Jóhann Berg: Sé ekki eftir að hafa samið við Charlton Eiríkur Stefan Ásgeirsson skrifar 8. október 2015 15:15 Vísir/Getty Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson segir að það mikilvægasta sem hann getur gert nú er að vera í liði þar sem hann nýtur trausts og fær að spila mikið. Það fái hann hjá liði sínu, Charlton, í ensku B-deildinni. Charlton liggur í sautjánda sæti ensku B-deildarinnar með tíu stig að loknum tíu umferðum. Það er ekki samkvæmt þeim væntingum sem gerðar voru til liðsins en það hefur ekki unnið deildarleik síðan í lok ágúst. Jóhann Berg, sem skrifaði undir nýjan samning við félagið í lok sumars, segir að sér líði vel í Charlton þó svo að gengi liðsins innan vallarins mætti vissulega vera betra.Spilað vel en of fá mörk „Við höfum þrátt fyrir allt spilað nokkuð vel. Við höfum hins vegar ekki skorað nógu mikið og í þessari deild er manni refsað fyrir það,“ sagði Jóhann Berg við Vísi fyrir æfingu íslenska landsliðsins í dag en strákarnir eru að undirbúa sig fyrir síðustu tvo leiki sína í undankeppni EM 2016. „Við þurfum að rífa okkur upp. Við erum með flottan leikmannahóp hjá Charlton en það er ekki alltaf nóg.“Vísir/GettyÞað eru þó aðeins átta stig upp í sjötta sæti deildarinnar en Charlton stefnir að því að vera með í baráttunni um að komast í umspilskeppnina í lok tímabilsins. „Í þessari deild, sem er alltaf mjög óútreiknanleg, geta hlutirnir verið mjög fljótir að breytast ef manni tekst að vinna nokkra leiki í röð. Það er það sem við þurfum að gera.“ Jóhann Berg segist hafa tekið sér tíma til að ákveða næsta skref á sínum ferli áður en hann skrifaði undir en hann ákvað að lokum að vera um kyrrt eftir frábært tímabil á síðustu leiktíð.EM skiptir höfuðmáli „Ég er að spila alla leiki og þá á miklu meiri möguleika á að spila með landsliðinu. Það skiptir miklu máli upp á mína þátttöku á EM að gera að eiga tímabil þar sem ég fæ að spila eins mikið og kostur er og vera í góðu formi.“ Hann sér ekki eftir því að hafa valið Charlton. „Þó ég segi sjálfur frá þá er ég mjög sáttur við mína frammistöðu á vellinum. Það er smá sárabót en auðvitað óskar maður þess að liðinu gangi betur. Vonandi tekst okkur að koma sterkir til baka eftir landsleikjafríið.“Vísir/ValliJóhann Berg verður væntanlega í lykilhlutverki í sóknarleik íslenska liðsins gegn Lettum á laugardag en strákunum tókst ekki að skora gegn Kasakstan og þurftu að bíða í 65 mínútur í útileiknum gegn Lettlandi. „Gegn Kasökum vissum við að jafnteflið væri nóg og þó svo að við ætluðum að vinna leikinn þá kom kannski í ljós að menn voru þreyttir eftir gríðarlega erfiðan leik gegn Hollandi, þar sem allir hlupu mjög mikið og lögðu allt í sölurnar.“ „Hausinn fór því kannski ósjálfrátt að spila inn á að halda bara núllinu og gerðum við það. Við gerðum það eina sem skipti máli í stöðunni - að komast inn á Evrópumótið og nú ættum við að geta notið þess að spila þessa tvo leiki sem eftir eru í undankeppninni.“ „Við höfum skorað nóg af mörkum í riðlinum og það hefur aldrei verið vandamál hjá okkur.“ Hann reiknar með því að Lettar muni sitja mjög aftarlega í leiknum á laugardag og að það verði mikilvægt að leikmenn verði duglegir að hreyfa sig án bolta. „Þá verðurðu að koma með hlaup á bak við þá til að opna leikinn fyrir aðra leikmenn, þó svo að þú sjálfur fáir ekki endilega boltann. Við þurfum að ógna þeim frá öllum stöðum.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson segir að það mikilvægasta sem hann getur gert nú er að vera í liði þar sem hann nýtur trausts og fær að spila mikið. Það fái hann hjá liði sínu, Charlton, í ensku B-deildinni. Charlton liggur í sautjánda sæti ensku B-deildarinnar með tíu stig að loknum tíu umferðum. Það er ekki samkvæmt þeim væntingum sem gerðar voru til liðsins en það hefur ekki unnið deildarleik síðan í lok ágúst. Jóhann Berg, sem skrifaði undir nýjan samning við félagið í lok sumars, segir að sér líði vel í Charlton þó svo að gengi liðsins innan vallarins mætti vissulega vera betra.Spilað vel en of fá mörk „Við höfum þrátt fyrir allt spilað nokkuð vel. Við höfum hins vegar ekki skorað nógu mikið og í þessari deild er manni refsað fyrir það,“ sagði Jóhann Berg við Vísi fyrir æfingu íslenska landsliðsins í dag en strákarnir eru að undirbúa sig fyrir síðustu tvo leiki sína í undankeppni EM 2016. „Við þurfum að rífa okkur upp. Við erum með flottan leikmannahóp hjá Charlton en það er ekki alltaf nóg.“Vísir/GettyÞað eru þó aðeins átta stig upp í sjötta sæti deildarinnar en Charlton stefnir að því að vera með í baráttunni um að komast í umspilskeppnina í lok tímabilsins. „Í þessari deild, sem er alltaf mjög óútreiknanleg, geta hlutirnir verið mjög fljótir að breytast ef manni tekst að vinna nokkra leiki í röð. Það er það sem við þurfum að gera.“ Jóhann Berg segist hafa tekið sér tíma til að ákveða næsta skref á sínum ferli áður en hann skrifaði undir en hann ákvað að lokum að vera um kyrrt eftir frábært tímabil á síðustu leiktíð.EM skiptir höfuðmáli „Ég er að spila alla leiki og þá á miklu meiri möguleika á að spila með landsliðinu. Það skiptir miklu máli upp á mína þátttöku á EM að gera að eiga tímabil þar sem ég fæ að spila eins mikið og kostur er og vera í góðu formi.“ Hann sér ekki eftir því að hafa valið Charlton. „Þó ég segi sjálfur frá þá er ég mjög sáttur við mína frammistöðu á vellinum. Það er smá sárabót en auðvitað óskar maður þess að liðinu gangi betur. Vonandi tekst okkur að koma sterkir til baka eftir landsleikjafríið.“Vísir/ValliJóhann Berg verður væntanlega í lykilhlutverki í sóknarleik íslenska liðsins gegn Lettum á laugardag en strákunum tókst ekki að skora gegn Kasakstan og þurftu að bíða í 65 mínútur í útileiknum gegn Lettlandi. „Gegn Kasökum vissum við að jafnteflið væri nóg og þó svo að við ætluðum að vinna leikinn þá kom kannski í ljós að menn voru þreyttir eftir gríðarlega erfiðan leik gegn Hollandi, þar sem allir hlupu mjög mikið og lögðu allt í sölurnar.“ „Hausinn fór því kannski ósjálfrátt að spila inn á að halda bara núllinu og gerðum við það. Við gerðum það eina sem skipti máli í stöðunni - að komast inn á Evrópumótið og nú ættum við að geta notið þess að spila þessa tvo leiki sem eftir eru í undankeppninni.“ „Við höfum skorað nóg af mörkum í riðlinum og það hefur aldrei verið vandamál hjá okkur.“ Hann reiknar með því að Lettar muni sitja mjög aftarlega í leiknum á laugardag og að það verði mikilvægt að leikmenn verði duglegir að hreyfa sig án bolta. „Þá verðurðu að koma með hlaup á bak við þá til að opna leikinn fyrir aðra leikmenn, þó svo að þú sjálfur fáir ekki endilega boltann. Við þurfum að ógna þeim frá öllum stöðum.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Sjá meira