Fótbolti

Alfreð: Ég er rétt að ná mér eftir þetta

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Alfreð Finnbogason kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik.
Alfreð Finnbogason kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik. Vísir/Valli
„Það er mjög erfitt að finna lýsingarorð til að lýsa þessu, þetta er stórkostlegt,“ sagði Alfreð Finnbogason, leikmaður íslenska landsliðsins, himinlifandi eftir leikinn í kvöld.

„Við erum stoltir í dag og mjög ánægðir. Það var ólýsanleg sigurtilfinning inn í klefa eftir leikinn sem við erum búnir að venjast vel í þessarri undankeppni. “

Alfreð sagði að leikmenn hefðu fagnað vel en verið fljótur að komast niður á jörðina.

„Við fögnuðum vel og innilega en menn voru strax komnir með einbeitinguna á sunnudaginn. Við ætlum að klára þetta sjálfir á sunnudaginn og þannig er andrúmsloftið í hópnum núna. Við verðum rólegir í kvöld og hugsum um leikinn sem er framundan.“

Alfreð viðurkenndi að það væri töluverð eftirvænting að spila leikinn en Ísland þarf aðeins eitt stig til þess að komast á lokakeppni EM í fyrsta sinn.

„Maður er auðvitað mjög spenntur, ég er rétt að ná mér eftir þetta enda mikið spennufall. Það verður frábært að koma heim, við höfum gert Laugardalsvöll að ákveðnu vígi og vonandi getum við haldi góðu gengi okkur þar áfram,“ sagði Alfreð.


Tengdar fréttir

Jafntefli gegn Kasakstan tryggir sæti á lokakeppni EM

Íslenska landsliðið þarf þrjú stig úr síðustu þremur leikjum sínum í undankeppni EM til þess að gulltryggja sætið á lokakeppni mótsins sem fer fram í Frakklandi næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×