Varnarmálin aftur á dagskrá Óli Kristján Ármannsson skrifar 9. september 2015 07:00 Arnór Sigurjónsson, skrifstofustjóri á skrifstofu varnarmála í utanríkisráðuneytinu, heilsar Bob Work, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, á Keflavíkurflugvelli í vikunni. Mynd/Glenn Fawcett (DoD) Farið er fram á 1.042,2 milljónir króna undir liðnum „varnarmál“ í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár. „Málefnaflokkurinn Varnarmál féll brott úr ráðuneytiskafla utanríkisráðuneytisins í fjárlögum 2011 er fjárheimildir hans voru millifærðar frá ráðuneytinu,“ segir í frumvarpinu. Verkefnin voru flutt til innanríkisráðuneytisins að mestu, auk smærri tilfærslna yfir á aðra liði utanríkisráðuneytis og til Alþingis. Lagt er til að 793,1 milljónar króna fjárheimild vegna varnartengdra verkefna verði flutt frá innanríkisráðuneyti yfir á varnarmál hjá utanríkisráðuneyti. Vísað er til samnings utanríkisráðuneytis og innanríkisráðuneytis frá 30. júlí 2014 um að ríkislögreglustjóri og Landhelgisgæsla Íslands annist tiltekin verkefni samkvæmt varnarmálalögum. „Með þessum samningi er fest í sessi formlegt samskipta- og samráðsferli milli forsætisráðuneytis, utanríkisráðuneytis og innanríkisráðuneytis um öryggis- og varnarmál. Utanríkisráðuneytið hefur eftirlit með framkvæmd samningsins,“ segir í fjárlagafrumvarpinu. Þá er lagt til að framlög Íslands til öryggis- og varnarmála verði aukin um 213 milljónir króna. „Rík áhersla hefur verið á að bandalagsríki NATO auki framlög sín til sameiginlegra varna bandalagsins, sérstaklega í ljósi þróunar í öryggismálum í Evrópu,“ segir í frumvarpinu, en að auki er svo lagt til að 21 milljón króna fari í að styðja við sjóði sem verið sé að setja upp til að styrkja uppbyggingu í Úkraínu og ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um konur, frið og öryggi. Alþingi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Sjá meira
Farið er fram á 1.042,2 milljónir króna undir liðnum „varnarmál“ í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár. „Málefnaflokkurinn Varnarmál féll brott úr ráðuneytiskafla utanríkisráðuneytisins í fjárlögum 2011 er fjárheimildir hans voru millifærðar frá ráðuneytinu,“ segir í frumvarpinu. Verkefnin voru flutt til innanríkisráðuneytisins að mestu, auk smærri tilfærslna yfir á aðra liði utanríkisráðuneytis og til Alþingis. Lagt er til að 793,1 milljónar króna fjárheimild vegna varnartengdra verkefna verði flutt frá innanríkisráðuneyti yfir á varnarmál hjá utanríkisráðuneyti. Vísað er til samnings utanríkisráðuneytis og innanríkisráðuneytis frá 30. júlí 2014 um að ríkislögreglustjóri og Landhelgisgæsla Íslands annist tiltekin verkefni samkvæmt varnarmálalögum. „Með þessum samningi er fest í sessi formlegt samskipta- og samráðsferli milli forsætisráðuneytis, utanríkisráðuneytis og innanríkisráðuneytis um öryggis- og varnarmál. Utanríkisráðuneytið hefur eftirlit með framkvæmd samningsins,“ segir í fjárlagafrumvarpinu. Þá er lagt til að framlög Íslands til öryggis- og varnarmála verði aukin um 213 milljónir króna. „Rík áhersla hefur verið á að bandalagsríki NATO auki framlög sín til sameiginlegra varna bandalagsins, sérstaklega í ljósi þróunar í öryggismálum í Evrópu,“ segir í frumvarpinu, en að auki er svo lagt til að 21 milljón króna fari í að styðja við sjóði sem verið sé að setja upp til að styrkja uppbyggingu í Úkraínu og ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um konur, frið og öryggi.
Alþingi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Sjá meira