KSÍ fær 1,7 milljarða króna frá UEFA vegna þátttöku Íslands á EM Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. september 2015 10:30 Strákarnir fagna EM-sætinu í gær. vísir/vilhelm Knattspyrnusamband Íslands fær tólf milljónir evra frá UEFA, knattspyrnusambandi Evrópu, fyrir þátttöku íslenska karlalandsliðsins á Evrópumótinu á næsta ári. Strákarnir okkar tryggðu sér farseðilinn á EM í gær þegar þeir gerðu markalaust jafntefli við Kasakstan, en þeir verða í fyrsta sinn á stórmóti að ári.Sjá einnig:Siggi Raggi sannfærði KSÍ um að ráða Lars frekar en Roy Keane Verðlaunaféð á EM hækkar verulega á milli ára þar sem UEFA hefur gert stærri og betri styrktarsamninga, en það á eftir að opinbera hver endanleg upphæð verður á verðlaunafénu sem liðin skipta á milli sín. Erlendir miðlar sem hafa fjallað um málið reikna með að heildarpotturinn verði um 300 milljónir evra (43 milljarðar króna), en þjóðirnar sem komust á EM 2012 í Póllandi og Úkraínu skiptu á milli sín 215 milljónum evra (31 milljarði króna). Eina sem á að vera öruggt er að allar þjóðirnar 24 sem komast á EM fá tólf milljónir evra eða 1,7 milljarð króna. Sú upphæð fer upp um fjórar milljónir evra en þjóðirnar 16 sem komust á síðasta EM fengu átta milljónir evra hver. Hægt er svo að bæta í pottinn þegar á mótið er komið, en á síðasta móti fengu liðin 500.000 evrur fyrir jafntefli í riðlakeppninni og eina milljón evra fyrir sigur. Verðlaunaféð hækkar svo því betri árangri sem liðið nær. Þetta er auðvitað ekki bara verðlaunafé heldur er kostnaðurinn við að fara á svona mót gríðarlegur. Sjá þarf um ferðalög, gistingu og uppihald fyrir allt að 40 manna hóp í tæpa tvo mánuði með æfingabúðum fyrir mótinu. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Siggi Raggi sannfærði KSÍ um að ráða Lars frekar en Roy Keane Fyrrverandi yfirmaður fræðslumála hjá KSÍ hafði samband við Svíann og kom í veg fyrir að Roy Keane var ráðinn þegar Írinn var inn í myndinni. 7. september 2015 09:30 Myndasyrpa frá fögnuðinum á Ingólfstorgi Íslensku landsliðsmennirnir mættu í fögnuð á Ingólfstorgi í kvöld eftir að þeir höfðu tryggt sér sæti á lokakeppni EM en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt í karlaflokki. 6. september 2015 23:30 Biðin er loksins á enda Íslenska karlalandsliðið er komið áfram á stórmót í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögunni en jafntefli gegn Kasakstan á Laugardalsvelli í gærkvöldi dugði strákunum okkar til að tryggja sér farseðilinn á EM 2016 í Frakklandi. Eftir erfiðar 90 mínútur braust út gríðarlegur fagnaður í leikslok. 7. september 2015 07:00 Lars: Ég er ekki hetja Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson lýstu þakklæti sínu og stolti á blaðamannafundi eftir leikinn í kvöld. 6. september 2015 22:52 Myndasyrpa frá leiknum og fagnaðarlátunum eftir leik Íslensku landsliðsmennirnir tryggðu sér í kvöld sæti á lokakeppni EM en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt á stórmóti í karlaflokki. 7. september 2015 00:01 England, Tékkland og svo litla Ísland Þjóðirnar sem búnar eru að tryggja sig á EM hafa 24 sinnum tekið þátt í lokakeppni EM þrátt fyrir að nýliðar Ísland séu í hópnum. 7. september 2015 10:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands fær tólf milljónir evra frá UEFA, knattspyrnusambandi Evrópu, fyrir þátttöku íslenska karlalandsliðsins á Evrópumótinu á næsta ári. Strákarnir okkar tryggðu sér farseðilinn á EM í gær þegar þeir gerðu markalaust jafntefli við Kasakstan, en þeir verða í fyrsta sinn á stórmóti að ári.Sjá einnig:Siggi Raggi sannfærði KSÍ um að ráða Lars frekar en Roy Keane Verðlaunaféð á EM hækkar verulega á milli ára þar sem UEFA hefur gert stærri og betri styrktarsamninga, en það á eftir að opinbera hver endanleg upphæð verður á verðlaunafénu sem liðin skipta á milli sín. Erlendir miðlar sem hafa fjallað um málið reikna með að heildarpotturinn verði um 