Tvinna saman hinar ýmsu víddir jafnréttis Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. október 2015 08:00 Arnar Gíslason, Jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands. vísir/vilhelm „Jafnréttisstefnan sem við vinnum að innan háskólans er mjög góð. Við reynum að hafa dagana í ár skemmtilega og yfir þeim verður hátíðarbragur,“ segir Arnar Gíslason, kynjafræðingur og jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands, en Jafnréttisdagar 2015 hefjast í dag. Viðburðurinn eru haldinn sjöunda árið í röð og lýkur dagskránni föstudaginn 16. október næstkomandi. „Jafnréttisdagar tvinna saman hinar ýmsu víddir jafnréttis og skoða fjölbreytileika, forréttindi, þöggun, jafnréttisbaráttu, vald og mismunun,“ segir Arnar og nefnir sem dæmi að fléttað verði saman jafnrétti kynjanna og íslamófóbíu. Áhersla verði lögð á þau tækifæri sem skapast með því að setja hugmyndir um hið „eðlilega“ og hið undirskipaða undir smásjána. „Dagskráin er fjölbreytt og byggist á þverfaglegu samstarfi þar sem gerð er tilraun til að sameina hátíðarbrag og gagnrýna sýn á jafnréttismál,“ segir Arnar. Hann segir að leitast verði við að skapa opna umræðu og aukinn skilning á jafnrétti ásamt því að auka sýnileika jafnréttismála og virkja þá fjölmörgu aðila sem vinna að jafnrétti. Jafnréttisdagar eru samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands en allir háskólar á Íslandi taka þátt í dögunum í ár. „Síðan byggist þetta líka á samstarfi milli fólks sem kemur úr ólíkum áttum. Til dæmis vinna sumir sem mæta í stjórnsýslunni, sumir eru í námi og aðrir í kennslu eða rannsóknum. Einnig kemur fólk með mismunandi pælingar. Til dæmis koma sumir með hinsegin pælingar, til dæmis um málefni trans fólks og aðrir með pælingar um jafnrétti kynjanna.“ Fyrsti viðburður Jafnréttisdaga er í kvöld og er myrkvaður viðburður. „Ég er mjög spenntur fyrir þessum viðburði og verður þetta klárlega öðruvísi upplifun, að minnsta kosti fyrir sjáandi gesti. Sjáandi og blindir listamenn koma fram og verður hið sjónræna lagt til hliðar og önnur skilningarvit virkjuð.“Ókeypis er á alla viðburði Jafnréttisdaga 2015 og er aðgangur öllum heimill. Hinsegin Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
„Jafnréttisstefnan sem við vinnum að innan háskólans er mjög góð. Við reynum að hafa dagana í ár skemmtilega og yfir þeim verður hátíðarbragur,“ segir Arnar Gíslason, kynjafræðingur og jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands, en Jafnréttisdagar 2015 hefjast í dag. Viðburðurinn eru haldinn sjöunda árið í röð og lýkur dagskránni föstudaginn 16. október næstkomandi. „Jafnréttisdagar tvinna saman hinar ýmsu víddir jafnréttis og skoða fjölbreytileika, forréttindi, þöggun, jafnréttisbaráttu, vald og mismunun,“ segir Arnar og nefnir sem dæmi að fléttað verði saman jafnrétti kynjanna og íslamófóbíu. Áhersla verði lögð á þau tækifæri sem skapast með því að setja hugmyndir um hið „eðlilega“ og hið undirskipaða undir smásjána. „Dagskráin er fjölbreytt og byggist á þverfaglegu samstarfi þar sem gerð er tilraun til að sameina hátíðarbrag og gagnrýna sýn á jafnréttismál,“ segir Arnar. Hann segir að leitast verði við að skapa opna umræðu og aukinn skilning á jafnrétti ásamt því að auka sýnileika jafnréttismála og virkja þá fjölmörgu aðila sem vinna að jafnrétti. Jafnréttisdagar eru samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands en allir háskólar á Íslandi taka þátt í dögunum í ár. „Síðan byggist þetta líka á samstarfi milli fólks sem kemur úr ólíkum áttum. Til dæmis vinna sumir sem mæta í stjórnsýslunni, sumir eru í námi og aðrir í kennslu eða rannsóknum. Einnig kemur fólk með mismunandi pælingar. Til dæmis koma sumir með hinsegin pælingar, til dæmis um málefni trans fólks og aðrir með pælingar um jafnrétti kynjanna.“ Fyrsti viðburður Jafnréttisdaga er í kvöld og er myrkvaður viðburður. „Ég er mjög spenntur fyrir þessum viðburði og verður þetta klárlega öðruvísi upplifun, að minnsta kosti fyrir sjáandi gesti. Sjáandi og blindir listamenn koma fram og verður hið sjónræna lagt til hliðar og önnur skilningarvit virkjuð.“Ókeypis er á alla viðburði Jafnréttisdaga 2015 og er aðgangur öllum heimill.
Hinsegin Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira