„Ekki á hverjum degi sem Sigmundur Davíð hleypur í fangið á ESB til að réttlæta gjörðir sínar“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. september 2015 12:25 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kom mörgum á óvart í ræðu sinni á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um helgina. Vísir/Ernir Yfirlýsing Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna á laugardaginn um róttækar aðgerðir stjórnvalda til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hafa vakið mikla athygli. Ekki hvað síst í ljósi þess að stjórnvöld hafa alls ekki tekið neina ákvörðun þess efnis. Í ræðu sinni á fundinum á laugardaginn sagði Sigmundur Davíð orðrétt að Ísland hefði „nýlega heitið því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir árið 2030. Síðan hafa bæði Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra og flokksfélagi Sigmundar Davíðs, komið fram í fjölmiðlum og skýrt málið. „Þetta er ekki einhliða yfirlýsing um 40% lækkun af Íslands hálfu heldur markmið um 40% lækkun í samfloti með Evrópusambandinu,“ sagði Jóhannes Þór við Mbl.is í gær.Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands telur 40 prósenta markmið fyrir Ísland raunhæft.Vísir/VilhelmSkammgóður kuldi Árni Finnsson, formaður náttúruverndarsamtaka Íslands, fagnaði yfirlýsingu forsætisráðherra um helgina. Um skammgóðan vermi var þó að ræða. „Eða skammgóðan kulda,“ segir Árni í samtali við Vísi í dag. „Það er ekki á hverjum degi sem Sigmundur Davíð hleypur í fangið á ESB til að réttlæta gjörðir sínar.“ Árni viðurkennir að hafa haft sterkan grun og gott betur um að ráðherra væri að fara með fleypur. Hins vegar hafi verið full ástæða til að fagna yfirlýsingu ráðherra enda málefnið ekkert lítið mikilvægt. Enginn fyrirvari hafi verið í orðum ráðherra. „Lækkun um fjörutíu prósent er örugglega sú tala við þurfum. Það ætti að vera hin sanna tala,“ segir Árni. Staðreyndin sé hins vegar sú að Evrópusambandið hafi nýlega samþykkt að hafa Ísland og Noreg í samfloti þegar komi að því markmiði að minnka losun um fjörutíu prósent. Enn sé því óljóst hve mikil lækkunin þurfi að vera hjá Íslendingum. Það verði þó á bilinu núll til fjörutíu prósent. Árni segir Norðmenn, sem einnig eru með mikið magn „hreinnar orku“, ætla sér að draga úr losun um fjörutíu prósent. Það verða skilaboð þeirra á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í desember. Ekkert bendir til þess að Íslendingar ætli að gera hið sama þrátt fyrir upphafsorð Sigmundar Davíðs í ræðu sinni um helgina.Honourable PresidentThis autumn has already produced a truly impressive harvest. The 2030 Agenda and the Addis Ababa Action Agenda alone, amount to a bumper crop and I am optimistic that we will see an excellent result from COP21, indeed Iceland recently pledged a 40% reduction of greenhouse gas emissions by 2030.Yfirlýsinguna í heild má lesa í PDF skjali hér að neðan.Uppfært klukkan 13:36Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, áréttar að hann hafi á engum tímapunkti leiðrétt ráðherra. Vel megi vera að textinn hafi ekki verið nægilega skýr í umræddri ræðu en ekki sé um neina stefnubreytingu að ræða hjá íslenskum stjórnvöldum. Alþingi Tengdar fréttir Fagna yfirlýsingu Sigmundar um losun gróðurhúsalofttegunda Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir markmiðið raunhæft. 27. september 2015 13:22 Sigmundur Davíð tekur þátt í leiðtogafundi um ný sjálfbær þróunarmarkmið Forsætisráðherra er á leið til New York þar sem hann mun meðal annars taka þátt í störfum allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. 24. september 2015 10:11 Markmið að draga úr kolefnislosun um 40 prósent á næstu 30 árum Svandís Svavarsdóttir telur hugmyndir Sigmundar Davíðs um minnkun gróðurhúsalofttegunda ganga of skammt. 27. september 2015 20:15 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Yfirlýsing Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna á laugardaginn um róttækar aðgerðir stjórnvalda til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hafa vakið mikla athygli. Ekki hvað síst í ljósi þess að stjórnvöld hafa alls ekki tekið neina ákvörðun þess efnis. Í ræðu sinni á fundinum á laugardaginn sagði Sigmundur Davíð orðrétt að Ísland hefði „nýlega heitið því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir árið 2030. Síðan hafa bæði Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra og flokksfélagi Sigmundar Davíðs, komið fram í fjölmiðlum og skýrt málið. „Þetta er ekki einhliða yfirlýsing um 40% lækkun af Íslands hálfu heldur markmið um 40% lækkun í samfloti með Evrópusambandinu,“ sagði Jóhannes Þór við Mbl.is í gær.Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands telur 40 prósenta markmið fyrir Ísland raunhæft.Vísir/VilhelmSkammgóður kuldi Árni Finnsson, formaður náttúruverndarsamtaka Íslands, fagnaði yfirlýsingu forsætisráðherra um helgina. Um skammgóðan vermi var þó að ræða. „Eða skammgóðan kulda,“ segir Árni í samtali við Vísi í dag. „Það er ekki á hverjum degi sem Sigmundur Davíð hleypur í fangið á ESB til að réttlæta gjörðir sínar.“ Árni viðurkennir að hafa haft sterkan grun og gott betur um að ráðherra væri að fara með fleypur. Hins vegar hafi verið full ástæða til að fagna yfirlýsingu ráðherra enda málefnið ekkert lítið mikilvægt. Enginn fyrirvari hafi verið í orðum ráðherra. „Lækkun um fjörutíu prósent er örugglega sú tala við þurfum. Það ætti að vera hin sanna tala,“ segir Árni. Staðreyndin sé hins vegar sú að Evrópusambandið hafi nýlega samþykkt að hafa Ísland og Noreg í samfloti þegar komi að því markmiði að minnka losun um fjörutíu prósent. Enn sé því óljóst hve mikil lækkunin þurfi að vera hjá Íslendingum. Það verði þó á bilinu núll til fjörutíu prósent. Árni segir Norðmenn, sem einnig eru með mikið magn „hreinnar orku“, ætla sér að draga úr losun um fjörutíu prósent. Það verða skilaboð þeirra á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í desember. Ekkert bendir til þess að Íslendingar ætli að gera hið sama þrátt fyrir upphafsorð Sigmundar Davíðs í ræðu sinni um helgina.Honourable PresidentThis autumn has already produced a truly impressive harvest. The 2030 Agenda and the Addis Ababa Action Agenda alone, amount to a bumper crop and I am optimistic that we will see an excellent result from COP21, indeed Iceland recently pledged a 40% reduction of greenhouse gas emissions by 2030.Yfirlýsinguna í heild má lesa í PDF skjali hér að neðan.Uppfært klukkan 13:36Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, áréttar að hann hafi á engum tímapunkti leiðrétt ráðherra. Vel megi vera að textinn hafi ekki verið nægilega skýr í umræddri ræðu en ekki sé um neina stefnubreytingu að ræða hjá íslenskum stjórnvöldum.
Alþingi Tengdar fréttir Fagna yfirlýsingu Sigmundar um losun gróðurhúsalofttegunda Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir markmiðið raunhæft. 27. september 2015 13:22 Sigmundur Davíð tekur þátt í leiðtogafundi um ný sjálfbær þróunarmarkmið Forsætisráðherra er á leið til New York þar sem hann mun meðal annars taka þátt í störfum allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. 24. september 2015 10:11 Markmið að draga úr kolefnislosun um 40 prósent á næstu 30 árum Svandís Svavarsdóttir telur hugmyndir Sigmundar Davíðs um minnkun gróðurhúsalofttegunda ganga of skammt. 27. september 2015 20:15 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Fagna yfirlýsingu Sigmundar um losun gróðurhúsalofttegunda Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir markmiðið raunhæft. 27. september 2015 13:22
Sigmundur Davíð tekur þátt í leiðtogafundi um ný sjálfbær þróunarmarkmið Forsætisráðherra er á leið til New York þar sem hann mun meðal annars taka þátt í störfum allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. 24. september 2015 10:11
Markmið að draga úr kolefnislosun um 40 prósent á næstu 30 árum Svandís Svavarsdóttir telur hugmyndir Sigmundar Davíðs um minnkun gróðurhúsalofttegunda ganga of skammt. 27. september 2015 20:15