Latibær tilnefndur til Emmy verðlauna Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2015 13:11 Frá söngleik um Latabæ sem sýndur var í fyrra. Vísir/Andri Latibær hefur verið tilnefndur til Emmy verðlauna sem besta barnaefnið fyrir börn á leikskólaaldri. Áður hafa þættirnir verið tilnefndir til verðlauna fyrir leik, leikstjórn og tónlist, en ekki unnið. Þættirnir unnu þó BAFTA verðlaun árið 2006. Magnús Scheving segir frábært að fá viðurkenningu sem þessa. Verðlaunin verða afhent þann fimmta apríl á næsta ári. „Það sýnir að við getum keppt meðal þeirra bestu. Þetta er risastórt, eins og óskarinn í kvikmyndum,“ segir Magnús í samtali við Vísi.. „Það er ekki oft sem maður fær Emmy tilnefningu. Þetta gerist ekki stærra, nema við vinnum. Fyrir hönd allra þeirra sem vinna að Latabæ, brosi ég út að eyrum.“ Tilnefningarnar voru tilkynntar í morgun, en hægt að skoða þær nánar hér á vef Emmy verðlaunahátíðarinnar. Þættirnir hafa nú verið í sýningu í rúm tuttugu ár og eru sýndir í 172 löndum og þýddir á rúmlega 30 tungumálum. Magnús segir þetta til marks um það að nýjar og nýjar kynslóðir fylgist með Latabæ. „Nýjasta serían, sem er tekin upp á Íslandi, er það flottasta sem við höfum gert. Við erum rosalega ánægð með þetta.“ Latibær er nú í eigu Turner Broadcasting System, sem rekur stórar sjónvarpsstöðvar eins og CNN og Cartoon Network. Magnús segir að í ljós hafi komið að Latibær væri með mestu aðsóknina á netveitu þeirra. Þeir báðu Magnús um að koma til Bandaríkjanna og aðstoða þá við framleiðsluna, sem hann segir að hafi komið á óvart. „Þessi tilnefning er fyrst og fremst heiður fyrir alla sem unnu að þessu. Þetta er gríðarleg viðurkenning og ég gæti ekki verið ánægðari með þetta.“ Bíó og sjónvarp Emmy Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Latibær hefur verið tilnefndur til Emmy verðlauna sem besta barnaefnið fyrir börn á leikskólaaldri. Áður hafa þættirnir verið tilnefndir til verðlauna fyrir leik, leikstjórn og tónlist, en ekki unnið. Þættirnir unnu þó BAFTA verðlaun árið 2006. Magnús Scheving segir frábært að fá viðurkenningu sem þessa. Verðlaunin verða afhent þann fimmta apríl á næsta ári. „Það sýnir að við getum keppt meðal þeirra bestu. Þetta er risastórt, eins og óskarinn í kvikmyndum,“ segir Magnús í samtali við Vísi.. „Það er ekki oft sem maður fær Emmy tilnefningu. Þetta gerist ekki stærra, nema við vinnum. Fyrir hönd allra þeirra sem vinna að Latabæ, brosi ég út að eyrum.“ Tilnefningarnar voru tilkynntar í morgun, en hægt að skoða þær nánar hér á vef Emmy verðlaunahátíðarinnar. Þættirnir hafa nú verið í sýningu í rúm tuttugu ár og eru sýndir í 172 löndum og þýddir á rúmlega 30 tungumálum. Magnús segir þetta til marks um það að nýjar og nýjar kynslóðir fylgist með Latabæ. „Nýjasta serían, sem er tekin upp á Íslandi, er það flottasta sem við höfum gert. Við erum rosalega ánægð með þetta.“ Latibær er nú í eigu Turner Broadcasting System, sem rekur stórar sjónvarpsstöðvar eins og CNN og Cartoon Network. Magnús segir að í ljós hafi komið að Latibær væri með mestu aðsóknina á netveitu þeirra. Þeir báðu Magnús um að koma til Bandaríkjanna og aðstoða þá við framleiðsluna, sem hann segir að hafi komið á óvart. „Þessi tilnefning er fyrst og fremst heiður fyrir alla sem unnu að þessu. Þetta er gríðarleg viðurkenning og ég gæti ekki verið ánægðari með þetta.“
Bíó og sjónvarp Emmy Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp