Óska aftur eftir skýrslu ráðherra um kvikmyndaiðnað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. september 2015 20:33 Game of Thrones var tekið upp á Íslandi eins og frægt er. Vísir/VG Ellefu þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokks- og framsóknarflokk hafa aftur óskað eftir því að iðnaðar- og viðskiptaráðherra leggi fram skýrslu um hagræn áhrif kvikmyndagerðar á Íslandi. Sömu þingmenn lögðu fram sömu beiðni á Alþingi þann 8. desember sl. og var hún samþykkt í það skiptið. Skýrslan á að skoða sérstaklega bein og afleidd hagræn áhrif sem kvikmyndagerð hefur á þau svæði og héruð þar sem upptökur fara fram. Segir einnig að sóknartækifærin í þessum málaflokki séu umtalsverð. Guðlaugur Þór Þórðarsson er fyrsti flutningsmaður beiðninnar og segir að tilefni sé til þess að ferðamannaiðnaðurinn njóti góðs af þeirri öflugu kvikmyndagerð sem eigi sér stað á Íslandi og nýta þurfi tækifærin sem sannarlega séu til staðar. „Mér finnst að við ættum að nýta þetta mun betur. Þetta snýst um að nýta tækifærin sem eru í fanginu á okkur. Ég nefni sem dæmi minn gamla heimabæ, Borgarnes. Þar væri hægt að nýta Geirabakarí betur enda var það áberandi í The Secret Life of Walter Mitty.“Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vill að fetað sé í fótspor Nýja-Sjálands Guðlaugur segir að Íslandi eigi til að mynda að horfa til Nýja-Sjálands sem hafi farið í mikið átak til þess að kynna landið sem ferðamannastað og þar hafi kvikmyndagerð spilað lykilhlutverk í kjölfar þess að myndirnar um Hringadróttinssögu voru teknar þar upp. Hægt væri að nýta kvikmyndaiðnaðinn á Íslandi til þess að dreifa ferðamannastraumnum víðar en á Suðvesturhorninu með því að hvetja framleiðendur til þess að taka upp á stöðum úti á landi sem síðar gætu orðið að vinsælum ferðamannastöðum en í greinargerðinni sem fylgir skýrslubeiðninni segir að erlendar rannsóknir sýni að gera megi ráð fyrir 4-10% aukningu á ferðamannastraumi fyrstu þrjú árin eftir staður birtist í mynd sem nýtur alheimshylli. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra átti að skila skýrslu í síðasta lagi í mars sl. en Guðlaugur Þór gerir ráð fyrir því að skýrslan sé í vinnslu og að að iðnaðar og viðskiptaráðherra muni skila skýrslunni á yfirstandandi tímabili. Alþingi Game of Thrones Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira
Ellefu þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokks- og framsóknarflokk hafa aftur óskað eftir því að iðnaðar- og viðskiptaráðherra leggi fram skýrslu um hagræn áhrif kvikmyndagerðar á Íslandi. Sömu þingmenn lögðu fram sömu beiðni á Alþingi þann 8. desember sl. og var hún samþykkt í það skiptið. Skýrslan á að skoða sérstaklega bein og afleidd hagræn áhrif sem kvikmyndagerð hefur á þau svæði og héruð þar sem upptökur fara fram. Segir einnig að sóknartækifærin í þessum málaflokki séu umtalsverð. Guðlaugur Þór Þórðarsson er fyrsti flutningsmaður beiðninnar og segir að tilefni sé til þess að ferðamannaiðnaðurinn njóti góðs af þeirri öflugu kvikmyndagerð sem eigi sér stað á Íslandi og nýta þurfi tækifærin sem sannarlega séu til staðar. „Mér finnst að við ættum að nýta þetta mun betur. Þetta snýst um að nýta tækifærin sem eru í fanginu á okkur. Ég nefni sem dæmi minn gamla heimabæ, Borgarnes. Þar væri hægt að nýta Geirabakarí betur enda var það áberandi í The Secret Life of Walter Mitty.“Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vill að fetað sé í fótspor Nýja-Sjálands Guðlaugur segir að Íslandi eigi til að mynda að horfa til Nýja-Sjálands sem hafi farið í mikið átak til þess að kynna landið sem ferðamannastað og þar hafi kvikmyndagerð spilað lykilhlutverk í kjölfar þess að myndirnar um Hringadróttinssögu voru teknar þar upp. Hægt væri að nýta kvikmyndaiðnaðinn á Íslandi til þess að dreifa ferðamannastraumnum víðar en á Suðvesturhorninu með því að hvetja framleiðendur til þess að taka upp á stöðum úti á landi sem síðar gætu orðið að vinsælum ferðamannastöðum en í greinargerðinni sem fylgir skýrslubeiðninni segir að erlendar rannsóknir sýni að gera megi ráð fyrir 4-10% aukningu á ferðamannastraumi fyrstu þrjú árin eftir staður birtist í mynd sem nýtur alheimshylli. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra átti að skila skýrslu í síðasta lagi í mars sl. en Guðlaugur Þór gerir ráð fyrir því að skýrslan sé í vinnslu og að að iðnaðar og viðskiptaráðherra muni skila skýrslunni á yfirstandandi tímabili.
Alþingi Game of Thrones Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira