Fótbolti

Þetta höfðu strákarnir að segja eftir sigurinn í gær | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ísland er komið langleiðina á EM í Frakklandi á næsta ári eftir frábæran 0-1 sigur á Hollandi í Amsterdam í gær.

Þetta var sjötti sigur Íslands í sjö leikjum í A-riðli en íslensku strákarnir þurfa nú aðeins eitt stig úr síðustu þremur leikjunum til að tryggja sér sæti á EM.

Gylfi Þór Sigurðsson gerði eina mark leiksins úr vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks og hann, líkt og liðsfélagar hans og þjálfarar, voru að vonum kátir í viðtölum við Kolbein Tuma Daðason eftir leikinn.

Í innslaginu í spilaranum hér að ofan má sjá brot af bestu ummælum strákanna í gær.


Tengdar fréttir

Jóhann Berg: Gaman að vera liðið á toppnum

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í íslenska landsliðinu í fótbolta verja toppsæti A-riðilsins í undankeppni EM 2016 þegar sjöunda umferð riðilsins fer fram á morgun.

Hundruð milljóna fóru í ferðir á Ísland-Holland

Varlega má áætla að kostnaður við ferð í sólarhring til Amsterdam til að styðja strákana okkar í landsleiknum gegn Hollandi hafi numið minnst 100 þúsund krónum á mann. Um 3.000 Íslendingar fóru á leikinn og settu kostnaðinn ekki fyrir sig.

Strákarnir sigruðu Golíat

Með aðdáunarverðri elju, baráttu, skipulagi og gleði tókst Davíð að sigra Golíat – og það í annað sinn.

Jón Daði: Fékk gæsahúð yfir þjóðsöngnum

Jón Daði Böðvarsson var hrærður þegar blaðamaður Vísis hitti á hann að leik loknum í kvöld en hann sagði það mikil forréttindi að fá að spila með þessu liði.

Jafntefli gegn Kasakstan tryggir sæti á lokakeppni EM

Íslenska landsliðið þarf þrjú stig úr síðustu þremur leikjum sínum í undankeppni EM til þess að gulltryggja sætið á lokakeppni mótsins sem fer fram í Frakklandi næsta sumar.

Lars: Það er svo auðvelt að vinna með þessum strákum

Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins, var vissulega brosmildur eftir sigurinn á Hollandi í undankeppni EM í kvöld en þessi reyndi Svíi tók stærsta einum sigri Íslands frá upphafi á fótboltavellinum samt með sínu þjóðþekkta jafnaðargeði.

Fullt hús stiga á móti einni bestu knattspyrnuþjóð heims

Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Íslandi sögulegan 1-0 sigur á Hollandi á Amsterdam Arena í gærkvöldi. Íslendingar geta farið að bóka ferðina til Frakklands næsta sumar og þau sem sungu allan tímann í stúkunni í eru farin að dreyma um að upplifa svona stundir aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×