Hermann hótar því að fara að kenna Fylkismönnum að henda sér niður þrisvar í viku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2015 17:09 Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis. Vísir/Ernir Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, fékk rauða spjaldið hjá velska dómaranum Iwan Griffith í gærkvöldi þegar lið hans tapaði 4-2 á móti bikarmeisturum Vals á Laugardalsvellinum í leik liðanna í 17. umferð Pepsi-deildarinnar. Hermann er ekki sáttur og hann var í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni á X-inu í dag. Valsmenn vorum 2-0 yfir í hálfleik og komust í 3-0 eftir 53 mínútna leik. En hvað fannst Hermanni um leikinn? „Ég er búinn að skoða þetta aðeins og verð að viðurkenna það að Valsmenn voru betri í leiknum. Ég veit að við getum gert töluvert betur," sagði Hermann. „Við erum búnir að fara yfir það hvernig við ætlum að láta taka okkur alvarlega í þessari deild. Við fáum á okkur aukaspyrnu og fallegt mark en svo kemur stóra sveiflan í leiknum þegar við áttum að fá víti til að jafna leikinn. Mörk breyta leikjum. 20 til 30 sekúndum seinna fá þeir víti sem þeir skora úr. Í staðinn fyrir að vera 1-1 þá er 2-0," sagði Hermann sem fékk í kjölfarið rautt spjald fyrir mótmæli á 38. mínútu leiksins. „Þetta var bara blákalt og ískalt eða allt sem þú vilt segja um það. Við áttum að fá víti og ég bakka ekkert með það. Það hallaði á okkur með það að við höfum sett það upp að vera svolítið harðir og grimmir og reyna að standa af okkur tæklingar," sagði Hermann sem boðar nýstárlega æfingar hjá Fylki. „Ég ætla hér eftir að vera með æfingar þrisvar í viku þar sem ég mun kenna mönnum að henda sér niður og vera klókir af því að þá er dæmt. Það er línan sem hefur verið sett. Við höfum staðið það af okkur. Ég er drullufúll að þurfa að fara út í svona. Af hverju geta menn ekki notað flautuna þegar menn eru að standa af sér þegar klárlega er verið að brjóta á þeim," sagði Hermann. „Menn þurfa að kasta sér niður til að fá aukaspyrnu og það fýkur í mig með það. Ég nenni ekki að vera sá gæi sem er röflandi í dómurum og ég bið aldrei um spjöld. Ég vil að leikurinn sé spilaður ellefu á móti ellefu. Ég vil að leikurinn sé framkvæmdur heiðarlega. Við erum að undirbúa okkur alla vikuna og ef ég þarf að undirbúa liðið mitt í að kasta sér niður þá fer það í taugarnar á mér," sagði Hermann. „Okkar leikur verður bara þannig að við ætlum að standa af okkur tæklingar og vera harðir. Við erum ekki með sömu gæði í liðinu og fimm efstu liðin. Þau eru klókari og fá þessa dóma alltaf með sér. Svo er ekki flautað á "púra" víti," sagði Hermann. „Ég sé um nöldrið og er leiðinlegi gæinn en leikmennirnir eru ekki að kvarta. Þeir halda bara áfram að spila sinn leik. Í gær sprakk ég af því að þetta var svo ósanngjarnt. Við áttum að fá víti því ef að það er brot inn í teig þá skiptir engu máli hvar boltinn er. Ég vil ekkert ókeypis en höfum bara einhverja línu í þessu," sagði Hermann. „Það hefði verið klárt að ef að þetta hefði verið í hinum teignum þá hefði verið dæmt víti strax. Á móti KR, FH, Breiðablik og Val, já," sagði Hermann sem var enn reiður. „Ég bakka ekki neitt með þetta. Ég vil ekkert frítt í neinum leik en höfum þetta í báðar áttir. Notið flautuna," sagði Hermann. „Annars þarf ég bara að fara að kenna þeim að kasta sér niður og vera klókir. Vera liðin sem eru á toppnum sem fá allt af því að þau kasta sér niður. Hvaða leikur er það? Ég spilaði ekki svoleiðis fótbolta," sagði Hermann. „Ég veit ekki hvaða lína er sett hjá hverjum klúbb. Þeir detta ef að það er snerting. Við gerum það ekki og ég mun aldrei gera það. Ég er fúlastur yfir því að ég þurfi að fara að æfingar í því að henda sér niður og ég nenni ekki að fara að kenna strákunum það," sagði Hermann. „Ég er bara að skipta mér af leiknum sem stýrimaður á skútunni en er ekki að skipta mér af dómara. Ef hann setur línuna þannig að það er flautað ef menn kasta sér niður eins og svindlarar þá verður maður bara að fara að kenna það. Ef það er línan þá verðum við að spila með því og förum að æfa það þrisvar í viku hvernig við eigum að fá aukaspyrnur á réttum stöðum á vellinum,“ sagði Hermann. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið við Hermann hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 4-2 | Loksins Valssigur Valur vann sinn fyrsta deildarleik í rúman mánuð. Liðið vann sannfærandi sigur á Fylki í Laugardalnum. 24. ágúst 2015 21:00 Pedersen með tvö mörk og stoðsendingu gegn Fylki | Sjáðu mörkin Patrick Pedersen átti magnaðan leik í liði Vals gegn Fylki. 25. ágúst 2015 10:44 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Sjá meira
Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, fékk rauða spjaldið hjá velska dómaranum Iwan Griffith í gærkvöldi þegar lið hans tapaði 4-2 á móti bikarmeisturum Vals á Laugardalsvellinum í leik liðanna í 17. umferð Pepsi-deildarinnar. Hermann er ekki sáttur og hann var í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni á X-inu í dag. Valsmenn vorum 2-0 yfir í hálfleik og komust í 3-0 eftir 53 mínútna leik. En hvað fannst Hermanni um leikinn? „Ég er búinn að skoða þetta aðeins og verð að viðurkenna það að Valsmenn voru betri í leiknum. Ég veit að við getum gert töluvert betur," sagði Hermann. „Við erum búnir að fara yfir það hvernig við ætlum að láta taka okkur alvarlega í þessari deild. Við fáum á okkur aukaspyrnu og fallegt mark en svo kemur stóra sveiflan í leiknum þegar við áttum að fá víti til að jafna leikinn. Mörk breyta leikjum. 20 til 30 sekúndum seinna fá þeir víti sem þeir skora úr. Í staðinn fyrir að vera 1-1 þá er 2-0," sagði Hermann sem fékk í kjölfarið rautt spjald fyrir mótmæli á 38. mínútu leiksins. „Þetta var bara blákalt og ískalt eða allt sem þú vilt segja um það. Við áttum að fá víti og ég bakka ekkert með það. Það hallaði á okkur með það að við höfum sett það upp að vera svolítið harðir og grimmir og reyna að standa af okkur tæklingar," sagði Hermann sem boðar nýstárlega æfingar hjá Fylki. „Ég ætla hér eftir að vera með æfingar þrisvar í viku þar sem ég mun kenna mönnum að henda sér niður og vera klókir af því að þá er dæmt. Það er línan sem hefur verið sett. Við höfum staðið það af okkur. Ég er drullufúll að þurfa að fara út í svona. Af hverju geta menn ekki notað flautuna þegar menn eru að standa af sér þegar klárlega er verið að brjóta á þeim," sagði Hermann. „Menn þurfa að kasta sér niður til að fá aukaspyrnu og það fýkur í mig með það. Ég nenni ekki að vera sá gæi sem er röflandi í dómurum og ég bið aldrei um spjöld. Ég vil að leikurinn sé spilaður ellefu á móti ellefu. Ég vil að leikurinn sé framkvæmdur heiðarlega. Við erum að undirbúa okkur alla vikuna og ef ég þarf að undirbúa liðið mitt í að kasta sér niður þá fer það í taugarnar á mér," sagði Hermann. „Okkar leikur verður bara þannig að við ætlum að standa af okkur tæklingar og vera harðir. Við erum ekki með sömu gæði í liðinu og fimm efstu liðin. Þau eru klókari og fá þessa dóma alltaf með sér. Svo er ekki flautað á "púra" víti," sagði Hermann. „Ég sé um nöldrið og er leiðinlegi gæinn en leikmennirnir eru ekki að kvarta. Þeir halda bara áfram að spila sinn leik. Í gær sprakk ég af því að þetta var svo ósanngjarnt. Við áttum að fá víti því ef að það er brot inn í teig þá skiptir engu máli hvar boltinn er. Ég vil ekkert ókeypis en höfum bara einhverja línu í þessu," sagði Hermann. „Það hefði verið klárt að ef að þetta hefði verið í hinum teignum þá hefði verið dæmt víti strax. Á móti KR, FH, Breiðablik og Val, já," sagði Hermann sem var enn reiður. „Ég bakka ekki neitt með þetta. Ég vil ekkert frítt í neinum leik en höfum þetta í báðar áttir. Notið flautuna," sagði Hermann. „Annars þarf ég bara að fara að kenna þeim að kasta sér niður og vera klókir. Vera liðin sem eru á toppnum sem fá allt af því að þau kasta sér niður. Hvaða leikur er það? Ég spilaði ekki svoleiðis fótbolta," sagði Hermann. „Ég veit ekki hvaða lína er sett hjá hverjum klúbb. Þeir detta ef að það er snerting. Við gerum það ekki og ég mun aldrei gera það. Ég er fúlastur yfir því að ég þurfi að fara að æfingar í því að henda sér niður og ég nenni ekki að fara að kenna strákunum það," sagði Hermann. „Ég er bara að skipta mér af leiknum sem stýrimaður á skútunni en er ekki að skipta mér af dómara. Ef hann setur línuna þannig að það er flautað ef menn kasta sér niður eins og svindlarar þá verður maður bara að fara að kenna það. Ef það er línan þá verðum við að spila með því og förum að æfa það þrisvar í viku hvernig við eigum að fá aukaspyrnur á réttum stöðum á vellinum,“ sagði Hermann. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið við Hermann hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 4-2 | Loksins Valssigur Valur vann sinn fyrsta deildarleik í rúman mánuð. Liðið vann sannfærandi sigur á Fylki í Laugardalnum. 24. ágúst 2015 21:00 Pedersen með tvö mörk og stoðsendingu gegn Fylki | Sjáðu mörkin Patrick Pedersen átti magnaðan leik í liði Vals gegn Fylki. 25. ágúst 2015 10:44 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 4-2 | Loksins Valssigur Valur vann sinn fyrsta deildarleik í rúman mánuð. Liðið vann sannfærandi sigur á Fylki í Laugardalnum. 24. ágúst 2015 21:00
Pedersen með tvö mörk og stoðsendingu gegn Fylki | Sjáðu mörkin Patrick Pedersen átti magnaðan leik í liði Vals gegn Fylki. 25. ágúst 2015 10:44