300 milljónir evra (43 milljarðar króna), en þjóðirnar sem komust á EM 2012 í Póllandi og Úkraínu skiptu á milli sín 215 milljónum evra (31 milljarði króna). Eina sem á að vera öruggt er að allar þjóðirnar 24 sem komast á EM fá tólf milljónir evra eða 1,7 milljarð króna. Sú upphæð fer upp um fjórar milljónir evra en þjóðirnar 16 sem komust á síðasta EM fengu átta milljónir evra hver. Hægt er svo að bæta í pottinn þegar á mótið er komið, en á síðasta móti fengu liðin 500.000 evrur fyrir jafntefli í riðlakeppninni og eina milljón evra fyrir sigur. Verðlaunaféð hækkar svo því betri árangri sem liðið nær. Þetta er auðvitað ekki bara verðlaunafé heldur er kostnaðurinn við að fara á svona mót gríðarlegur. Sjá þarf um ferðalög, gistingu og uppihald fyrir allt að 40 manna hóp í tæpa tvo mánuði með æfingabúðum fyrir mótinu.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Siggi Raggi sannfærði KSÍ um að ráða Lars frekar en Roy Keane Fyrrverandi yfirmaður fræðslumála hjá KSÍ hafði samband við Svíann og kom í veg fyrir að Roy Keane var ráðinn þegar Írinn var inn í myndinni. 7. september 2015 09:30 Myndasyrpa frá fögnuðinum á Ingólfstorgi Íslensku landsliðsmennirnir mættu í fögnuð á Ingólfstorgi í kvöld eftir að þeir höfðu tryggt sér sæti á lokakeppni EM en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt í karlaflokki. 6. september 2015 23:30 Biðin er loksins á enda Íslenska karlalandsliðið er komið áfram á stórmót í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögunni en jafntefli gegn Kasakstan á Laugardalsvelli í gærkvöldi dugði strákunum okkar til að tryggja sér farseðilinn á EM 2016 í Frakklandi. Eftir erfiðar 90 mínútur braust út gríðarlegur fagnaður í leikslok. 7. september 2015 07:00 Lars: Ég er ekki hetja Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson lýstu þakklæti sínu og stolti á blaðamannafundi eftir leikinn í kvöld. 6. september 2015 22:52 Myndasyrpa frá leiknum og fagnaðarlátunum eftir leik Íslensku landsliðsmennirnir tryggðu sér í kvöld sæti á lokakeppni EM en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt á stórmóti í karlaflokki. 7. september 2015 00:01 England, Tékkland og svo litla Ísland Þjóðirnar sem búnar eru að tryggja sig á EM hafa 24 sinnum tekið þátt í lokakeppni EM þrátt fyrir að nýliðar Ísland séu í hópnum. 7. september 2015 10:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sjá meira
Siggi Raggi sannfærði KSÍ um að ráða Lars frekar en Roy Keane Fyrrverandi yfirmaður fræðslumála hjá KSÍ hafði samband við Svíann og kom í veg fyrir að Roy Keane var ráðinn þegar Írinn var inn í myndinni. 7. september 2015 09:30
Myndasyrpa frá fögnuðinum á Ingólfstorgi Íslensku landsliðsmennirnir mættu í fögnuð á Ingólfstorgi í kvöld eftir að þeir höfðu tryggt sér sæti á lokakeppni EM en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt í karlaflokki. 6. september 2015 23:30
Biðin er loksins á enda Íslenska karlalandsliðið er komið áfram á stórmót í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögunni en jafntefli gegn Kasakstan á Laugardalsvelli í gærkvöldi dugði strákunum okkar til að tryggja sér farseðilinn á EM 2016 í Frakklandi. Eftir erfiðar 90 mínútur braust út gríðarlegur fagnaður í leikslok. 7. september 2015 07:00
Lars: Ég er ekki hetja Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson lýstu þakklæti sínu og stolti á blaðamannafundi eftir leikinn í kvöld. 6. september 2015 22:52
Myndasyrpa frá leiknum og fagnaðarlátunum eftir leik Íslensku landsliðsmennirnir tryggðu sér í kvöld sæti á lokakeppni EM en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt á stórmóti í karlaflokki. 7. september 2015 00:01
England, Tékkland og svo litla Ísland Þjóðirnar sem búnar eru að tryggja sig á EM hafa 24 sinnum tekið þátt í lokakeppni EM þrátt fyrir að nýliðar Ísland séu í hópnum. 7. september 2015 10:00
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti