bæri ávöxt. Hann sagðist vera orðinn talsvert leiður á því að þessum kjaradeilum væri ávallt stillt upp með jafn einföldum hætti. Hann hafi heyrt sömu rullu í læknaverkfallinu, kennaradeilunni og þegar verkfall hjúkrunarfræðinga stóð yfir. Hann sagði að á sama tíma hækkaði Seðlabankinn vexti og að útreikningar sýndu að með þessum hækkunum væru Íslendingar að sigla inn í skeið verðbólgu og hærri vaxta. Hann sagði Íslendinga þurfa að lúta sömu lögmálum og aðrir. Ekki væri hægt að taka út meiri launahækkanir umfram framleiðniaukningu. Hann sagði að unnið væri að lausn í málinu og vonandi myndir nást úr því samtali nýtt vinnumarkaðslíkan. Svandís steig aftur í pontu og spurði ráðherra hvort honum þætti eðlilegt að halda þessum stéttum niðri sem nú eru í kjaraviðræðum. Spurði hún aftur hvort það væri ósanngjarnt að fá jafn miklar hækkanir og í gerðardómi. Bjarni sagði þetta vera sögu deilna á vinnumarkaði, hvers vegna fá ekki allir jafn mikla hækkun og sá sem mest fékk. Þetta sé ástæðan fyrir því að aðilir komi sundraðir að samningaborðinu. „Með því að taka skurðstofur í gíslingu, lama samgöngur til og frá landinu, lama starfsemi mikilvægra stofnanna,“ sagði Bjarni sem sagði ekki þurfa að leita að dæmum í nútímanum því þetta væri saga kjaradeilna undanfarna áratugi á Íslandi. Bjarni sagðist til að mynda hafa verið einn af þeim nemendum Menntaskólans í Reykjavík sem ekki útskrifuðust eftir próf vegna verkfalls og þurfti að gefa kennaraeinkunnir. „Þetta er saga vinnumarkaðarins,“ sagði Bjarni. Hann sagði viðræður í gangi og verið sé að reyna að finna lausn á þessum deilum. Alþingi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira
Íslendingar geta ekki tekið út meiri launahækkanir en framleiðniaukning í landinu segir til um. Unnið er að því að koma með lausn á þeim kjaradeilum sem standa yfir á milli ríkisins og SFR í þessum töluðum orðum sem mun vonandi leiða til nýs vinnumarkaðslíkans. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag þegar Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði hvernig stæði á því að allar viðræður ríkisins, sem fjármálaráðherra ber ábyrgð á, við aðila á vinnumarkaðnum enda í hnút. Svandís benti á að verkfall félagsmanna SFR, sem nú stendur yfir, sé fjórða verkfallið á einu ári. Félagsmenn SFR hafa verið samningslausir á sjötta mánuð og sagði Svandís að þeir færu fram á sambærilegar kjarabætur og aðrar hærri launaðar stéttir hafa fengið. Spurði Svandís hvort krafa félagsmanna SFR væri ekki sanngjörn, að fara fram á sömu kjarabætur og gerðardómur kvað um í kjaradeilu BHM við ríkið.Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokks VG.Bjarni sagðist vilja meina að Íslendingar hefðu aldrei verið nær því að gera breytingar á vinnumarkaðslíkaninu. Á meðan þessi umræða átti sér stað á Alþingi fór fram samningafundur á milli ríkisins og SFR og sagði Bjarni því samtalið vera lifandi og vonaðist hann til að það bæri ávöxt. Hann sagðist vera orðinn talsvert leiður á því að þessum kjaradeilum væri ávallt stillt upp með jafn einföldum hætti. Hann hafi heyrt sömu rullu í læknaverkfallinu, kennaradeilunni og þegar verkfall hjúkrunarfræðinga stóð yfir. Hann sagði að á sama tíma hækkaði Seðlabankinn vexti og að útreikningar sýndu að með þessum hækkunum væru Íslendingar að sigla inn í skeið verðbólgu og hærri vaxta. Hann sagði Íslendinga þurfa að lúta sömu lögmálum og aðrir. Ekki væri hægt að taka út meiri launahækkanir umfram framleiðniaukningu. Hann sagði að unnið væri að lausn í málinu og vonandi myndir nást úr því samtali nýtt vinnumarkaðslíkan. Svandís steig aftur í pontu og spurði ráðherra hvort honum þætti eðlilegt að halda þessum stéttum niðri sem nú eru í kjaraviðræðum. Spurði hún aftur hvort það væri ósanngjarnt að fá jafn miklar hækkanir og í gerðardómi. Bjarni sagði þetta vera sögu deilna á vinnumarkaði, hvers vegna fá ekki allir jafn mikla hækkun og sá sem mest fékk. Þetta sé ástæðan fyrir því að aðilir komi sundraðir að samningaborðinu. „Með því að taka skurðstofur í gíslingu, lama samgöngur til og frá landinu, lama starfsemi mikilvægra stofnanna,“ sagði Bjarni sem sagði ekki þurfa að leita að dæmum í nútímanum því þetta væri saga kjaradeilna undanfarna áratugi á Íslandi. Bjarni sagðist til að mynda hafa verið einn af þeim nemendum Menntaskólans í Reykjavík sem ekki útskrifuðust eftir próf vegna verkfalls og þurfti að gefa kennaraeinkunnir. „Þetta er saga vinnumarkaðarins,“ sagði Bjarni. Hann sagði viðræður í gangi og verið sé að reyna að finna lausn á þessum deilum.
Alþingi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira