Fótbolti

Robben ósáttur: Get ekki varið hann eftir þetta heimskulega spjald

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Robben fyrir leikinn í kvöld.
Robben fyrir leikinn í kvöld. Vísir/valli
Arjen Robben, fyrirliði hollenska landsliðsins í knattspyrnu, var ekki lengi að benda á sökudólginn eftir 0-1 tap gegn Íslandi í kvöld. Kenndi hann Bruno Martins Indi, varnarmanninum um tapið, en Bruno fékk rautt spjald um miðbik fyrri hálfleiks eftir að hafa slegið til Kolbeins Sigþórssonar.

Robben var að vonum niðurlútur eftir leik en þetta var fyrsti leikur hans sem fyrirliði liðsins. Hófst fyrirliðaferilinn ekki vel en hann fór meiddur af velli stuttu áður en rauða spjaldið kom.

„Ég á að verja leikmenn sem fyrirliði en ég get ekki sagt annað en að þetta hafi verið heimskulegt hjá Bruno. Hann brást liði sínu og ég er afskaplega ósáttur með það.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×