Fótbolti

Lewandowski vantar eitt mark í markamet Healy

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Pólverjanum Robert Lewandowski vantar aðeins eitt mark til viðbótar til að jafna markamet Norður-Írans David Healy í undankeppni EM.

Healy skoraði þrettán mörk í undankeppni EM 2008 en Lewandowski er kominn með tólf mörk eftir að hann skoraði bæði mörk Póllands í 2-2 jafntefli gegn Skotlandi í gær.

Lewandowski, sem leikur með Bayern München í Þýskalandi, hefur verið magnaður að undanförnu og er nú kominn með fjórtán mörk í síðustu fimm leikjum sínum með félagsliði sínu og landsliði.

Hann er langmarkahæsti leikmaður núvernadi undankeppni en næstur kemur Þjóðverjinn Thomas Müller með átta mörk.

Pólland mætir Írlandi í Varsjá á sunnudag og fær þá Lewandowski tækifæri til að jafna metið og bæta það.

Flest mörk í undankeppni EM:

13

David Healy, Norður-Írlandi (2008)

12

Robert Lewandowski, Póllandi (2016)

Klaas-Jan Huntelaar, Hollandi (2012)

Davor Šuker, Króatíu (1996)

11

Raúl González, Spáni (2000)

Toni Polster, Austurríki (1996)

Ole Madsen, Danmörku (1964)

10

Eduardo, Króatíu (2008)

Hristo Stoichkov, Búlgaríu (1996)

Darko Pancev, Makedóníu (1992)


Tengdar fréttir

Lewandowski með tíu mörk á einni viku

Það er óhætt að halda því fram að pólski framherjinn Robert Lewandowski hafi verið funheitur í leikjum þýsku meistaranna í Bayern München á síðustu sjö dögum.

Lewandowski með fimm mörk á níu mínútum | Jafnaði met Atla

Pólski framherjinn Robert Lewandowski afgreiddi Wolfsburg á ótrúlegum níu mínútna kafla í leik liðanna í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Bayern München vann leikinn 5-1 eftir ótrúlegan seinni hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×