Fótbolti

Overmars: Hollendingar slakir á 10-12 ára fresti

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Marc Overmars var í nokkrum góðum hollenskum liðum.
Marc Overmars var í nokkrum góðum hollenskum liðum. vísir/getty
Marc Overmars, fyrrverandi leikmaður Ajax, Arsenal og hollenska landsliðsins, hefur litlar áhyggjur af hversu slakt hollenska liðið er í dag. Þetta er eitthvað sem gerist einu sinni á hverju áratug.

Holland er í vondum málum í A-riðli undankeppni EM 2016 eftir töp gegn strákunum okkar og Tyrklandi í síðustu landsleikjaviku. Tyrkjum nægir fjögur stig úr síðustu tveimur leikjunum til að skilja Holland eftir í fjórða sætinu.

„Þetta gerist á 10-12 ára fresti. Um 2002 vorum við í vandræðum og þá komumst við ekki á HM. Sama gerðist bæði 1982 og 1986,“ segir hann í viðtali við Goal.com.

„Stundum fellur allt á móti þér eins og núna. En ég hef engar áhyggjur. Á síðustu sex árum komst Holland í úrslitaleikinn á HM og náði svo þriðja sæti.“

„Vissulega eru úrslitin slæm núna en það þýðir ekkert að allt sé slæmt. Svo er ekki.“

„Sjáið bara leikmennina þegar þeir spila með félagsliðum sínum. Það er meira en nóg af gæðum til að gera betur,“ segir Marc Overmars.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×