Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - KR 0-1 | KR tók stigin, heimamenn geta verið fúlir Árni Jóhannsson á Nettó-vellinum skrifar 25. ágúst 2015 17:00 Úr fyrri leik liðanna í deildinni sem KR vann 4-0. vísir/pjetur Það var hörkuleikur sem fram fór á Nettó - vellinum í Keflavík fyrr í kvöld þegar KR-ingar komur í heimsókn. Bæði lið seldu sig dýrt og var stál í stál lengi vel þó KR-ingar hafi verið ívið betri. Pálmi Rafn Pálmason fyrirliði gestanna náði að lauma inn marki, sem markvörður heimamanna hefði geta varið, þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum en heimamenn náðu ekki að jafna metið og stela allavega einu stigi þó þeir hafi fengið færi til þess. KR heldur pressu á topplið deildarinnar á meðan vonarglæta Keflvíkinga verður daufari með hverju tapinu. Keflvíkingar sýndu sýndu það frá fyrstu mínútu að þeir ætluðu að selja sig dýrt á móti KR fyrr í kvöld enda öll stig mikilvæg fyrir þá í botnbaráttunni. KR-ingar búa hinsvegar yfir ansi miklum gæðum í sínu liði og sýndu það margoft í fyrri hálfleik. Hvorugu liði tókst að skora í fyrri hálfleik en það voru gestirnir úr Vesturbænum sem voru nær því en þeir áttu urmul færa eftir vel útfærðar sóknir á meðan skyndisóknir voru meðalið sem heimamenn beittu. Í tvígang small boltinn í slá heimamanna eftir skot KR-inga í fyrri hálfleik. Í fyrra skiptið eftir skalla frá Hólmberti Friðjónssyni, sem fór mikinn í hálfleiknum og í seinna skiptið eftir að Óskar Örn Hauksson reyndi skot frá miðju. Óskar sá að Sindri Ólafsson, markvörður heimamanna, var of framarlega í vítateig sínum. Óskar veit það að hann getur skotið og reyndi því en heppnin var ekki með honum með fyrrgreindum afleiðingum. KR átti bestu færin í leiknum og voru handabök líklega nöguð í búningsklefa gestanna vegna þess að engin af þessum færum voru nýtt. Seinni hálfleikur var leikinn af meiri ákafa frá báðum liðum þó færin hafi látið á sér standa í upphafi hálfleiksins. KR-ingar héldu áfram að byggja sínar sóknir upp á meðan Keflvíkingar reyndu skyndisóknir, bæði lið fengu ágætis upphlaup á fyrstu 15 mínútunum en það vantaði að binda endahnútinn á sóknirnar. KR náði svo inn hinu mikilvæga marki sem skildi liðin að að lokum á 71. mínútu og var markið af skondnari gerðinni. Jacob Schoop gaf fyrirgjöf inn á teig heimamanna og virtust Keflvíkingar ná að hreinsa upp hættuna en boltinn fór í Pálma Rafn Pálmason og þaðan lak hann löturhægt inn í markið. Sindri Kristinn Ólafsson hefði átt jafnvel að verja boltann en misreiknaði hann hrapalega og þannig að úr varð mark og gestirnir komnir yfir. Eftir markið reyndu heimamenn að auka sóknarþunga sinn en færin sem þeir fengu náðu þeir ekki að nýta á meðan KR-ingar fengu tækifæri til að klára leikinn algjörlega en náðu ekki heldur að nýta. Með þessum úrslitum minnkuðu KR-ingar forskot FH-inga á sig niður í fimm stig en sitja enn í þriðja sæti deildarinnar. Þeir munu halda áfram að berjast í átt að Íslandsmeistaratitlinum enda eiga þeir fullt erindi í þá baráttu. Hinn stærðfræðilegi möguleiki Keflvíkinga verður alltaf minni og minni eftir því sem umferðunum fækkar í mótinu. Það er lán að ÍBV tapaði sínum leik því þá er munurinn á liðunum enn einungis átta stig þegar fimm umferðir eru eftir. Keflvíkingar þurfa hinsvegar að fara að innbyrða fullt hús stiga fyrir leikina sem þeir eiga eftir.Haukur Ingi Guðnason: Ömurlegt að fá á sig skítamark Hann var fúll þjálfari heimamanna að hafa ekki fengið neitt út úr leik Keflavíkur og KR í leik þeirra á þriðjudagskvöld. „Ekki nokkur spurning að við áttum stig skilið út úr þessum leik. Mér fannst við leggja okkur fram og vera þéttir heilt yfir. Við fáum hinsvegar á okkur skítamark sem er ömurlegt og kannski saga sumarsins hjá okkur, það fellur voðalega lítið með okkur og lukkan hefur aldrei verið með okkur í liði. Við þurfum að halda áfram að spila og byggja ofan á þetta en síðustu leikir hafa fært okkur smá vonarglætu en réttilega er ég hundfúll að fá ekkert út úr þessum leik.