Samtökin '78 kæra ákvörðun lögreglustjóra um að rannsaka ekki hatursummæli Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 7. október 2015 07:00 Björg Valgeirsdóttir lögmaður hjá DIKA lögmönnum og Samtökunum 78 með Hilmari Hildar Magnússyni þegar kæra var lögð fram í vor. Fréttablaðið/GVA Samtökin '78 kæra í dag til ríkissaksóknara ákvörðun lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins um að vísa frá kærum samtakanna frá 27. apríl í vor. Embætti lögreglustjórans þykir ekki grundvöllur fyrir rannsókn á meintum brotum. Samtökin '78 telja hins vegar fullvíst að ummælin séu refsiverð samkvæmt almennum hegningarlögum og hafa vísað í sambærilega dóma vegna hatursummæla hjá Mannréttindadómstól Evrópu og í Svíþjóð. Kærðu ummælin féllu öll á opinberum vettvangi.„Þeir einstaklingar sem hefur verið ákveðið að kæra hafa kynt undir orðræðu sem við teljum vega gróflega að rétti hinsegin fólks til friðhelgi einkalífs, fjölskyldu og fyllsta jafnréttis. Réttinda sem vernduð eru af stjórnarskrá lýðveldisins Íslands og þeim alþjóðlegu sáttmálum sem Ísland er aðili að, þar með talið mannréttindasáttmála Evrópu,“ sagði í yfirlýsingu Samtakanna '78 þegar kæran var lögð fram. Samtökin telja málsmeðferð lögreglustjóra óvandaða og að auki séu ummælin sannarlega refsiverð. „Þessa málsmeðferð verður að telja óvandaða með hliðsjón af þeim mannréttindum minnihlutahópa á borð við hinsegin fólk sem ákvæði 233. grein hegningarlaga er ætlað að vernda,“ segir Björg Valgeirsdóttir, lögmaður hjá DIKA lögmönnum sem fer með kærumálin fyrir hönd Samtakanna '78. Björg segist undirstrika að mikilvægara sé að dómstólar eigi síðasta orðið um það hvernig skuli fara með meint brot af þessum toga fremur en einn lögreglumaður.Dæmi um ummæli sem lögregla ætlar ekki að rannsaka: “Hvar væri þjóðin ef ekki væri fyrir þig ? Allir labbandi í G streng og japlandi á typpasleikjóum. Það þarf bara að gera þessa klámkalla að tunnumönnum á öfuguggatogara. Þessi yfirvöld eru á villigötum. Það tekur annar hver maður í dag trollið inn að aftan !“ „Við hlustendur útvarps Sögu kærum okkur ekki um neinar fjandans útskýringar Óskars Steins á þessari kynvillu. Þetta er ógeðslegt. Að innræta í börn hvernig kynvillingar eðla sig í rúminu. Óskar Steinn getur þess vegna setið heima hjá sér heldur en að troða sér inn á útvarp Sögu. Þvílíkt ógeð.“ „Samtökin 78 sem eru Hommar og Lesbíur og eru alltaf að færa sig upp á skaftið eins og sagt var í gamladaga. Eru þessi samtök ekki búin að ganga nógu langt þegar þau eru komin með þjóðkirkjuna í vasan - Stjórn Reykjavíkur upp á armin með hinsegingöngur sem taka fram 17 júni hátíðarhöld þjóðarinnar - merkingar á götum borgarinnar - sér fána um alla borg. -- Og á nú að fara að stíga sama spor og þýsku nazistarnir gerðu og kommarnir í Rússlandi að fara að heilaþvo börnin í landinu með kynlífsfræðslu samkynhneigðra. Fræðslu um það hvernig kynvillingar þessa lands og annara búa til börnin sem eiga að erfa land og þjóð. -- NEI - Nú er ég að minnsta kosti að fá nóg...“ „Hvaða fræðsluprógram ertu að tala um ??? Sjúkdóm þessa fólks ??? Kynórana ???? -- Þetta er þér svo mikið áhugamál að ég fer að halda að þú sért hommi og einna af þessu fólki.“1„Hlutlausa kynfræðslu á veita í skólum en ALDREI réttlæta ónáttúrulega kynhegðan fyrir saklausum börnum og kalla það sem er óeðlileg eðlilegt!!!“.1„Hommar eru yfirleitt prýðismenn, en yfirgangur rass- fasistanna í Samtökunum ´78 gengur út yfir allann þjófabálk.Mér finnst heilbrigðisyfirvöld vera allt of lin, eða kannski hrædd, við að bena á óþrifin og smithættuna sem fylgir þeirri blöndu af saur, sæði og blóði, sem óhjákvæmilega fylgir athöfnum homma, ekki aðeins eyðni, heldur líka coli- bakteríur og fleira góðgæti. Hringvöðvinn rifnar auk þess, þannig að margir hommar neyðast til að ganga með bleyju. Hvar eru heilbrigðisyfirvöld? Og af hverju er ekki blessuðum börnunum sagt frá þessu?.