Viðskipti erlent

Apple bíll væntanlegur 2019

Sæunn Gísladóttir skrifar
Tim Cook, forstjóri Apple.
Tim Cook, forstjóri Apple. Vísir/Getty
Apple stefnir á því að koma fyrsta bílnum sínum á markað árið 2019. Um er að ræða rafmangsbíl. Verkefnið í kringum bílinn heitir Project Titan og vinna 600 manns að þróun bílsins.

Lengi hefur verið talið að Apple sé að vinna að sjálfstýrðum bíl til að keppa við samkeppnisaðila sinn Google. Hins vegar telur Daisuke Wakabayashi í grein sinni hjá Wall Street Journal að ekki verði um svoleiðis bíl að ræða árið 2019, heldur rafmagnsbíl. Apple tilkynnti í febrúar að það væri að þróa rafmagnsbíl sem gæti keppt við Tesla. Fyrirtækið hefur ráðið stórlaxa úr geiranum, meðal annars Doug Betts frá Fiat Chrysler og sérfræðing í sjálfstýrandi bílum, Paul Furgale.

Óvíst er hvort Apple nái takmarki sínu að koma bílnum út árið 2019, nú þegar hefur fyrirtækið varið ári í að þróa bílinn og gæti vel verið að einhver seinkun yrði á því að koma honum á markað.

Grein Wakabayashi í Wall Street Journal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×