Fótbolti

Aron Einar meiddist ekki heldur fékk krampa

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aron Einar ætlar að spila á Laugardalsvelli á sunnudaginn. Hér lætur hann í sér heyra í kvöld.
Aron Einar ætlar að spila á Laugardalsvelli á sunnudaginn. Hér lætur hann í sér heyra í kvöld. Vísir/Valli
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson ætlar að spila á sunnudag gegn Kasakstan. Aron fór af velli undir lok leiksins og óttuðust margir að hann væri meiddur enda hefur hann glímt við meiðsli.

„Ég fékk bara krampa í kálfana þegar ég var að taka innkast. Ég held að það hafi verið svolítið fyndið móment, þannig að ég gat ekki tekið innkastið,“ sagði Aron Einar við Fótbolta.net eftir leikinn.

Aron Einar var boðaður í lyfjapróf að leik loknum og kom því í viðtöl löngu á eftir öðrum leikmönnum.

„En þetta var bara krampi. Ég er ekki búinn að spila mikið á tímabilinu enda held ég að ég hafi hlaupið fyrir allan peninginn,“ sagði Aron Einar sem átti frábæran leik.

Hann ætlar að spila á sunnudaginn.

„Nú er það bara endurheimt, fætur upp í loft og slappa af. Reynt að sofna. En hugurinn er við sunnudaginn. Flug heim á morgun og full einbeitingi á sunnudaginn,“ sagði Aron Einar og minnti á að landsliðið er í þessari stöðu af því það er búið að vinna fyrir henni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×