Engin draumastaða að mæta Robben einn gegn einum Kolbeinn Tumi Daðason og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 31. ágúst 2015 20:15 Kári í leik með Malmö gegn Celtic í Glasgow á dögunum. Vísir/Getty „Eitt stig eru góð úrslit fyrir fram en að sjálfsögðu spilum við leikinn til að ná í þrjú,“ segir Kári Árnason miðvörður karlalandsliðsins í knattspyrnu. Kári verður væntanlega á sínum stað í hjarta varnarinnar líkt og í fyrri leiknum sem vannst 2-0 eins og frægt er orðið. „Við héldum þeim algjörlega í skefjum og marktækifæri þeirra voru minniháttar. Við vorum mjög ánægðir með þann leik enda varla annað hægt - þetta var einn af stærri leikjum íslensku þjóðarinnar.“ Kári segir íslenska liðið munu leggja upp með sama varnarleik og skipulag. Agaðan leik en svo geti frábærir einstaklingar innanborðs skapað hluti fram á við. Leikurinn verði vafalítið öðruvísi enda hollenska liðið með nýjan þjálfara. Miðvörðurinn hafi engu að síður trú á að góð úrslit náist.Bakverðirnir sterkir gegn stjörnum Hollands Valinn maður er í hverju rúmi hjá hollenska liðinu sem hafnaði í þriðja sæti í síðustu heimsmeistarakeppni. Inn á milli má finna menn í hæsta gæðaflokki. Menn eins og Arjen Robben og Memphis Depay. „Okkar bakverðir lentu nokkrum sinnum einn á einn gegn þessum mönnum en leystu það mjög vel,“ segir Kári um baráttuna í fyrri leiknum. „Það er kannski ekki draumaaðstaða að mæta Robben einn á einn. Við erum góð eining og hjálpum hvor öðrum eins og við getum.“Engar áhyggjur marki undir Ísland vann 2-1 sigur á Tékkum í síðasta leik sínum í riðlakeppninni í júní. Liðið lenti undir í síðari hálfleik en sneri leiknum sér í vil og hirti stigin þrjú. „Þegar þú ert að spila í liði sem hefur ekki áhyggjur þótt það fái á sig mark, þá veistu að þú ert að spila í góðu liði. Í þeim leik hafði ég engar áhyggjur af því að við myndum ekki koma til baka.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Sjá meira
„Eitt stig eru góð úrslit fyrir fram en að sjálfsögðu spilum við leikinn til að ná í þrjú,“ segir Kári Árnason miðvörður karlalandsliðsins í knattspyrnu. Kári verður væntanlega á sínum stað í hjarta varnarinnar líkt og í fyrri leiknum sem vannst 2-0 eins og frægt er orðið. „Við héldum þeim algjörlega í skefjum og marktækifæri þeirra voru minniháttar. Við vorum mjög ánægðir með þann leik enda varla annað hægt - þetta var einn af stærri leikjum íslensku þjóðarinnar.“ Kári segir íslenska liðið munu leggja upp með sama varnarleik og skipulag. Agaðan leik en svo geti frábærir einstaklingar innanborðs skapað hluti fram á við. Leikurinn verði vafalítið öðruvísi enda hollenska liðið með nýjan þjálfara. Miðvörðurinn hafi engu að síður trú á að góð úrslit náist.Bakverðirnir sterkir gegn stjörnum Hollands Valinn maður er í hverju rúmi hjá hollenska liðinu sem hafnaði í þriðja sæti í síðustu heimsmeistarakeppni. Inn á milli má finna menn í hæsta gæðaflokki. Menn eins og Arjen Robben og Memphis Depay. „Okkar bakverðir lentu nokkrum sinnum einn á einn gegn þessum mönnum en leystu það mjög vel,“ segir Kári um baráttuna í fyrri leiknum. „Það er kannski ekki draumaaðstaða að mæta Robben einn á einn. Við erum góð eining og hjálpum hvor öðrum eins og við getum.“Engar áhyggjur marki undir Ísland vann 2-1 sigur á Tékkum í síðasta leik sínum í riðlakeppninni í júní. Liðið lenti undir í síðari hálfleik en sneri leiknum sér í vil og hirti stigin þrjú. „Þegar þú ert að spila í liði sem hefur ekki áhyggjur þótt það fái á sig mark, þá veistu að þú ert að spila í góðu liði. Í þeim leik hafði ég engar áhyggjur af því að við myndum ekki koma til baka.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Sjá meira