Þegar Jürgen Klopp kom til Íslands og vann sögulegan sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2015 12:30 Jürgen Klopp fagnar hér sigri á Laugardalsvelli með leikmönnum sínum. Vísir/EPA Jürgen Klopp tók í dag við knattspyrnustjórastöðu Liverpool en hann tók eitt af mörgum stórum skrefum á flottum þjálfaraferli sínum á Íslandi. Jürgen Klopp vann nefnilega sögulegan sigur á Laugardalsvellinum haustið 2005 þegar Keflavík tók á móti þýska liðinu 1. FSV Mainz 05 í 2. umferð forkeppni UEFA-bikarsins.Sjá einnig:„Við með boga og örvar en Bayern með sprengjuvörpu“ | Tólf bestu ummæli Klopp Mainz vann leikinn 2-0 og fylgdi þar með eftir 2-0 sigri á heimavelli sínum tveimur vikum fyrr. Þetta var bæði fyrsti útisigur Klopp í Evrópukeppni sem og fyrsti útisigur Mainz í Evrópukeppni. Mainz hafði slegið út armenska félagið Mika Ashtarak í fyrstu umferð forkeppninnar en þá gerði liðið markalaust jafntefli í Armeníu. Jürgen Klopp var þarna á sínu fimmta tímabili með Mainz-liðið en hann hafði áður spilað með félaginu í tólf ár. Undir stjórn Klopp komst Mainz í fyrsta sinn upp í Bundesliguna og í fyrsta sinn í Evrópukeppni. Mainz datt út fyrir spænska liðinu Sevilla í næstu umferð eftir að liðið sló út Keflvíkinga en Sevilla-menn fóru síðan alla leið í úrslit keppninnar. Michael Thurk kom Mainz í 1-0 á 26. mínútu í leiknum á Laugardalsvellinum og varamaðurinn Tom Geissler innsiglaði síðan sigurinn fimm mínútum fyrir leikslok.Sjá einnig:Þetta er ástríðan sem stuðningsmenn Liverpool eiga von á frá Klopp | Myndband „Það var leiðinlegt að tapa svona. Það er ekki hægt að sætta sig við það að ná ekki skoti á markið allan leikinn. Mainz er sterkt lið en mér fannst mörkin sem liðið skoraði ódýr,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í samtali við Magnús Halldórsson, blaðamann Fréttablaðsins. Guðmundur Steinarsson var fyrirliði Keflavíkurliðsins í leiknum og með liðinu spiluðu leikmenn eins og Baldur Sigurðsson, Hólmar Örn Rúnarsson, Jónas Guðni Sævarsson, Hörður Sveinsson, Guðjón Árni Antoníusson og Guðmundur Viðar Mete. Bæði Mainz og Keflavík máttu ekki spila á sínum heimavöllum. Keflavík spilaði eins og áður sagði á Laugardalsvellinum og Mainz spilaði á Waldstadion í Frankfurt. Jürgen Klopp stýrði Mainz til ársins 2008 þegar hann tók við liði Borussia Dortmund. Hann hætti síðan með Dortmund síðasta vor og skrifaði í gær undir þriggja ára samning um að þjálfa Liverpool. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá því þegar Jürgen Klopp stýrði Mainz til sigurs í leikjum við Keflavík.Vísir/EPAKlopp fagnaði sigri með leikmönnum sínum eftir fyrri leikinn.Vísir/GettyBaldur Sigurðsson í leiknum úti.Vísir/GettyChristof Babatz skorar fyrir Mainz úr víti framhjá Ómari Jóhannssyni.Vísir/GettyKlopp eftir sigurinn í fyrri leiknum.Vísir/GettyÚr fyrri leiknum.Vísir/GettyBenjamin Auer kemur Mainz í 1-0 í fyrri leiknum.Vísir/Getty Enski boltinn Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Þetta er ástríðan sem stuðningsmenn Liverpool eiga von á frá Klopp | Myndband Fáir þjálfarar í heiminum eru jafn litríkir á hliðarlínunni og sýna jafn mikla ástríðu og Jürgen Klopp. 9. október 2015 10:15 „Við með boga og örvar en Bayern með sprengjuvörpu“ | Tólf bestu ummæli Klopp „Sá venjulegi“ hefur áður heillað á blaðamannafundum og í viðtölum með frábærum setningum. 9. október 2015 10:45 Klopp sló í gegn á blaðamannafundi | Ég er sá venjulegi Eins og búast mátti við var fyrsti blaðamannafundur Jürgen Klopp hjá Liverpool líflegur og skemmtilegur. 9. október 2015 09:42 Dortmund bætti sig fyrstu fjögur tímabilin undir stjórn Klopp Jürgen Klopp er nýr knattspyrnustjóri Liverpool en þessi fyrrum þjálfari Borussia Dortmund er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið. 9. október 2015 14:30 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Fleiri fréttir Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira
Jürgen Klopp tók í dag við knattspyrnustjórastöðu Liverpool en hann tók eitt af mörgum stórum skrefum á flottum þjálfaraferli sínum á Íslandi. Jürgen Klopp vann nefnilega sögulegan sigur á Laugardalsvellinum haustið 2005 þegar Keflavík tók á móti þýska liðinu 1. FSV Mainz 05 í 2. umferð forkeppni UEFA-bikarsins.Sjá einnig:„Við með boga og örvar en Bayern með sprengjuvörpu“ | Tólf bestu ummæli Klopp Mainz vann leikinn 2-0 og fylgdi þar með eftir 2-0 sigri á heimavelli sínum tveimur vikum fyrr. Þetta var bæði fyrsti útisigur Klopp í Evrópukeppni sem og fyrsti útisigur Mainz í Evrópukeppni. Mainz hafði slegið út armenska félagið Mika Ashtarak í fyrstu umferð forkeppninnar en þá gerði liðið markalaust jafntefli í Armeníu. Jürgen Klopp var þarna á sínu fimmta tímabili með Mainz-liðið en hann hafði áður spilað með félaginu í tólf ár. Undir stjórn Klopp komst Mainz í fyrsta sinn upp í Bundesliguna og í fyrsta sinn í Evrópukeppni. Mainz datt út fyrir spænska liðinu Sevilla í næstu umferð eftir að liðið sló út Keflvíkinga en Sevilla-menn fóru síðan alla leið í úrslit keppninnar. Michael Thurk kom Mainz í 1-0 á 26. mínútu í leiknum á Laugardalsvellinum og varamaðurinn Tom Geissler innsiglaði síðan sigurinn fimm mínútum fyrir leikslok.Sjá einnig:Þetta er ástríðan sem stuðningsmenn Liverpool eiga von á frá Klopp | Myndband „Það var leiðinlegt að tapa svona. Það er ekki hægt að sætta sig við það að ná ekki skoti á markið allan leikinn. Mainz er sterkt lið en mér fannst mörkin sem liðið skoraði ódýr,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í samtali við Magnús Halldórsson, blaðamann Fréttablaðsins. Guðmundur Steinarsson var fyrirliði Keflavíkurliðsins í leiknum og með liðinu spiluðu leikmenn eins og Baldur Sigurðsson, Hólmar Örn Rúnarsson, Jónas Guðni Sævarsson, Hörður Sveinsson, Guðjón Árni Antoníusson og Guðmundur Viðar Mete. Bæði Mainz og Keflavík máttu ekki spila á sínum heimavöllum. Keflavík spilaði eins og áður sagði á Laugardalsvellinum og Mainz spilaði á Waldstadion í Frankfurt. Jürgen Klopp stýrði Mainz til ársins 2008 þegar hann tók við liði Borussia Dortmund. Hann hætti síðan með Dortmund síðasta vor og skrifaði í gær undir þriggja ára samning um að þjálfa Liverpool. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá því þegar Jürgen Klopp stýrði Mainz til sigurs í leikjum við Keflavík.Vísir/EPAKlopp fagnaði sigri með leikmönnum sínum eftir fyrri leikinn.Vísir/GettyBaldur Sigurðsson í leiknum úti.Vísir/GettyChristof Babatz skorar fyrir Mainz úr víti framhjá Ómari Jóhannssyni.Vísir/GettyKlopp eftir sigurinn í fyrri leiknum.Vísir/GettyÚr fyrri leiknum.Vísir/GettyBenjamin Auer kemur Mainz í 1-0 í fyrri leiknum.Vísir/Getty
Enski boltinn Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Þetta er ástríðan sem stuðningsmenn Liverpool eiga von á frá Klopp | Myndband Fáir þjálfarar í heiminum eru jafn litríkir á hliðarlínunni og sýna jafn mikla ástríðu og Jürgen Klopp. 9. október 2015 10:15 „Við með boga og örvar en Bayern með sprengjuvörpu“ | Tólf bestu ummæli Klopp „Sá venjulegi“ hefur áður heillað á blaðamannafundum og í viðtölum með frábærum setningum. 9. október 2015 10:45 Klopp sló í gegn á blaðamannafundi | Ég er sá venjulegi Eins og búast mátti við var fyrsti blaðamannafundur Jürgen Klopp hjá Liverpool líflegur og skemmtilegur. 9. október 2015 09:42 Dortmund bætti sig fyrstu fjögur tímabilin undir stjórn Klopp Jürgen Klopp er nýr knattspyrnustjóri Liverpool en þessi fyrrum þjálfari Borussia Dortmund er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið. 9. október 2015 14:30 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Fleiri fréttir Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira
Þetta er ástríðan sem stuðningsmenn Liverpool eiga von á frá Klopp | Myndband Fáir þjálfarar í heiminum eru jafn litríkir á hliðarlínunni og sýna jafn mikla ástríðu og Jürgen Klopp. 9. október 2015 10:15
„Við með boga og örvar en Bayern með sprengjuvörpu“ | Tólf bestu ummæli Klopp „Sá venjulegi“ hefur áður heillað á blaðamannafundum og í viðtölum með frábærum setningum. 9. október 2015 10:45
Klopp sló í gegn á blaðamannafundi | Ég er sá venjulegi Eins og búast mátti við var fyrsti blaðamannafundur Jürgen Klopp hjá Liverpool líflegur og skemmtilegur. 9. október 2015 09:42
Dortmund bætti sig fyrstu fjögur tímabilin undir stjórn Klopp Jürgen Klopp er nýr knattspyrnustjóri Liverpool en þessi fyrrum þjálfari Borussia Dortmund er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið. 9. október 2015 14:30