Aðgerðirnar snúa mest að fjórum stofnunum Óli Kristján Ármannsson skrifar 26. september 2015 07:00 Fólk kemur af baráttufundi í Háskólabíói Samningafundur hefur ekki verið boðaður í kjaradeilu þriggja stærstu félaga BSRB við ríkið. Niðurstaða um boðun verkfalls hjá SFR – stéttarfélagi í almannaþjónustu og Sjúkraliðafélaginu (SLFÍ) liggur fyrir í hádeginu næsta þriðjudag. Síðasti fundur, sem haldinn var á þriðjudag hjá ríkissáttasemjara, var árangurslaus. Þriðja félagið sem þátt tekur í viðræðunum er Landssamband lögreglumanna (LL), en lögreglumenn hafa ekki verkfallsrétt. „Staðan er í rauninni óbreytt,“ segir Stefán Árni Jónsson, formaður SFR. Enn þokist ekkert í samningsátt og mikið beri í milli. Hann segir þó áhugaverðar fregnir af því að Efling og Starfsgreinasambandið færist nær því að loka samningi við ríkið. „Það verður áhugavert að sjá hvað er í þeim, en gagnvart okkur er þetta óbreytt enn sem komið er.“ Umfang aðgerða SFR og SLFÍ er umtalsvert og segir Stefán Árni flestar stofnanir ríkisins koma til með að finna fyrir þeim í einhverri mynd. „Við erum með þessa ófaglærðu hópa inni á þessum ríkisstofnunum, en stillum þessu þannig upp að við byrjum þarna 15. október á fimmtudegi og föstudegi og svo á mánudegi og þriðjudegi í allsherjarverkfalli.“ Sú törn stendur fram í nóvember. Hins vegar verður allsherjarverkfall allt frá byrjun hjá Landspítala, sýslumannsembættum, ríkisskattstjóra og tollinum. Stefán Árni segir ljóst að velflestir ættu að verða varir við aðgerðir félagsins þurfi til þeirra að koma. „Eins og á Landspítalanum þegar ellefu hundruð manns labba út.“ Þá er ljóst að aðgerðirnar trufla útgáfu vegabréfa, leyfisveitingar og ýmsa aðra þjónustu ríkisins. Stefán Árni segist þó ekki úrkula vonar um að samningar náist. „Við vonum að menn fari nú að setjast niður með okkur fljótlega eftir helgi til þess að ræða málin í einhverri alvöru.“ Verkfall 2016 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Samningafundur hefur ekki verið boðaður í kjaradeilu þriggja stærstu félaga BSRB við ríkið. Niðurstaða um boðun verkfalls hjá SFR – stéttarfélagi í almannaþjónustu og Sjúkraliðafélaginu (SLFÍ) liggur fyrir í hádeginu næsta þriðjudag. Síðasti fundur, sem haldinn var á þriðjudag hjá ríkissáttasemjara, var árangurslaus. Þriðja félagið sem þátt tekur í viðræðunum er Landssamband lögreglumanna (LL), en lögreglumenn hafa ekki verkfallsrétt. „Staðan er í rauninni óbreytt,“ segir Stefán Árni Jónsson, formaður SFR. Enn þokist ekkert í samningsátt og mikið beri í milli. Hann segir þó áhugaverðar fregnir af því að Efling og Starfsgreinasambandið færist nær því að loka samningi við ríkið. „Það verður áhugavert að sjá hvað er í þeim, en gagnvart okkur er þetta óbreytt enn sem komið er.“ Umfang aðgerða SFR og SLFÍ er umtalsvert og segir Stefán Árni flestar stofnanir ríkisins koma til með að finna fyrir þeim í einhverri mynd. „Við erum með þessa ófaglærðu hópa inni á þessum ríkisstofnunum, en stillum þessu þannig upp að við byrjum þarna 15. október á fimmtudegi og föstudegi og svo á mánudegi og þriðjudegi í allsherjarverkfalli.“ Sú törn stendur fram í nóvember. Hins vegar verður allsherjarverkfall allt frá byrjun hjá Landspítala, sýslumannsembættum, ríkisskattstjóra og tollinum. Stefán Árni segir ljóst að velflestir ættu að verða varir við aðgerðir félagsins þurfi til þeirra að koma. „Eins og á Landspítalanum þegar ellefu hundruð manns labba út.“ Þá er ljóst að aðgerðirnar trufla útgáfu vegabréfa, leyfisveitingar og ýmsa aðra þjónustu ríkisins. Stefán Árni segist þó ekki úrkula vonar um að samningar náist. „Við vonum að menn fari nú að setjast niður með okkur fljótlega eftir helgi til þess að ræða málin í einhverri alvöru.“
Verkfall 2016 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði