Næsta skref er að kanna baklandið og aðgerðir Óli Kristján Ármannsson skrifar 8. september 2015 07:00 Formaður SLFÍ segir stefna í aðgerðir af þeirra hálfu. Vísir/Ernir Viðræður þriggja stærstu félaga BSRB við ríkið eru í hnút og stefnir í að boðað verði til aðgerða af hálfu þeirra félaga sem mega. Um er að ræða Sjúkraliðafélag Íslands, SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband lögreglumanna. Í yfirlýsingu samninganefndanna sem birt er á vef BSRB er lýst vonbrigðum með tilboð sem samninganefnd ríkisins lagði fram á fundi hjá ríkissáttasemjara fyrir helgi og var svar við fyrra tilboði samninganefndar félaganna þriggja. Sú kröfugerð byggði á niðurstöðu gerðardóms um kjör BHM og hjúkrunarfræðinga í síðasta mánuði. „Nú þegar ítarlega rökstudd niðurstaða dómsins liggur fyrir, er í raun ótrúlegt að ríkisvaldið neiti að horfast í augu við þá niðurstöðu og kjósi frekar að efna til ófriðar við þrjú stærstu félög ríkisstarfsmanna innan vébanda BSRB og mismuna þannig starfsmönnum sínum gróflega,“ segir í grein sem formenn félaganna þriggja rita í Fréttablaðið í dag. Fundað verður í deilunni á miðvikudag. „Ríkissáttasemjara þótti eðlilegt að kalla til þessa fundar til þess að skoða hvort jafn langt sé á milli og var fyrir viku síðan,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélagsins. „Og ég hef ekkert heyrt og á því ekki von á öðru en við blasi óbreytt ástand. Það er engin bjartsýni hjá mér.“ Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands.Í þeirri stöðu segir Kristín ekki stefna í annað en aðgerðir. „Við munum í framhaldi af fundinum á miðvikudaginn fara og vinna í okkar baklandi, það er alveg ljóst. Við höfum látið það vera fram að þessu því við höfum alla vega átt viðræður.“ Kristín segist harma þá stöðu sem uppi sé í deilunni og ekki átta sig á hvernig viðsemjendur félagsins ætli sér að bæta þessu ofan á allan þann skaða sem fyrrverandi verkföll hafi haft í för með sér. „Í fyrri tíð var oft rætt um að starfsmenn töpuðu svo og svo miklu á að fara í verkfall. En nýjustu tölur sýna að það er ekkert lítið sem ríkið og þjóðarbúið tapa á þessu.“ Samninganefnd og starfsfólk þessara þriggja stærstu félaga BSRB segir Kristín að séu langþreytt á drætti sem orðið hafi á samningum. Fyrst hafi þau verið beðin að bíða eftir samningum á almenna markaðnum og svo eftir verkföllum og gerðardómi. „Svo þegar gerðardómurinn kemur þá töldum við að hann gilti um okkur líkt og um hafði verið rætt,“ segir Kristín og því hafi verið lagður fram launaliður innan þess ramma. „En þá allt í einu heykjast þeir á öllu. Og búið að láta fólk bíða í allan þennan tíma eftir því að við okkur yrði samið, ekki síst að þeirra eigin ósk.“ Sökin segir hún að liggi fyrst og fremst hjá ríkisstjórninni sem leggi samninganefnd ríkisins línurnar. „Það er tímasóun að gera kjarasamning sem við vitum að verður felldur.“ Verkfall 2016 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Sjá meira
Viðræður þriggja stærstu félaga BSRB við ríkið eru í hnút og stefnir í að boðað verði til aðgerða af hálfu þeirra félaga sem mega. Um er að ræða Sjúkraliðafélag Íslands, SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband lögreglumanna. Í yfirlýsingu samninganefndanna sem birt er á vef BSRB er lýst vonbrigðum með tilboð sem samninganefnd ríkisins lagði fram á fundi hjá ríkissáttasemjara fyrir helgi og var svar við fyrra tilboði samninganefndar félaganna þriggja. Sú kröfugerð byggði á niðurstöðu gerðardóms um kjör BHM og hjúkrunarfræðinga í síðasta mánuði. „Nú þegar ítarlega rökstudd niðurstaða dómsins liggur fyrir, er í raun ótrúlegt að ríkisvaldið neiti að horfast í augu við þá niðurstöðu og kjósi frekar að efna til ófriðar við þrjú stærstu félög ríkisstarfsmanna innan vébanda BSRB og mismuna þannig starfsmönnum sínum gróflega,“ segir í grein sem formenn félaganna þriggja rita í Fréttablaðið í dag. Fundað verður í deilunni á miðvikudag. „Ríkissáttasemjara þótti eðlilegt að kalla til þessa fundar til þess að skoða hvort jafn langt sé á milli og var fyrir viku síðan,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélagsins. „Og ég hef ekkert heyrt og á því ekki von á öðru en við blasi óbreytt ástand. Það er engin bjartsýni hjá mér.“ Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands.Í þeirri stöðu segir Kristín ekki stefna í annað en aðgerðir. „Við munum í framhaldi af fundinum á miðvikudaginn fara og vinna í okkar baklandi, það er alveg ljóst. Við höfum látið það vera fram að þessu því við höfum alla vega átt viðræður.“ Kristín segist harma þá stöðu sem uppi sé í deilunni og ekki átta sig á hvernig viðsemjendur félagsins ætli sér að bæta þessu ofan á allan þann skaða sem fyrrverandi verkföll hafi haft í för með sér. „Í fyrri tíð var oft rætt um að starfsmenn töpuðu svo og svo miklu á að fara í verkfall. En nýjustu tölur sýna að það er ekkert lítið sem ríkið og þjóðarbúið tapa á þessu.“ Samninganefnd og starfsfólk þessara þriggja stærstu félaga BSRB segir Kristín að séu langþreytt á drætti sem orðið hafi á samningum. Fyrst hafi þau verið beðin að bíða eftir samningum á almenna markaðnum og svo eftir verkföllum og gerðardómi. „Svo þegar gerðardómurinn kemur þá töldum við að hann gilti um okkur líkt og um hafði verið rætt,“ segir Kristín og því hafi verið lagður fram launaliður innan þess ramma. „En þá allt í einu heykjast þeir á öllu. Og búið að láta fólk bíða í allan þennan tíma eftir því að við okkur yrði samið, ekki síst að þeirra eigin ósk.“ Sökin segir hún að liggi fyrst og fremst hjá ríkisstjórninni sem leggi samninganefnd ríkisins línurnar. „Það er tímasóun að gera kjarasamning sem við vitum að verður felldur.“
Verkfall 2016 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Sjá meira