Birkir: Ekki saknað Ítalíu mikið undanfarið Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. október 2015 14:00 Birkir Bjarnason á fast sæti í byrjunarliði Íslands. vísir/vilhelm Birkir Bjarnason spilar væntanlega sinn 41. landsleik á laugardaginn þegar Ísland tekur á móti Lettlandi í næst síðasta leik liðsins í undankeppni EM 2016. Birkir hefur byrjað hvern einasta leik í undankeppninni og á stóran þátt í því að Ísland er á leið í lokakeppni stórmóts í fyrsta sinn. „Það er svolítið spes að vera mættur í landsleik þegar við erum nú þegar komnir áfram,“ sagði Birkir stóískur að vanda þegar Vísir ræddi við hann fyrir æfingu landsliðsins í morgun. „Við erum búnir að vera að spila mjög vel og eigum það skilið að vera búnir að tryggja okkur þannig það er bara gaman.“Birkir fiskaði víti gegn Hollandi heima og úti.vísir/valliMeð sterkara lið en Lettland Ísland hefur þó að miklu að keppa í næstu leikjum gegn Lettlandi og Tyrklandi því væntanlega dugar ekkert minna en sigur í báðum leikjum til að klífa FIFA-listann og vera í 3. styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðlakeppni EM. „Það fer ekkert framhjá neinum að við erum að hugsa um það. Það skiptir máli að vera ofarlega á FIFA-listanum og við förum í alla leiki til að vinna þó við séum komnir áfram. Við viljum vinna þennan riðil,“ sagði Birkir, en Ísland vann Lettland og Tyrkland, 3-0, í fyrri umferðinni. „Við eigum að vera með sterkara lið en Lettar enda höfum við verið að spila vel. Þó ég vilji ekki horfa of langt fram veginn þá verður Tyrkjaleikurinn erfiður á útivelli. Við förum samt í hann með það í huga að vinna, sérstaklega eftir að vinna Holland á útivelli,“ sagði Birkir.Birkir fagnar marki með Basel.vísir/gettySería A sterkari Þessi 27 ára gamli miðjumaður yfirgaf Ítalíu eftir nokkur ár þar í landi og gekk í raðir svissnesku meistaranna í Basel. Birkir fer vel af stað með Basel og er búinn að skora í fyrstu tveimur leikjum liðsins í Evrópudeildinni. „Mér líður mjög vel og er mjög ánægður. Þó við komumst ekki í Meistaradeildina erum við búnir að byrja vel í Evrópudeildinni og vinna tvo fyrstu leikina þar,“ sagði Birkir. „Þetta er stórt félag sem er búið að vera í Meistaradeildinni undanfarin sex ár og vinna deildina líka sex ár í röð.“ „Það er allt mjög flott þarna; æfingasvæðið og strúktúrinn. Ég vissi ekki mikið um deildina og hélt að hún væri ekki jafn sterk og raun ber vitni. Hún er ekki eins sterk og Sería A en samt sem áður bara fín deild,“ sagði Birkir. Birkir naut lífsins á Ítalíu og hafði hugsað sér að vera áfram þar í landi, en hann spilaði með Pescara á síðustu leiktíð. Góð byrjun með Basel hefur þó slegið á söknuðinn. „Mér leið mjög vel á Ítalíu og vildi helst halda áfram þar, en eins og þetta er búið að byrja í Sviss hef ég ekki saknað Ítalíu mikið,“ sagði Birkir Bjarnason. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Jón Daði æfði ekki í dag vegna meiðsla Jón Daði Böðvarsson, framherji íslenska karlalandsliðsins, er að glíma við meiðsli og það er því ekki öruggt að hann geti spilað með íslenska landsliðinu á móti Lettum á laugardaginn. 8. október 2015 11:35 Aron Einar: Komst á EM með Íslandi og spilaði svo með U21 árs liði Cardiff Fyrirliði karlalandsliðsins í fótbolta nýtur lífsins í botn með íslenska landsliðinu en hann fær sama og ekkert að spila með félagsliði sínu. 7. október 2015 12:18 Gylfi Þór: Ekki hægt að setjast á rassinn og hætta að vinna fyrir liðið Miðjumaðurinn hefur ekki farið jafn vel af stað með Swansea og í fyrra en er alltaf í byrjunarliðinu hjá Garry Monk. 7. október 2015 12:00 Sjö þjóðir geta elt Ísland inn á EM í Frakklandi í kvöld Undankeppni EM í fótbolta 2016 fer aftur af stað í kvöld og það er mikið undir hjá nokkrum þjóðum í leikjum dagsins. Þýskaland, Pólland, Norður-Írland, Rúmenía, Portúgal, Danmörk og Albanía geta nefnilega öll tryggt sér sæti á EM í Frakklandi með hagstæðum úrslitum í kvöld. 8. október 2015 11:30 „Augað“ vekur lukku í Svíþjóð Ögmundur Kristinsson er kominn með sérstakt viðurnefni í Svíþjóð þar sem hann hefur haldið hreinu í þremur leikjum í röð. 7. október 2015 22:45 Eiður: Ræði ekki nýjan samning fyrr en eftir tímabilið í Kína Segir að það gæti hentað undirbúningi sínum fyrir EM næsta sumar vel að spila áfram í Kína. 8. október 2015 11:59 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánn - Sviss: Hvað gera heimakonur á móti ríkjandi heimsmeisturum? Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Sjá meira
Birkir Bjarnason spilar væntanlega sinn 41. landsleik á laugardaginn þegar Ísland tekur á móti Lettlandi í næst síðasta leik liðsins í undankeppni EM 2016. Birkir hefur byrjað hvern einasta leik í undankeppninni og á stóran þátt í því að Ísland er á leið í lokakeppni stórmóts í fyrsta sinn. „Það er svolítið spes að vera mættur í landsleik þegar við erum nú þegar komnir áfram,“ sagði Birkir stóískur að vanda þegar Vísir ræddi við hann fyrir æfingu landsliðsins í morgun. „Við erum búnir að vera að spila mjög vel og eigum það skilið að vera búnir að tryggja okkur þannig það er bara gaman.“Birkir fiskaði víti gegn Hollandi heima og úti.vísir/valliMeð sterkara lið en Lettland Ísland hefur þó að miklu að keppa í næstu leikjum gegn Lettlandi og Tyrklandi því væntanlega dugar ekkert minna en sigur í báðum leikjum til að klífa FIFA-listann og vera í 3. styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðlakeppni EM. „Það fer ekkert framhjá neinum að við erum að hugsa um það. Það skiptir máli að vera ofarlega á FIFA-listanum og við förum í alla leiki til að vinna þó við séum komnir áfram. Við viljum vinna þennan riðil,“ sagði Birkir, en Ísland vann Lettland og Tyrkland, 3-0, í fyrri umferðinni. „Við eigum að vera með sterkara lið en Lettar enda höfum við verið að spila vel. Þó ég vilji ekki horfa of langt fram veginn þá verður Tyrkjaleikurinn erfiður á útivelli. Við förum samt í hann með það í huga að vinna, sérstaklega eftir að vinna Holland á útivelli,“ sagði Birkir.Birkir fagnar marki með Basel.vísir/gettySería A sterkari Þessi 27 ára gamli miðjumaður yfirgaf Ítalíu eftir nokkur ár þar í landi og gekk í raðir svissnesku meistaranna í Basel. Birkir fer vel af stað með Basel og er búinn að skora í fyrstu tveimur leikjum liðsins í Evrópudeildinni. „Mér líður mjög vel og er mjög ánægður. Þó við komumst ekki í Meistaradeildina erum við búnir að byrja vel í Evrópudeildinni og vinna tvo fyrstu leikina þar,“ sagði Birkir. „Þetta er stórt félag sem er búið að vera í Meistaradeildinni undanfarin sex ár og vinna deildina líka sex ár í röð.