“ Hér að neðan má sjá yfirlýsingu Samtakanna ´78 vegna málsins í heild sinni:Samtökin ’78 gagnrýna harðlega þá ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 8. september 2015 um að vísa frá kærum samtakanna, sem lagðar voru fram hjá embættinu þann 27. apríl 2015. Ákvarðanirnar, sem allar eru stuttar og samhljóða, eru þess efnis að embættinu þyki ekki „grundvöllur til að hefja rannsókn á hinum meintu brotum“.Gagnrýni samtakanna byggist á að kærurnar varði ummæli sem látin voru falla á opinberum vettvangi og eiga það sameiginlegt að vera til þess fallin að hæðast að, smána eða jafnvel ógna hinsegin fólki sökum kynhneigðar þeirra eða kynvitundar. Samtökin ’78 telja fullvíst að ummælin séu refsinæm í því ljósi, enda falli þau öll með augljósum hætti undir orðalag 233. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940.Samtökin ’78 telja að málsmeðferð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sem felur í sér að kærunum er vísað frá án eiginlegrar rannsóknar, sé óvönduð. Með ákvörðun lögreglustjórans eru virt að vettugi mikilsverð mannréttindi, sem eiga tvímælalaust að njóta refsiverndar samkvæmt skýrum fyrirmælum 233. gr. a almennra hegningarlaga. Ákvörðun lögreglustjórans er því til þess fallin að útiloka ætlaða refsivernd lagaákvæðisins og um leið möguleikann á því að innlendir dómstólar fái að eiga síðasta orðið um heimfærslu hinna kærðu ummæla undir títtnefnt lagákvæði almennra hegningarlaga. Samtökin telja ótækt að lögreglustjóri beiti valdi sínu með þessum hætti.Í samráði við lögmann samtakanna, Björgu Valgeirsdóttur hdl., hafa Samtökin ’78 tekið þá ákvörðun að kæra umræddar ákvarðanir lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu til ríkissaksóknara. Verður með kærunum farið fram á að ákvarðanir lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu verði endurskoðaðar og að lagt verði fyrir embættið að taka málið til áframhaldandi meðferðar og þar með rannsóknar. Kærurnar verða afhentar ríkissaksóknara kl. 13, miðvikudaginn 7. október 2015, að húsnæði ríkissaksóknara við Hverfisgötu 6 í Reykjavík.Samtökin ’78 munu halda áfram áratuga baráttu sinni fyrir mannvirðingu hinsegin fólks hér á landi. Samtökin eru því reiðubúin að lýsa því yfir hér með að endurskoði ríkissaksóknari ekki ákvörðun lögreglustjórans með fyrrgreindum hætti, verði réttmæti þeirrar ákvörðunar borin undir mannréttindadómstól Evrópu. Hinsegin Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Samtökin '78 kæra í dag til ríkissaksóknara ákvörðun lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins um að vísa frá kærum samtakanna frá 27. apríl í vor. Embætti lögreglustjórans þykir ekki grundvöllur fyrir rannsókn á meintum brotum. Samtökin '78 telja hins vegar fullvíst að ummælin séu refsiverð samkvæmt almennum hegningarlögum og hafa vísað í sambærilega dóma vegna hatursummæla hjá Mannréttindadómstól Evrópu og í Svíþjóð. Kærðu ummælin féllu öll á opinberum vettvangi.„Þeir einstaklingar sem hefur verið ákveðið að kæra hafa kynt undir orðræðu sem við teljum vega gróflega að rétti hinsegin fólks til friðhelgi einkalífs, fjölskyldu og fyllsta jafnréttis. Réttinda sem vernduð eru af stjórnarskrá lýðveldisins Íslands og þeim alþjóðlegu sáttmálum sem Ísland er aðili að, þar með talið mannréttindasáttmála Evrópu,“ sagði í yfirlýsingu Samtakanna '78 þegar kæran var lögð fram. Samtökin telja málsmeðferð lögreglustjóra óvandaða og að auki séu ummælin sannarlega refsiverð. „Þessa málsmeðferð verður að telja óvandaða með hliðsjón af þeim mannréttindum minnihlutahópa á borð við hinsegin fólk sem ákvæði 233. grein hegningarlaga er ætlað að vernda,“ segir Björg Valgeirsdóttir, lögmaður hjá DIKA lögmönnum sem fer með kærumálin fyrir hönd Samtakanna '78. Björg segist undirstrika að mikilvægara sé að dómstólar eigi síðasta orðið um það hvernig skuli fara með meint brot af þessum toga fremur en einn lögreglumaður.Dæmi um ummæli sem lögregla ætlar ekki að rannsaka: “Hvar væri þjóðin ef ekki væri fyrir þig ? Allir labbandi í G streng og japlandi á typpasleikjóum. Það þarf bara að gera þessa klámkalla að tunnumönnum á öfuguggatogara. Þessi yfirvöld eru á villigötum. Það tekur annar hver maður í dag trollið inn að aftan !“ „Við hlustendur útvarps Sögu kærum okkur ekki um neinar fjandans útskýringar Óskars Steins á þessari kynvillu. Þetta er ógeðslegt. Að innræta í börn hvernig kynvillingar eðla sig í rúminu. Óskar Steinn getur þess vegna setið heima hjá sér heldur en að troða sér inn á útvarp Sögu. Þvílíkt ógeð.