Allt bendir til að 1100 sjúkraliðar leggi niður störf sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 8. október 2015 12:45 „Staðan í okkar viðræðum er mjög alvarleg," segir framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands. mynd/sfr Allt stefnir í að ellefu hundruð sjúkraliðar leggi niður störf í næstu viku, að sögn Gunnars Arnar Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjúkraliðafélags Íslands. Hann er ósáttur við að félaginu sé ekki boðinn viðlíka samningur og þeim sem Starfsgreinasambandið undirritaði í gær. „Það virtist enginn áhugi vera fyrir að semja við okkur á síðasta fundi. En við getum ekki séð annað en að samningurinn við Starfsgreinasambandið sé nákvæmlega á þeim nótum sem við erum að fara fram á. Þannig að þetta er óskiljanlegt fyrir okkur. Ég verð bara að segja það,” segir Gunnar Örn.Kjaradeilan í algjörum hnút Hann segir kjaradeiluna í algjörum hnút og enga lausn í sjónmáli. „Staðan í okkar viðræðum er mjög alvarleg. Hún er eiginlega bara á núllpunkti. Við erum dottin aftur til baka í mars í vor þar sem það lá fyrir að við ættum að semja eins og almenni markaðurinn krefur okkur um, þannig að það stefnir bara allt í verkfall. Mig langar að bæta því við að ef fjármálaráðherra heldur að okkar fólk sé tilbúið til að semja um eitthvað annað en hann er búinn að semja við aðrar stéttir sem eru undir hans stjórn eða ábyrgð, þá kemur það aldrei til greina.” Þá segist Gunnar ósáttur við umræðuna um kjarasamninga opinberra starfsmanna. „Varðandi þessa umræðu um að allt fari til andskotans ef þeir opinberu starfsmenn sem eftir eru fái viðlíka kjarabætur og aðrir. Það situr enn í mínu minni þegar framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kom fram þegar krafan um 300 þúsund krónurnar kom, þá var sú sama ræða haldin að hér færi verðbólga af stað og gengið félli. En nú heldur hann því fram að það sé eina viðmiðið. Þannig að svona pantaðar niðurstöður frá einhverjum hagfræðingum sem halda því að allt fari til fjandans, við hlustum ekki á þær.”Þolinmæðin á þrotum Undanfarna mánuði hefur Sjúkraliðafélag íslands, Landssamband lögreglumanna og SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu átt í sameiginlegum kjaraviðræðum við ríkið. Kjarasamningar félaganna hafa verið lausir í síðan vor en deilu þeirra var vísað til ríkissáttasemjara í júní. Lögreglumenn segja þolinmæði þeirra á þrotum, og sendir hvert lögreglufélagið af öðru frá sér ályktanir þar sem það kemur fram. Lögreglufélag Suðurnesja sendi í gærkvöldi frá sér ályktun þar sem segir meðal annars að skilaboð samningamanna ríkisins á síðasta árangurslausa samningafundi séu ekkert annað en lítilsvirðing við þær stéttir sem ósamið er við. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið semja við ríkið Samningurinn er á svipuðum nótum og samið var um á almennum markaði í vor. 7. október 2015 20:09 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Allt stefnir í að ellefu hundruð sjúkraliðar leggi niður störf í næstu viku, að sögn Gunnars Arnar Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjúkraliðafélags Íslands. Hann er ósáttur við að félaginu sé ekki boðinn viðlíka samningur og þeim sem Starfsgreinasambandið undirritaði í gær. „Það virtist enginn áhugi vera fyrir að semja við okkur á síðasta fundi. En við getum ekki séð annað en að samningurinn við Starfsgreinasambandið sé nákvæmlega á þeim nótum sem við erum að fara fram á. Þannig að þetta er óskiljanlegt fyrir okkur. Ég verð bara að segja það,” segir Gunnar Örn.Kjaradeilan í algjörum hnút Hann segir kjaradeiluna í algjörum hnút og enga lausn í sjónmáli. „Staðan í okkar viðræðum er mjög alvarleg. Hún er eiginlega bara á núllpunkti. Við erum dottin aftur til baka í mars í vor þar sem það lá fyrir að við ættum að semja eins og almenni markaðurinn krefur okkur um, þannig að það stefnir bara allt í verkfall. Mig langar að bæta því við að ef fjármálaráðherra heldur að okkar fólk sé tilbúið til að semja um eitthvað annað en hann er búinn að semja við aðrar stéttir sem eru undir hans stjórn eða ábyrgð, þá kemur það aldrei til greina.” Þá segist Gunnar ósáttur við umræðuna um kjarasamninga opinberra starfsmanna. „Varðandi þessa umræðu um að allt fari til andskotans ef þeir opinberu starfsmenn sem eftir eru fái viðlíka kjarabætur og aðrir. Það situr enn í mínu minni þegar framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kom fram þegar krafan um 300 þúsund krónurnar kom, þá var sú sama ræða haldin að hér færi verðbólga af stað og gengið félli. En nú heldur hann því fram að það sé eina viðmiðið. Þannig að svona pantaðar niðurstöður frá einhverjum hagfræðingum sem halda því að allt fari til fjandans, við hlustum ekki á þær.”Þolinmæðin á þrotum Undanfarna mánuði hefur Sjúkraliðafélag íslands, Landssamband lögreglumanna og SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu átt í sameiginlegum kjaraviðræðum við ríkið. Kjarasamningar félaganna hafa verið lausir í síðan vor en deilu þeirra var vísað til ríkissáttasemjara í júní. Lögreglumenn segja þolinmæði þeirra á þrotum, og sendir hvert lögreglufélagið af öðru frá sér ályktanir þar sem það kemur fram. Lögreglufélag Suðurnesja sendi í gærkvöldi frá sér ályktun þar sem segir meðal annars að skilaboð samningamanna ríkisins á síðasta árangurslausa samningafundi séu ekkert annað en lítilsvirðing við þær stéttir sem ósamið er við.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið semja við ríkið Samningurinn er á svipuðum nótum og samið var um á almennum markaði í vor. 7. október 2015 20:09 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið semja við ríkið Samningurinn er á svipuðum nótum og samið var um á almennum markaði í vor. 7. október 2015 20:09