“ „Vissulega var það kannski sóknarleikurinn sem bar á milli í dag, svona til að einfalda hlutina. Þeir skora úr einu af færunum sínum á meðan við fengum ágætis færi úr nokkrum ágætis upphlaupum. Við ætluðum að sækja hratt á þá og mér fannst það ganga ágætlega en við hefðum mátt vera ákafari í að skjóta á markið þegar færi gafst“, bætti Haukur við um hvað hafði borið á milli liðanna. Haukur var spurður hvort stemmningin í liðinu væri að verða verri enda styttist í fallið ef ekki fara að koma inn stig hjá Keflavík. „Andinn er fínn og við þurfum að halda áfram þangað til það kemur í ljós hvort við verðum uppi eða ekki enda ekki annað að gera á meðan það er glæta í þessu. Við þurfum að berja okkur saman og halda áfram þangað til eitthvað kemur í ljós. Hvort sem það er upp eða niðri.“Bjarni Guðjónsson: Eitt núll er flottur sigur Þjálfari KR var skiljanlega kátari af þjálfurum liðann sem spiluðu í Keflavík á þriðjudagskvöld enda voru þrjú stig með í för heim í Vesturbæinn. Hann var sammála blaðamanni að fæðingin hefði verið erfið. „Við vorum náttúrulega að spila á móti flottu Keflavíkurliði sem spilaði þéttan varnarleik á okkur en lið hafa verið mjög þétt á móti okkur upp á síðkastið. Við vitum að þetta verður oft erfitt ef markið kemur ekki snemma, við áttum þó fullt af færum í fyrri hálfleik ásamt tveimur skotum í slá og fullt af færum í seinni hálfleik. Þannig að við vorum rólegir fram að markinu því mér fannst við vera yfir og stjórna leiknum og eitt núll er flottur sigur þar sem við fáum ekki á okkur mark.“ Um framhaldið sagði Bjarni: „Við eigum enn möguleika á titlinum en við verðum að einbeita okkur á okkur sjálfa og sjá til þess að ef hin liðin gera mistök þá erum við tilbúnir að nýta færið. Það er erfitt að horfa upp í töfluna en við verðum bara að vinna okkar vinnu almennilega.“ Bjarni brosti út í annað þegar hann var spurður hvort það hefði orðið vart við bikarblús í Vesturbænum en KR-ingar hafa lent í vandræðum með tvö lið í neðri helming deildarinnar undanfarið. „Alls ekki erfitt að gíra menn upp í þessa leiki, við lendum bara í vandræðum með að opna þessi lið enda eins og ég sagði áðan spila þau þéttan varnarleik á móti okkur og liggja nánast á teig. Hinsvegar þegar við náum boltanum á fleygiðferð þá opnum við varnirnar og erum stórhættulegir. Þannig að það er enginn bikarblús hjá okkur.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Sjá meira
Það var hörkuleikur sem fram fór á Nettó - vellinum í Keflavík fyrr í kvöld þegar KR-ingar komur í heimsókn. Bæði lið seldu sig dýrt og var stál í stál lengi vel þó KR-ingar hafi verið ívið betri. Pálmi Rafn Pálmason fyrirliði gestanna náði að lauma inn marki, sem markvörður heimamanna hefði geta varið, þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum en heimamenn náðu ekki að jafna metið og stela allavega einu stigi þó þeir hafi fengið færi til þess. KR heldur pressu á topplið deildarinnar á meðan vonarglæta Keflvíkinga verður daufari með hverju tapinu. Keflvíkingar sýndu sýndu það frá fyrstu mínútu að þeir ætluðu að selja sig dýrt á móti KR fyrr í kvöld enda öll stig mikilvæg fyrir þá í botnbaráttunni. KR-ingar búa hinsvegar yfir ansi miklum gæðum í sínu liði og sýndu það margoft í fyrri hálfleik. Hvorugu liði tókst að skora í fyrri hálfleik en það voru gestirnir úr Vesturbænum sem voru nær því en þeir áttu urmul færa eftir vel útfærðar sóknir á meðan skyndisóknir voru meðalið sem heimamenn beittu. Í tvígang small boltinn í slá heimamanna eftir skot KR-inga í fyrri hálfleik. Í fyrra skiptið eftir skalla frá Hólmberti Friðjónssyni, sem fór mikinn í hálfleiknum og í seinna skiptið eftir að Óskar Örn Hauksson reyndi skot frá miðju. Óskar sá að Sindri Ólafsson, markvörður heimamanna, var of framarlega í vítateig sínum. Óskar veit það að hann getur skotið og reyndi því en heppnin var ekki með honum með fyrrgreindum afleiðingum. KR átti bestu færin í leiknum og voru handabök líklega nöguð í búningsklefa gestanna vegna þess að engin af þessum færum voru nýtt. Seinni hálfleikur var leikinn af meiri ákafa frá báðum liðum þó færin hafi látið á sér standa í upphafi hálfleiksins. KR-ingar héldu áfram að byggja sínar sóknir upp á meðan Keflvíkingar reyndu skyndisóknir, bæði lið fengu ágætis upphlaup á fyrstu 15 mínútunum en það vantaði að binda endahnútinn á sóknirnar. KR náði svo inn hinu mikilvæga marki sem skildi liðin að að lokum