“ „Það er allt mjög flott þarna; æfingasvæðið og strúktúrinn. Ég vissi ekki mikið um deildina og hélt að hún væri ekki jafn sterk og raun ber vitni. Hún er ekki eins sterk og Sería A en samt sem áður bara fín deild,“ sagði Birkir. Birkir naut lífsins á Ítalíu og hafði hugsað sér að vera áfram þar í landi, en hann spilaði með Pescara á síðustu leiktíð. Góð byrjun með Basel hefur þó slegið á söknuðinn. „Mér leið mjög vel á Ítalíu og vildi helst halda áfram þar, en eins og þetta er búið að byrja í Sviss hef ég ekki saknað Ítalíu mikið,“ sagði Birkir Bjarnason.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Jón Daði æfði ekki í dag vegna meiðsla Jón Daði Böðvarsson, framherji íslenska karlalandsliðsins, er að glíma við meiðsli og það er því ekki öruggt að hann geti spilað með íslenska landsliðinu á móti Lettum á laugardaginn. 8. október 2015 11:35 Aron Einar: Komst á EM með Íslandi og spilaði svo með U21 árs liði Cardiff Fyrirliði karlalandsliðsins í fótbolta nýtur lífsins í botn með íslenska landsliðinu en hann fær sama og ekkert að spila með félagsliði sínu. 7. október 2015 12:18 Gylfi Þór: Ekki hægt að setjast á rassinn og hætta að vinna fyrir liðið Miðjumaðurinn hefur ekki farið jafn vel af stað með Swansea og í fyrra en er alltaf í byrjunarliðinu hjá Garry Monk. 7. október 2015 12:00 Sjö þjóðir geta elt Ísland inn á EM í Frakklandi í kvöld Undankeppni EM í fótbolta 2016 fer aftur af stað í kvöld og það er mikið undir hjá nokkrum þjóðum í leikjum dagsins. Þýskaland, Pólland, Norður-Írland, Rúmenía, Portúgal, Danmörk og Albanía geta nefnilega öll tryggt sér sæti á EM í Frakklandi með hagstæðum úrslitum í kvöld. 8. október 2015 11:30 „Augað“ vekur lukku í Svíþjóð Ögmundur Kristinsson er kominn með sérstakt viðurnefni í Svíþjóð þar sem hann hefur haldið hreinu í þremur leikjum í röð. 7. október 2015 22:45 Eiður: Ræði ekki nýjan samning fyrr en eftir tímabilið í Kína Segir að það gæti hentað undirbúningi sínum fyrir EM næsta sumar vel að spila áfram í Kína. 8. október 2015 11:59 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánn - Sviss: Hvað gera heimakonur á móti ríkjandi heimsmeisturum? Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Sjá meira
Jón Daði æfði ekki í dag vegna meiðsla Jón Daði Böðvarsson, framherji íslenska karlalandsliðsins, er að glíma við meiðsli og það er því ekki öruggt að hann geti spilað með íslenska landsliðinu á móti Lettum á laugardaginn. 8. október 2015 11:35
Aron Einar: Komst á EM með Íslandi og spilaði svo með U21 árs liði Cardiff Fyrirliði karlalandsliðsins í fótbolta nýtur lífsins í botn með íslenska landsliðinu en hann fær sama og ekkert að spila með félagsliði sínu. 7. október 2015 12:18
Gylfi Þór: Ekki hægt að setjast á rassinn og hætta að vinna fyrir liðið Miðjumaðurinn hefur ekki farið jafn vel af stað með Swansea og í fyrra en er alltaf í byrjunarliðinu hjá Garry Monk. 7. október 2015 12:00
Sjö þjóðir geta elt Ísland inn á EM í Frakklandi í kvöld Undankeppni EM í fótbolta 2016 fer aftur af stað í kvöld og það er mikið undir hjá nokkrum þjóðum í leikjum dagsins. Þýskaland, Pólland, Norður-Írland, Rúmenía, Portúgal, Danmörk og Albanía geta nefnilega öll tryggt sér sæti á EM í Frakklandi með hagstæðum úrslitum í kvöld. 8. október 2015 11:30
„Augað“ vekur lukku í Svíþjóð Ögmundur Kristinsson er kominn með sérstakt viðurnefni í Svíþjóð þar sem hann hefur haldið hreinu í þremur leikjum í röð. 7. október 2015 22:45
Eiður: Ræði ekki nýjan samning fyrr en eftir tímabilið í Kína Segir að það gæti hentað undirbúningi sínum fyrir EM næsta sumar vel að spila áfram í Kína. 8. október 2015 11:59