Viðskipti erlent

Verðbólga mælist 0% í Bretlandi

Sæunn Gísladóttir skrifar
Búist er við því að verðbólgan muni taka við sér við lok ársins.
Búist er við því að verðbólgan muni taka við sér við lok ársins. Vísir/AFP
Verðbólga í Bretlandi mælist 0% samkvæmt nýjustu tölum. Nýjustu tölur gefa til kynna að Englandsbanki sé hugsanlega mánuðum frá því að hækka stýrivexti úr 0,5%. Þetta kemur fram í IFS greiningu.

Í fylgigögnum með seinustu vaxtaákvörðun Englandsbanka er búist við því að verðbólgan muni taka við sér við lok ársins og að vaxtahækkunar sé að vænta fyrir árslok, en rök fyrir hækkun eru meiri en minni að mati Mark Carney hjá Englandsbanka. Vörur lækkuðu í verði en þjónusta hækkaði í verðí í Bretlandi á tímabilinu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×