Enski boltinn

Kane: Síðasta ár var ekki heppni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kane er ekki búinn að reima á sig markaskóna á þessu tímabili.
Kane er ekki búinn að reima á sig markaskóna á þessu tímabili. vísir/getty
Harry Kane, framherji Tottenham Hotspur og enska landsliðsins, segist ekki vera „eins tímabils undur“.

Kane sló eftirminnilega í gegn á síðasta tímabili þegar hann gerði 31 mark fyrir Spurs en hann á enn eftir að opna markareikninginn í ár.

„Síðasta ár var ekki heppni. Ég lagði mikið á mig til að ná þessum árangri,“ sagði Kane sem er í enska landsliðshópnum sem mætir San Marinó og Sviss í undankeppni EM 2016 á næstunni.

„Framherjar ganga alltaf í gegnum tímabil þar sem þeir eru heitir en stundum ganga hlutirnir ekki upp. En ég hef fulla trú á því að ég fari að skora á nýjan leik.

„Ég hef byrjað tímabilið ágætlega en byrjunin gæti verið betri. Ég hefði viljað vera kominn á blað en í fótboltanum gengur stundum ekki allt að óskum.“

Kane, sem var valinn besti ungi leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni í fyrra, hefur gert eitt mark í tveimur A-landsleikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×