á 71. mínútu og var markið af skondnari gerðinni. Jacob Schoop gaf fyrirgjöf inn á teig heimamanna og virtust Keflvíkingar ná að hreinsa upp hættuna en boltinn fór í Pálma Rafn Pálmason og þaðan lak hann löturhægt inn í markið. Sindri Kristinn Ólafsson hefði átt jafnvel að verja boltann en misreiknaði hann hrapalega og þannig að úr varð mark og gestirnir komnir yfir. Eftir markið reyndu heimamenn að auka sóknarþunga sinn en færin sem þeir fengu náðu þeir ekki að nýta á meðan KR-ingar fengu tækifæri til að klára leikinn algjörlega en náðu ekki heldur að nýta. Með þessum úrslitum minnkuðu KR-ingar forskot FH-inga á sig niður í fimm stig en sitja enn í þriðja sæti deildarinnar. Þeir munu halda áfram að berjast í átt að Íslandsmeistaratitlinum enda eiga þeir fullt erindi í þá baráttu. Hinn stærðfræðilegi möguleiki Keflvíkinga verður alltaf minni og minni eftir því sem umferðunum fækkar í mótinu. Það er lán að ÍBV tapaði sínum leik því þá er munurinn á liðunum enn einungis átta stig þegar fimm umferðir eru eftir. Keflvíkingar þurfa hinsvegar að fara að innbyrða fullt hús stiga fyrir leikina sem þeir eiga eftir.Haukur Ingi Guðnason: Ömurlegt að fá á sig skítamark Hann var fúll þjálfari heimamanna að hafa ekki fengið neitt út úr leik Keflavíkur og KR í leik þeirra á þriðjudagskvöld. „Ekki nokkur spurning að við áttum stig skilið út úr þessum leik. Mér fannst við leggja okkur fram og vera þéttir heilt yfir. Við fáum hinsvegar á okkur skítamark sem er ömurlegt og kannski saga sumarsins hjá okkur, það fellur voðalega lítið með okkur og lukkan hefur aldrei verið með okkur í liði. Við þurfum að halda áfram að spila og byggja ofan á þetta en síðustu leikir hafa fært okkur smá vonarglætu en réttilega er ég hundfúll að fá ekkert út úr þessum leik.“ „Vissulega var það kannski sóknarleikurinn sem bar á milli í dag, svona til að einfalda hlutina. Þeir skora úr einu af færunum sínum á meðan við fengum ágætis færi úr nokkrum ágætis upphlaupum. Við ætluðum að sækja hratt á þá og mér fannst það ganga ágætlega en við hefðum mátt vera ákafari í að skjóta á markið þegar færi gafst“, bætti Haukur við um hvað hafði borið á milli liðanna. Haukur var spurður hvort stemmningin í liðinu væri að verða verri enda styttist í fallið ef ekki fara að koma inn stig hjá Keflavík. „Andinn er fínn og við þurfum að halda áfram þangað til það kemur í ljós hvort við verðum uppi eða ekki enda ekki annað að gera á meðan það er glæta í þessu. Við þurfum að berja okkur saman og halda áfram þangað til eitthvað kemur í ljós. Hvort sem það er upp eða niðri.“Bjarni Guðjónsson: Eitt núll er flottur sigur Þjálfari KR var skiljanlega kátari af þjálfurum liðann sem spiluðu í Keflavík á þriðjudagskvöld enda voru þrjú stig með í för heim í Vesturbæinn. Hann var sammála blaðamanni að fæðingin hefði verið erfið. „Við vorum náttúrulega að spila á móti flottu Keflavíkurliði sem spilaði þéttan varnarleik á okkur en lið hafa verið mjög þétt á móti okkur upp á síðkastið. Við vitum að þetta verður oft erfitt ef markið kemur ekki snemma, við áttum þó fullt af færum í fyrri hálfleik ásamt tveimur skotum í slá og fullt af færum í seinni hálfleik. Þannig að við vorum rólegir fram að markinu því mér fannst við vera yfir og stjórna leiknum og eitt núll er flottur sigur þar sem við fáum ekki á okkur mark.“ Um framhaldið sagði Bjarni: „Við eigum enn möguleika á titlinum en við verðum að einbeita okkur á okkur sjálfa og sjá til þess að ef hin liðin gera mistök þá erum við tilbúnir að nýta færið. Það er erfitt að horfa upp í töfluna en við verðum bara að vinna okkar vinnu almennilega.“ Bjarni brosti út í annað þegar hann var spurður hvort það hefði orðið vart við bikarblús í Vesturbænum en KR-ingar hafa lent í vandræðum með tvö lið í neðri helming deildarinnar undanfarið. „Alls ekki erfitt að gíra menn upp í þessa leiki, við lendum bara í vandræðum með að opna þessi lið enda eins og ég sagði áðan spila þau þéttan varnarleik á móti okkur og liggja nánast á teig. Hinsvegar þegar við náum boltanum á fleygiðferð þá opnum við varnirnar og erum stórhættulegir. Þannig að það er enginn bikarblús hjá okkur.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Sjá meira