Saksóknari bjargaði lífi Ágústu Evu á bílaþvottastöð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. ágúst 2015 17:14 Ágústa Eva ásamt bjargvættinum, Birni Þorvaldssyni, saksóknara. mynd/Ágústa Eva Söng-og leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir lenti í heldur skelfilegri lífsreynslu síðastliðinn sunnudag en hún var þá hætt komin þegar hún klemmdist á milli hurðar á bílaþvottastöð og húddsins á bílnum hennar. Ágústa Eva má teljast heppin að vera á lífi en Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, sem einnig var staddur á bílaþvottastöðinni kom henni til bjargar. „Þetta var í Löður í Holtagörðum. Þetta er svona röð bása sem eru opnir í báða enda. Ég er komin inn í einn svona bás með bílinn minn, búin að borga og svona og ætla að fara að þvo. Ég er búin að ýta á takkann fyrir tjöruhreinsi þegar ég heyri að það er stór hurð að fara af stað fyrir ofan mig. Ég sé að bíllinn minn er þannig staðsettur að hurðin er að fara að kremja húddið á honum þannig að ég ýti á móti hurðinni. Það var nú aðeins meiri kraftur í hurðinni en ég bjóst við þannig að ég ýti af öllu afli þar til hurðin stöðvast,“ segir Ágústa Eva í samtali við Vísi.Var algjörlega pinnuð niður í bílinn Hún var farþegamegin við bílinn þegar þetta gerðist þannig að þegar hurðin hafði stöðvast ákvað hún að fara hinu megin við bílinn og bakka bílnum undan hurðinni. „En þá fer hurðin aftur af stað og ég lendi á milli hurðarinnar og húddsins. Ég ligg á bakinu ofan á húddinu og hurðin er bara í fanginu á mér og byrjar aftur að fara niður. Ég spenni mig því bara alla en finn að ég er algjörlega pinnuð niður í bílinn. Ég byrja þá að öskra bara eins hátt og ég get á hjálp en það líður smástund þar til þarna kemur maður til að hjálpa mér,“ segir Ágústa Eva.Björn náði að bakka bílnum undan hurðinni Maðurinn var áðurnefndur Björn sem hefur sótt sakamál tengd hruninu fyrir hönd sérstaks saksóknara. Hann var líka staddur á bílaþvottastöðinni að þrífa bílinn sinn. „Já, ég var þarna að þvo bílinn minn og svo heyrði ég ópin í henni. Ég brást bara við því,“ segir Björn í samtali við Vísi. Hann reyndi að ýta hurðinni upp en hún haggaðist ekki um millimeter að sögn Ágústu Evu. Björn fór því og náði að bakka bílnum undan hurðinni svo Ágústa losnaði.Ágústa Eva segist hafa verið ofsahrædd og hélt á tímabili að enginn myndi heyra í henni öskrin.mynd/valliHélt að enginn myndi heyra í henni öskrin Ágústa segir það mikla mildi að Björn hafi heyrt í henni og komið henni til hjálpar. Hún segist hafa verið ofsahrædd enda hafi hún á tímabili haldið að hún væri ein og að enginn myndi heyra í henni öskrin. „Þetta er mannlaus þvottastöð og þar sem maður er bara einn í sínum bási var ég ekkert viss um að ef einhver væri þarna þá myndi hann heyra í mér. Það eru mikil læti þegar maður er að þrífa bílinn sinn og svo er líka stór umferðargata þarna rétt hjá,“ segir Ágústa.Með magavöðva á við hafnarverkamann Hún er búin að vera í skoðunum hjá læknum seinustu daga. „Það sem þeir segja mér er að ég hefði auðveldlega getað dáið. Ef ég hefði verið í aðeins verra líkamlegu formi þá væri ég bara dáin og svo þessi maður sem kemur mér þarna til bjargar. Hann er auðvitað bara hetja og bjargar lífi mínu.“ Ágústa er með stórt mar yfir allan tvíhöfðann og þá er hún marin á bakinu og innvortis á kviðnum. „Læknirinn sagði að ég væri með magavöðva á við hafnarverkamann og þeir náttúrulega hlífðu ósæðinni sem liggur þarna yfir kviðinn og svo innyflunum sem hefðu auðveldlega getað sprungið.“Ágústa Eva fer með hlutverk Línu langsokks, sterkustu stelpu í heimi, en hún segir þungann og þrýstinginn sem hún fann vegna hurðarinnar hafa verið gríðarlegan.mynd/borgarleikhúsið/grímur bjarnasonAldrei lent í svona miklu andlegu áfalli Þá sé andlega áfallið ekki síðra en það líkamlega. „Ég hef aldrei lent í svona miklu andlegu áfalli. Það er líka það. Ég er mjög aum, bæði andlega og líkamlega og er bara þakklát fyrir að strákurinn minn eigi mömmu því samkvæmt öllu ætti ég að vera í tvennu lagi. Það er auðvitað alvarleiki málsins.“ Eins og flestir vita fer Ágústa Eva með hlutverk sterkustu stelpu í heimi, Línu langsokks, í leiksýningu Borgarleikhússins. Í einu atriðanna tekur hún nokkra fullorðna karlmenn í bóndabeygju. Hún segir þungann og þrýstinginn sem hún fann vegna hurðarinnar á bílaþvottastöðinni ekkert í líkingu við það. „Ég get ekki ímyndað mér hvað það hefur verið margra kílóa þrýstingur á þessari hurð og langar gjarnan að vita það. Þetta var svo mikill þrýstingur.“ Ágústa segir málið grafalvarlegt og ljóst að nokkur öryggisatriði hafi verið í ólagi hjá bílaþvottastöðinni.Sjá einnig: Löður hefur rætt við Ágústu Evu og ætlar að tryggja að álíka atvik komi ekki fyrir aftur Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
Söng-og leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir lenti í heldur skelfilegri lífsreynslu síðastliðinn sunnudag en hún var þá hætt komin þegar hún klemmdist á milli hurðar á bílaþvottastöð og húddsins á bílnum hennar. Ágústa Eva má teljast heppin að vera á lífi en Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, sem einnig var staddur á bílaþvottastöðinni kom henni til bjargar. „Þetta var í Löður í Holtagörðum. Þetta er svona röð bása sem eru opnir í báða enda. Ég er komin inn í einn svona bás með bílinn minn, búin að borga og svona og ætla að fara að þvo. Ég er búin að ýta á takkann fyrir tjöruhreinsi þegar ég heyri að það er stór hurð að fara af stað fyrir ofan mig. Ég sé að bíllinn minn er þannig staðsettur að hurðin er að fara að kremja húddið á honum þannig að ég ýti á móti hurðinni. Það var nú aðeins meiri kraftur í hurðinni en ég bjóst við þannig að ég ýti af öllu afli þar til hurðin stöðvast,“ segir Ágústa Eva í samtali við Vísi.Var algjörlega pinnuð niður í bílinn Hún var farþegamegin við bílinn þegar þetta gerðist þannig að þegar hurðin hafði stöðvast ákvað hún að fara hinu megin við bílinn og bakka bílnum undan hurðinni. „En þá fer hurðin aftur af stað og ég lendi á milli hurðarinnar og húddsins. Ég ligg á bakinu ofan á húddinu og hurðin er bara í fanginu á mér og byrjar aftur að fara niður. Ég spenni mig því bara alla en finn að ég er algjörlega pinnuð niður í bílinn. Ég byrja þá að öskra bara eins hátt og ég get á hjálp en það líður smástund þar til þarna kemur maður til að hjálpa mér,“ segir Ágústa Eva.Björn náði að bakka bílnum undan hurðinni Maðurinn var áðurnefndur Björn sem hefur sótt sakamál tengd hruninu fyrir hönd sérstaks saksóknara. Hann var líka staddur á bílaþvottastöðinni að þrífa bílinn sinn. „Já, ég var þarna að þvo bílinn minn og svo heyrði ég ópin í henni. Ég brást bara við því,“ segir Björn í samtali við Vísi. Hann reyndi að ýta hurðinni upp en hún haggaðist ekki um millimeter að sögn Ágústu Evu. Björn fór því og náði að bakka bílnum undan hurðinni svo Ágústa losnaði.Ágústa Eva segist hafa verið ofsahrædd og hélt á tímabili að enginn myndi heyra í henni öskrin.mynd/valliHélt að enginn myndi heyra í henni öskrin Ágústa segir það mikla mildi að Björn hafi heyrt í henni og komið henni til hjálpar. Hún segist hafa verið ofsahrædd enda hafi hún á tímabili haldið að hún væri ein og að enginn myndi heyra í henni öskrin. „Þetta er mannlaus þvottastöð og þar sem maður er bara einn í sínum bási var ég ekkert viss um að ef einhver væri þarna þá myndi hann heyra í mér. Það eru mikil læti þegar maður er að þrífa bílinn sinn og svo er líka stór umferðargata þarna rétt hjá,“ segir Ágústa.Með magavöðva á við hafnarverkamann Hún er búin að vera í skoðunum hjá læknum seinustu daga. „Það sem þeir segja mér er að ég hefði auðveldlega getað dáið. Ef ég hefði verið í aðeins verra líkamlegu formi þá væri ég bara dáin og svo þessi maður sem kemur mér þarna til bjargar. Hann er auðvitað bara hetja og bjargar lífi mínu.“ Ágústa er með stórt mar yfir allan tvíhöfðann og þá er hún marin á bakinu og innvortis á kviðnum. „Læknirinn sagði að ég væri með magavöðva á við hafnarverkamann og þeir náttúrulega hlífðu ósæðinni sem liggur þarna yfir kviðinn og svo innyflunum sem hefðu auðveldlega getað sprungið.“Ágústa Eva fer með hlutverk Línu langsokks, sterkustu stelpu í heimi, en hún segir þungann og þrýstinginn sem hún fann vegna hurðarinnar hafa verið gríðarlegan.mynd/borgarleikhúsið/grímur bjarnasonAldrei lent í svona miklu andlegu áfalli Þá sé andlega áfallið ekki síðra en það líkamlega. „Ég hef aldrei lent í svona miklu andlegu áfalli. Það er líka það. Ég er mjög aum, bæði andlega og líkamlega og er bara þakklát fyrir að strákurinn minn eigi mömmu því samkvæmt öllu ætti ég að vera í tvennu lagi. Það er auðvitað alvarleiki málsins.“ Eins og flestir vita fer Ágústa Eva með hlutverk sterkustu stelpu í heimi, Línu langsokks, í leiksýningu Borgarleikhússins. Í einu atriðanna tekur hún nokkra fullorðna karlmenn í bóndabeygju. Hún segir þungann og þrýstinginn sem hún fann vegna hurðarinnar á bílaþvottastöðinni ekkert í líkingu við það. „Ég get ekki ímyndað mér hvað það hefur verið margra kílóa þrýstingur á þessari hurð og langar gjarnan að vita það. Þetta var svo mikill þrýstingur.“ Ágústa segir málið grafalvarlegt og ljóst að nokkur öryggisatriði hafi verið í ólagi hjá bílaþvottastöðinni.Sjá einnig: Löður hefur rætt við Ágústu Evu og ætlar að tryggja að álíka atvik komi ekki fyrir aftur
Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira