Enski boltinn

Rooney: Þurfti að passa mig í aðhlaupinu að detta ekki

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rooney fagnar marki sínu í dag.
Rooney fagnar marki sínu í dag. vísir/getty
Wayne Rooney, framherji enska landsliðsins í knattspyrnu, jafnaði í dag markamet Bobby Charlton fyrir enska landsliðið, en hann skoraði sitt 49. mark fyrir England í 6-0 útisigri á San Marinó.

„Þetta er ánægjuleg stund. Að vera þarna uppi á toppnum með honum er frábær viðurkenning og það er eitthvað sem ég er mjög stoltur af,” sagði Rooney í samtali við Sky Sports.

„Mér líður eins og ég eigi eftir að spila mikið lengur og ég eigi eftir að bæta metið, en þetta kvöld er risastórt kvöld fyrir mig.”

Með sigrinum tryggði England sér sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Frakklandi næsta sumar, en á þriðjudaginn mætir England Sviss á Wembley og þar getur Rooney slegið markametið.

„Það er alltaf gaman að skora. Þetta var dálítið skrýtið því ég vissi að völlurinn væri ekki góður svo ég þurfti að einbeita mér að aðhlaupinu svo ég myndi ekki detta og sem betur fer fór hann inn.”

„Það mikilvægasta í dag var að vinna. Við vissum að við værum að fara vinna og komast á EM, en við þurftum að vinna okkar vinnu. Þetta er frábært fyrir liðið, frábært fyrir stuðningsmennina og frábært fyrir þjóðina - en það er annar leikur á þriðjuadg og við viljum standa okkur aftur þá,” en England spilar við Sviss á þriðjudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×