Íslenski boltinn

Grótta í vandræðum | Markalaust í toppslagnum í Ólafsvík

Anton Ingi Leifsson skrifar
vísir/valli
Þrír leikir fóru fram í tuttugustu umferð fyrstu deildar karla í dag. Grótta er komið langleiðina niður í aðra deild og KA gerði jafntefli í mikilvægum leik gegn Ólafsvík.

BÍ/Bolungarvík, sem er fallið niður í aðra deild, gerði 2-2 jafntefli við Fjarðabyggð eftir að hafa komist 2-0 yfir.

Fjarðabyggð í sjötta sætinu með 31 stig, en Skástrikið er á botninum með sex stig eftir leikina tuttugu.

KA er í bullandi baráttu við Þrótt Reykjavík um laust sæti í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. KA er stigi á undan Þrótti eftir markalausa jafnteflið í Ólafsvík, en Þróttur á leik til góða. Ólafsvík er komið upp í deild þeirra bestu.

Selfoss vann fallbaráttuslaginn gegn Gróttu, 2-0, en Elton Barros og Haukur Ingi Gunnarsson sáu um markaskorunina.

Grótta er í ellefta sætinu með fimmtán stig, en Selfoss er sæti ofar með fimm stigum meira. Útlitið orðið dökkt á Seltjarnanesi.

Úrslit og markaskorarar (fengið frá urslit.net):

BÍ/Bolungarvík - Fjarðabyggð 2-2

1-0 Pétur Bjarnason (35.), 2-0 Nigel Quashie (44.), 2-1 Emil Stefánsson (73.), 2-2 Elvar Ingi Vignisson (85.).

Víkingur Ólafsvík - KA 0-0

Selfoss - Grótta 2-0

1-0 Elton Barros (37.), 2-0 Haukur Ingi Gunnarsson (89.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×