Alfreð: Reynir á það hversu miklir atvinnumenn við erum Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. október 2015 13:45 Alfreð á æfingunni í dag. Vísir/Vilhelm „Stemmingin er eins og alltaf þegar við komum saman bara mjög góð. Við erum farnir að þekkjast mjög vel og þetta er orðið reglubundið en það er alltaf gaman að koma heim til Íslands eftir mánuð úti,“ sagði Alfreð Finnbogason, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu og Olympiakos, fyrir æfingu landsliðsins í dag. „Þetta er gjörólíkt öllu því sem við höfum verið áður í að vera komnir með sætið á EM þegar tveir leikir eru eftir en undirbúningurinn verður sá sami. Nú reynir á hversu miklir atvinnumenn við erum þegar við erum að gera okkur klára fyrir leikina.“Alfreð í landsleik gegn Belgíu á síðasta ári.Vísir/GettyAlfreð segir leikmennina vera einbeitta á að taka öll stig sem í boði eru í von um að færast upp um styrkleikaflokk þegar dregið verður í riðlana fyrir næsta sumar. „Það er gulrótin í þessu núna fyrir okkur að vinna riðilinn og að við förum í fótboltaleiki til þess að vinna þá. Undirbúningurinn fyrir EM hefst núna og við ætlum okkur að vinna fótboltaleiki þar rétt eins og við höfum verið að gera,“ sagði Alfreð sem vonaðist eftir því að fá tækifæri í leikjunum. „Maður reynir í hverri viku að sanna sig, bæði með félags- og landsliðinu að komast nær byrjunarliðinu og þetta verður kjörið tækifæri fyrir leikmenn að sýna sig og sanna.“Alfreð fagnar hér sigurmarkinu gegn Arsenal.Vísir/EPAFannst ég að einhverju leyti svikinn Alfreð varð á dögunum aðeins annar Íslendingurinn til að skora mark í Meistaradeild Evrópu þegar hann tryggði Olympiakos sigur á Arsenal með sigurmarkinu á Emirates vellinum. „Ég var brosandi allan daginn eftir þetta enda frábær tilfinning og mjög kærkomin eftir erfitt tímabil í fyrra. Það er mikil vinna að baki og maður kann vel að meta þessar stundir. Að taka þátt í svona leikjum var einmitt ein af ástæðunum afhverju ég valdi að fara til Olympiakos til þess að fá að spila í sterkustu deild heims og ég fékk fullkomna byrjun.“ Alfreð hefur þurft að sætta sig við bekkjarsetu undanfarnar vikur eftir að félagið gekk frá kaupunum á Brown Ideye frá West Bromwich Albion. „Auðvitað var ég ekki ánægður og mér fannst ég að einhverju leyti svikinn en það þýðir ekkert að væla yfir þessu í fótbolta. Það er samkeppni allstaðar og það eina sem ég get gert er að standa mig þegar ég fæ tækifæri og mér finnst ég hafa gert það hingað til.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hófu titilvörnina á naumum sigri Spánn - Sviss: Hvað gera heimakonur á móti ríkjandi heimsmeisturum? Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Sjá meira
„Stemmingin er eins og alltaf þegar við komum saman bara mjög góð. Við erum farnir að þekkjast mjög vel og þetta er orðið reglubundið en það er alltaf gaman að koma heim til Íslands eftir mánuð úti,“ sagði Alfreð Finnbogason, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu og Olympiakos, fyrir æfingu landsliðsins í dag. „Þetta er gjörólíkt öllu því sem við höfum verið áður í að vera komnir með sætið á EM þegar tveir leikir eru eftir en undirbúningurinn verður sá sami. Nú reynir á hversu miklir atvinnumenn við erum þegar við erum að gera okkur klára fyrir leikina.“Alfreð í landsleik gegn Belgíu á síðasta ári.Vísir/GettyAlfreð segir leikmennina vera einbeitta á að taka öll stig sem í boði eru í von um að færast upp um styrkleikaflokk þegar dregið verður í riðlana fyrir næsta sumar. „Það er gulrótin í þessu núna fyrir okkur að vinna riðilinn og að við förum í fótboltaleiki til þess að vinna þá. Undirbúningurinn fyrir EM hefst núna og við ætlum okkur að vinna fótboltaleiki þar rétt eins og við höfum verið að gera,“ sagði Alfreð sem vonaðist eftir því að fá tækifæri í leikjunum. „Maður reynir í hverri viku að sanna sig, bæði með félags- og landsliðinu að komast nær byrjunarliðinu og þetta verður kjörið tækifæri fyrir leikmenn að sýna sig og sanna.“Alfreð fagnar hér sigurmarkinu gegn Arsenal.Vísir/EPAFannst ég að einhverju leyti svikinn Alfreð varð á dögunum aðeins annar Íslendingurinn til að skora mark í Meistaradeild Evrópu þegar hann tryggði Olympiakos sigur á Arsenal með sigurmarkinu á Emirates vellinum. „Ég var brosandi allan daginn eftir þetta enda frábær tilfinning og mjög kærkomin eftir erfitt tímabil í fyrra. Það er mikil vinna að baki og maður kann vel að meta þessar stundir. Að taka þátt í svona leikjum var einmitt ein af ástæðunum afhverju ég valdi að fara til Olympiakos til þess að fá að spila í sterkustu deild heims og ég fékk fullkomna byrjun.“ Alfreð hefur þurft að sætta sig við bekkjarsetu undanfarnar vikur eftir að félagið gekk frá kaupunum á Brown Ideye frá West Bromwich Albion. „Auðvitað var ég ekki ánægður og mér fannst ég að einhverju leyti svikinn en það þýðir ekkert að væla yfir þessu í fótbolta. Það er samkeppni allstaðar og það eina sem ég get gert er að standa mig þegar ég fæ tækifæri og mér finnst ég hafa gert það hingað til.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hófu titilvörnina á naumum sigri Spánn - Sviss: Hvað gera heimakonur á móti ríkjandi heimsmeisturum? Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Sjá meira