“ „Samtökin 78 sem eru Hommar og Lesbíur og eru alltaf að færa sig upp á skaftið eins og sagt var í gamladaga. Eru þessi samtök ekki búin að ganga nógu langt þegar þau eru komin með þjóðkirkjuna í vasan - Stjórn Reykjavíkur upp á armin með hinsegingöngur sem taka fram 17 júni hátíðarhöld þjóðarinnar - merkingar á götum borgarinnar - sér fána um alla borg. -- Og á nú að fara að stíga sama spor og þýsku nazistarnir gerðu og kommarnir í Rússlandi að fara að heilaþvo börnin í landinu með kynlífsfræðslu samkynhneigðra. Fræðslu um það hvernig kynvillingar þessa lands og annara búa til börnin sem eiga að erfa land og þjóð. -- NEI - Nú er ég að minnsta kosti að fá nóg...“ „Hvaða fræðsluprógram ertu að tala um ??? Sjúkdóm þessa fólks ??? Kynórana ???? -- Þetta er þér svo mikið áhugamál að ég fer að halda að þú sért hommi og einna af þessu fólki.“1„Hlutlausa kynfræðslu á veita í skólum en ALDREI réttlæta ónáttúrulega kynhegðan fyrir saklausum börnum og kalla það sem er óeðlileg eðlilegt!!!“.1„Hommar eru yfirleitt prýðismenn, en yfirgangur rass- fasistanna í Samtökunum ´78 gengur út yfir allann þjófabálk.Mér finnst heilbrigðisyfirvöld vera allt of lin, eða kannski hrædd, við að bena á óþrifin og smithættuna sem fylgir þeirri blöndu af saur, sæði og blóði, sem óhjákvæmilega fylgir athöfnum homma, ekki aðeins eyðni, heldur líka coli- bakteríur og fleira góðgæti. Hringvöðvinn rifnar auk þess, þannig að margir hommar neyðast til að ganga með bleyju. Hvar eru heilbrigðisyfirvöld? Og af hverju er ekki blessuðum börnunum sagt frá þessu?.“ Hér að neðan má sjá yfirlýsingu Samtakanna ´78 vegna málsins í heild sinni:Samtökin ’78 gagnrýna harðlega þá ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 8. september 2015 um að vísa frá kærum samtakanna, sem lagðar voru fram hjá embættinu þann 27. apríl 2015. Ákvarðanirnar, sem allar eru stuttar og samhljóða, eru þess efnis að embættinu þyki ekki „grundvöllur til að hefja rannsókn á hinum meintu brotum“.Gagnrýni samtakanna byggist á að kærurnar varði ummæli sem látin voru falla á opinberum vettvangi og eiga það sameiginlegt að vera til þess fallin að hæðast að, smána eða jafnvel ógna hinsegin fólki sökum kynhneigðar þeirra eða kynvitundar. Samtökin ’78 telja fullvíst að ummælin séu refsinæm í því ljósi, enda falli þau öll með augljósum hætti undir orðalag 233. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940.Samtökin ’78 telja að málsmeðferð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sem felur í sér að kærunum er vísað frá án eiginlegrar rannsóknar, sé óvönduð. Með ákvörðun lögreglustjórans eru virt að vettugi mikilsverð mannréttindi, sem eiga tvímælalaust að njóta refsiverndar samkvæmt skýrum fyrirmælum 233. gr. a almennra hegningarlaga. Ákvörðun lögreglustjórans er því til þess fallin að útiloka ætlaða refsivernd lagaákvæðisins og um leið möguleikann á því að innlendir dómstólar fái að eiga síðasta orðið um heimfærslu hinna kærðu ummæla undir títtnefnt lagákvæði almennra hegningarlaga. Samtökin telja ótækt að lögreglustjóri beiti valdi sínu með þessum hætti.Í samráði við lögmann samtakanna, Björgu Valgeirsdóttur hdl., hafa Samtökin ’78 tekið þá ákvörðun að kæra umræddar ákvarðanir lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu til ríkissaksóknara. Verður með kærunum farið fram á að ákvarðanir lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu verði endurskoðaðar og að lagt verði fyrir embættið að taka málið til áframhaldandi meðferðar og þar með rannsóknar. Kærurnar verða afhentar ríkissaksóknara kl. 13, miðvikudaginn 7. október 2015, að húsnæði ríkissaksóknara við Hverfisgötu 6 í Reykjavík.Samtökin ’78 munu halda áfram áratuga baráttu sinni fyrir mannvirðingu hinsegin fólks hér á landi. Samtökin eru því reiðubúin að lýsa því yfir hér með að endurskoði ríkissaksóknari ekki ákvörðun lögreglustjórans með fyrrgreindum hætti, verði réttmæti þeirrar ákvörðunar borin undir mannréttindadómstól Evrópu.
Hinsegin Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira