Fótbolti

Robben missir af leiknum gegn Tyrklandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Robben fór meiddur út af gegn Íslandi í gær.
Robben fór meiddur út af gegn Íslandi í gær. vísir/getty
Bayern München hefur staðfest að Arjen Robben muni missa af landsleik Hollands og Tyrklands í Konya á sunnudaginn vegna nárameiðsla.

Robben haltraði út af á 31. mínútu þegar Holland tapaði 0-1 fyrir Íslandi í gær og kom ekki meira við sögu í leiknum.

Eftir leikinn sagði Danny Blind, landsliðsþjálfari Hollands, að það væri ólíklegt að Robben myndi spila leikinn mikilvæga gegn Tyrklandi á sunnudaginn.

Bayern München, sem Robben hefur spilað með síðan 2009, staðfesti það svo á heimasíðu sinni í dag að Robben yrði ekki með gegn Tyrkjum.

Blind hefur kallað Jermain Lens, leikmann Sunderland, inn í hollenska hópinn í stað Robbens sem er nýskipaður fyrirliði hollenska landsliðsins.

Lens hefur skorað í átta mörk í 30 landsleikjum en hann kom til Sunderland frá Dynamo Kiev í sumar.

Hollendingar eru með 10 stig í 3. sæti A-riðils undankeppni EM 2016.


Tengdar fréttir

Fullt hús stiga á móti einni bestu knattspyrnuþjóð heims

Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Íslandi sögulegan 1-0 sigur á Hollandi á Amsterdam Arena í gærkvöldi. Íslendingar geta farið að bóka ferðina til Frakklands næsta sumar og þau sem sungu allan tímann í stúkunni í eru farin að dreyma um að upplifa svona stundir aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×