Fótbolti

Kolbeinn í löngu viðtali hjá Ajax TV

Óskar Ófeigur Jónsson í Amsterdam skrifar
Kolbeinn Sigþórsson talar hér við Ajax TV.
Kolbeinn Sigþórsson talar hér við Ajax TV. Vísir/ÓskarÓ
Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska liðsins, yfirgaf Ajax í sumar eftir fjögur tímabil í Amsterdam. Þegar Kolbeinn mætti á blaðamannaviðburð í dag þá beið hans sjónvarpsfólk frá Ajax TV.

Kolbeinn samdi í sumar við franska liðið FC Nantes en það tók hann ekki langan tíma að snú aftur á sitt gamla heimili.

Kolbeinn var tekinn í langt og mikið viðtal þar sem spyrillinn mætti með heila blaðsíðu af spurningum.

Kolbeinn var meðal annars spurður um nýja lífið hjá Nantes í Frakklandi, um tíma sinn hjá Ajax og um væntingar hans til landsliðsins við Hollendinga.

Kolbeinn klikkaði ekki á hollenskunni í viðtalinu og talaði hana líklega eins innfæddur þótt að hann vildi sjálfur eitthvað afsaka sig á eftir.

Íslensku blaðamönnunum var samt farið að lengja eftir því að spjalla við Kolbein enda tók viðtalið við Ajax TV sinn tíma.

Það er því augljóst á því að Kolbeinn fær góðan tíma á sjónvarpsstöð félagsins í aðdraganda leiksins við Hollendinga á fimmtudaginn en hann fer einmitt fram á heimavelli Ajax, Amsteradeam Arena.

Kolbeinn skoraði 31 mark í 80 leikjum í hollensku deildinni með Ajax frá 2011 til 2015 en hann varð þrisvar sinnum hollenskur meistari með liðinu eða 2012, 2013 og 2014.


Tengdar fréttir

Birkir Bjarna bætir við sig fimmta tungumálinu

Birkir Bjarnason segir að honum líki lífið vel í Sviss eftir flutningana frá Ítalíu í sumar. Birkir leikur með Basel sem hefur farið vel af stað í deildinni þótt liðinu hafi skrikað fótur í forkeppni Meistaradeildar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×