Fótbolti

Aron Einar og Kolbeinn í lyfjapróf

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kolbeinn í leiknum í kvöld.
Kolbeinn í leiknum í kvöld. Vísir/Valli
Íslenskir fjölmiðlamenn fengu ekki að ræða við tvær af hetjunum okkar í Amsterdam strax eftir leik. Aron Einar Gunnarsson og Kolbeinn Sigþórsson voru boðaðir í lyfjapróf.

Um fastan lið er að ræða að loknum landsleikjum í stórmótum þar sem menn eru valdir af handahófi. Kom það í hlut Arons og Kolbeins í þetta skiptið og er það afar persónubundið hve langan tíma prófin taka. Það fer jú eftir því hversu langan tíma það tekur þá að pissa.

Okkar menn voru þó nokkuð fljótir að klára sín mál og voru komnir upp á hótel í humátt á eftir hinum strákunum.


Tengdar fréttir

Jón Daði: Fékk gæsahúð yfir þjóðsöngnum

Jón Daði Böðvarsson var hrærður þegar blaðamaður Vísis hitti á hann að leik loknum í kvöld en hann sagði það mikil forréttindi að fá að spila með þessu liði.

Lars: Það er svo auðvelt að vinna með þessum strákum

Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins, var vissulega brosmildur eftir sigurinn á Hollandi í undankeppni EM í kvöld en þessi reyndi Svíi tók stærsta einum sigri Íslands frá upphafi á fótboltavellinum samt með sínu þjóðþekkta jafnaðargeði.

Birkir Bjarna: Heppnir að Robben fór af velli

Birkir Bjarnason var maðurinn á bak við sigurmarkið á móti Hollandi á Amsterdam Arena í kvöld en hann fiskaði vítið sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eina mark leiksins úr í upphafi seinni hálfleiks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×