Vilja efla samstarf Íslands og Grænlands Atli ísleifsson skrifar 11. september 2015 14:07 Frá Nuuk. Vísir/AFP Þingmenn úr fimm flokkum hafa lagt fram þingsályktunartillögu sem felur í sér að efla samstarf Íslands og Grænlands á ýmsum sviðum. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar og fyrrverandi utanríkisráðherra, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Með henni lýsir Alþingi stuðningi við „söguleg skref sem vina- og nágrannaþjóð Íslendinga á Grænlandi hefur á síðustu áratugum tekið til aukinnar sjálfstjórnar og felur ríkisstjórninni að efla tengsl og samvinnu við Grænland.“ Í tillögunni segir að samstarf landanna skuli eflt meðal annars með gerð samkomulags sem tryggi fullt tollfrelsi varðandi sölu varnings og þjónustu, að örva tengsl milli yngstu kynslóða þjóðanna, að auka samstarf háskóla landanna, að koma á öflugu rannsóknasamstarfi, að bjóða til samstarfs á sviði sjávarútvegs, að taka frumkvæði að úttekt á mögulegri samvinnu á sviði læknis- og heilbrigðisþjónustu, að efla samstarf um ferðaþjónustu, að efla samstarf og ráðgjöf á sviði vatnsaflsverkefna á Grænlandi, að vinna að sameiginlegri framtíðarsýn um nýjar skipaleiðir á norðurslóðum, að efla samvinnu gegn loftslagsvá og taka upp formlegt samstarf á sviði umhverfisverndar og að efla á alla lund starfsemi Vestnorræna ráðsins. Í greinargerð með tillögunni segir að Íslendingar hafi margar og ríkar ástæður til að styrkja sambandið við Grænland. „Þær eru bæði landfræðilegar og sögulegar, en ekki síst pólitískar og efnahagslegar.“ Þá segir að nú séu Íslendingar og Grænlendingar nánar vina- og samstarfsþjóðir með vaxandi tengsl á öllum sviðum og eigi ríka sameiginlega hagsmuni varðandi loftslagsbreytingar, vernd norðurslóða og nýtingu auðlinda. „Í kjölfar hlýnunar andrúmsloftsins munu breytingar á umhverfi og atvinnuháttum í norðri kalla á aukið samstarf þjóðanna á fjölmörgum sviðum.“ Alþingi Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Þingmenn úr fimm flokkum hafa lagt fram þingsályktunartillögu sem felur í sér að efla samstarf Íslands og Grænlands á ýmsum sviðum. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar og fyrrverandi utanríkisráðherra, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Með henni lýsir Alþingi stuðningi við „söguleg skref sem vina- og nágrannaþjóð Íslendinga á Grænlandi hefur á síðustu áratugum tekið til aukinnar sjálfstjórnar og felur ríkisstjórninni að efla tengsl og samvinnu við Grænland.“ Í tillögunni segir að samstarf landanna skuli eflt meðal annars með gerð samkomulags sem tryggi fullt tollfrelsi varðandi sölu varnings og þjónustu, að örva tengsl milli yngstu kynslóða þjóðanna, að auka samstarf háskóla landanna, að koma á öflugu rannsóknasamstarfi, að bjóða til samstarfs á sviði sjávarútvegs, að taka frumkvæði að úttekt á mögulegri samvinnu á sviði læknis- og heilbrigðisþjónustu, að efla samstarf um ferðaþjónustu, að efla samstarf og ráðgjöf á sviði vatnsaflsverkefna á Grænlandi, að vinna að sameiginlegri framtíðarsýn um nýjar skipaleiðir á norðurslóðum, að efla samvinnu gegn loftslagsvá og taka upp formlegt samstarf á sviði umhverfisverndar og að efla á alla lund starfsemi Vestnorræna ráðsins. Í greinargerð með tillögunni segir að Íslendingar hafi margar og ríkar ástæður til að styrkja sambandið við Grænland. „Þær eru bæði landfræðilegar og sögulegar, en ekki síst pólitískar og efnahagslegar.“ Þá segir að nú séu Íslendingar og Grænlendingar nánar vina- og samstarfsþjóðir með vaxandi tengsl á öllum sviðum og eigi ríka sameiginlega hagsmuni varðandi loftslagsbreytingar, vernd norðurslóða og nýtingu auðlinda. „Í kjölfar hlýnunar andrúmsloftsins munu breytingar á umhverfi og atvinnuháttum í norðri kalla á aukið samstarf þjóðanna á fjölmörgum sviðum.“
Alþingi Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira