Íslenska liðið hefur aðeins verið undir í 34 mínútur í fyrstu sex leikjunum Óskar Ófeigur Jónsson í Amsterdam skrifar 1. september 2015 06:00 graf/fréttablaðið Fimmtán stig af átján mögulegum og ellefu mörk í plús. Árangur íslenska fóboltalandsliðsins á fyrstu tólf mánuðum undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi 2016 hefur verið bæði einstakur og eftirminnilegur. Ekki minnkar afrek strákanna þegar það kemur í ljóst að mótherjar liðsins hafa aðeins komið yfir í tveimur leikjanna og bara haldið forystunni í samtals 34 mínútur. „Ég fylgist nú vel með flestri tölfræði í okkar leikjum en ég vissi ekki þetta. Þetta er skemmtileg tölfræði," sagði Lars Lagerbäck, annar þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta þegar Fréttablaðið bar þessa tölfræði undir Svíann í gær. „Það eru margir hluti sem eru að skila þessu en lykilatriðið er að vera með leikmenn sem kaupa það sem við erum að leggja upp. Þeir hafa gert það í þessari undankeppni. Við erum mjög skipulagt lið og strákarnir hafa sætt sig við allt og reynt að gera sitt besta," sagði Lagerbäck. „Við erum með betri liðum þegar kemur að skipulaginu. Það þekkja allir sitt hlutverk og svo höfum við líka verið heppnir með meiðsli. Við höfum því nánast alltaf átt kost á því að vera með sama lið. Leikmennirnir hafa líka passað vel upp á gulu spjöldin og við höfum ekki misst menn í leikbönn. Það telur líka að við erum búnir að vera saman í fjögur ár og höfum verið að taka lítil skref í hvert skipti í því að bæta okkar leik,“ sagði Lars. Íslenska liðið hefur komist yfir í öllum sex leikjunum og verið yfir í samtals 296 mínútur eða 55 prósent leiktímans. Íslenska liðið var sem dæmi yfir í 36 mínútur í eina tapleiknum sem var á móti Tékkum úti. Tékkarnir eru líka eina þjóðin sem hefur komist yfir á móti Íslandi í þessari undankeppni en þeir voru yfir í 29 mínútur í Tékklandi í nóvember 2014 og forysta þeirra í Laugardalnum í júní entist aðeins í fimm mínútur. "Við vitum nákvæmlega hvað við erum að fara að gera fyrir hvern leik og það hefur heppnast hingað til," sagði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. Íslenska liðið mætir Hollandi í Amsterdam á fimmtudaginn stígur skref enn nær EM með góðum úrslitum. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Sjá meira
Fimmtán stig af átján mögulegum og ellefu mörk í plús. Árangur íslenska fóboltalandsliðsins á fyrstu tólf mánuðum undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi 2016 hefur verið bæði einstakur og eftirminnilegur. Ekki minnkar afrek strákanna þegar það kemur í ljóst að mótherjar liðsins hafa aðeins komið yfir í tveimur leikjanna og bara haldið forystunni í samtals 34 mínútur. „Ég fylgist nú vel með flestri tölfræði í okkar leikjum en ég vissi ekki þetta. Þetta er skemmtileg tölfræði," sagði Lars Lagerbäck, annar þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta þegar Fréttablaðið bar þessa tölfræði undir Svíann í gær. „Það eru margir hluti sem eru að skila þessu en lykilatriðið er að vera með leikmenn sem kaupa það sem við erum að leggja upp. Þeir hafa gert það í þessari undankeppni. Við erum mjög skipulagt lið og strákarnir hafa sætt sig við allt og reynt að gera sitt besta," sagði Lagerbäck. „Við erum með betri liðum þegar kemur að skipulaginu. Það þekkja allir sitt hlutverk og svo höfum við líka verið heppnir með meiðsli. Við höfum því nánast alltaf átt kost á því að vera með sama lið. Leikmennirnir hafa líka passað vel upp á gulu spjöldin og við höfum ekki misst menn í leikbönn. Það telur líka að við erum búnir að vera saman í fjögur ár og höfum verið að taka lítil skref í hvert skipti í því að bæta okkar leik,“ sagði Lars. Íslenska liðið hefur komist yfir í öllum sex leikjunum og verið yfir í samtals 296 mínútur eða 55 prósent leiktímans. Íslenska liðið var sem dæmi yfir í 36 mínútur í eina tapleiknum sem var á móti Tékkum úti. Tékkarnir eru líka eina þjóðin sem hefur komist yfir á móti Íslandi í þessari undankeppni en þeir voru yfir í 29 mínútur í Tékklandi í nóvember 2014 og forysta þeirra í Laugardalnum í júní entist aðeins í fimm mínútur. "Við vitum nákvæmlega hvað við erum að fara að gera fyrir hvern leik og það hefur heppnast hingað til," sagði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. Íslenska liðið mætir Hollandi í Amsterdam á fimmtudaginn stígur skref enn nær EM með góðum úrslitum.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Sjá meira