Innlent

Vilja liðka fyrir starfslokum

Sveinn Arnarsson skrifar
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks og formaður fjárlaganefndar.
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks og formaður fjárlaganefndar.
Vigdís Hauksdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson hafa lagt fram frumvarp um breytingar á stjórnsýslulögum á þá leið að forstöðumönnum opinberra stofnana sé gert auðveldara að segja upp ríkisstarfsmönnum.

„Þetta er raunverulega lagt fram til þess að lög um opinbera starfsmenn fái þá virkni sem þeim er ætlað. Hafa ber í huga að við erum ekki á nokkurn hátt að breyta lögunum um opinbera starfsmenn, aðeins stjórnsýslulögum,“ segir Vigdís.

„Eins og staðan er núna er nánast útilokað að segja upp fólki því þá vakna allar málsmeðferðarreglur stjórnsýslulaga og það ferli getur tekið allt að tvö ár.“

Vigdís bendir á að mikill munur sé á almennum vinnumarkaði og þeim opinbera þegar kemur að starfslokum.

„Það er stórkostlegur munur. Á almennum vinnumarkaði er hægt að segja þér upp samdægurs án ástæðna. við erum í raun að færa reksturinn nær almennum vinnumarkaði,“ segir Vigdís.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×