Eyjólfur: Við höfum sýnt það áður að við getum gert allt Kristinn Páll Teitsson skrifar 27. ágúst 2015 06:30 Eyjólfur Sverrisson, þjálfari íslenska 21 árs landsliðsins. Vísir/Anton Brink „Stemmingin í hópnum er góð, við erum gríðarlega spenntir fyrir þessum tveimur leikjum sem framundan eru,“ sagði Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 árs landsliðs karla í fótbolta í gær er leikmannahópur liðsins var tilkynntur fyrir leiki gegn Frakklandi og Norður-Írlandi. „Við erum að fara að spila gegn gríðarlega sterku liði Frakklands sem inniheldur leikmenn sem eru að spila reglulega í stærstu deildum heims, bæði á Spáni, Englandi og í Frakklandi. Þetta eru allt byrjunarliðsleikmenn og þetta er gríðarlega öflugt lið sem við verðum að gæta okkur á.“ Mismunandi leikir Ljóst er að íslenska liðið fer með mismunandi leikáætlanir inn í leikina. Gera má ráð fyrir að íslenska liðið reyni að sitja aftar gegn Frökkum en reyni að sækja á Norður-Írana. Aðeins tvö ár eru síðan hluti þessa leikmannahóps var hluti af sigurliði Frakklands á HM U20 ára í Tyrklandi. „Þetta verða báðir erfiðir leikir en ólíkir. Frakkarnir eru svakalega góðir á bolta, þeir urðu heimsmeistarar fyrir aðeins tveimur árum svo þetta er gott og verðugt verkefni fyrir strákana að sjá hvar þeir eru staddir. Við þurfum eflaust að verjast meira gegn þeim og sækja á vörn Norður-Íranna í leiknum gegn þeim.“ Eyjólfur sagðist ætla að berja trú í leikmenn sína og minnti á að fyrir ekki svo löngu síðan unnu þáverandi leikmenn hans frábæran 4-1 sigur á Þýskalandi í Kaplakrika. Þrír af leikmönnum þýska liðsins þann dag voru hluti af leikmannahóp Þýskalands á heimsmeistaramótinu síðasta sumar en auk þess hafa fjölmargir leikið leik fyrir þýska landsliðið. „Við höfum sýnt það áður að við getum gert allt ef trúin er til staðar. Gott dæmi um það var þegar við unnum Þjóðverja í Kaplakrika þar sem verðandi Heimsmeistarar léku. Það sýndi hvað trúin getur gert mikið fyrir leik liðs. Markmiðið er að búa til leikmenn sem hafa trú á því sem þeir eru að gera og markmiðið er að vinna alla leiki.“ Ísland vann 3-0 sigur á Makedóníu í fyrsta leik en Eyjólfur á von á því að efstu liðin eigi eftir að taka stig af hvor öðru. Sagðist hann ekki vera viss hvort 2. sæti í riðlinum nægði til þess að komast í umspil í ljósi þess. „Við erum í það sterkum riðli að ég held að það gæti vel orðið svo að aðeins eitt lið kæmist áfram. Úkraína, Skotland, Frakkland, Makedónía og við munum skiptast á að taka stig af hvorum öðrum sem gerir það að verkum að það verður erfitt að ná þeim stigafjölda sem þarf til þess að ná umspilssæti. Það verður erfitt að ná því svo ég geri ráð fyrir að við þurfum að vinna riðilinn til þess að komast í lokakeppnina,“ sagði Eyjólfur sem sagði töluverðan létti að hafa unnið fyrsta leik í riðlinum. „Það var frábær sigur. Makedónar segja að þetta sé gullkynslóð þeirra og þeir voru afar sigurvissir fyrir leikinn en við sýndum í þeim leik að við erum með öflugt lið og ætlum langt í þessari keppni. Það var jákvætt að sjá hugarfar leikmannana minna í þeim leik því markmiðið er að vinna alla leiki á heimavelli.“ Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Sjá meira
„Stemmingin í hópnum er góð, við erum gríðarlega spenntir fyrir þessum tveimur leikjum sem framundan eru,“ sagði Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 árs landsliðs karla í fótbolta í gær er leikmannahópur liðsins var tilkynntur fyrir leiki gegn Frakklandi og Norður-Írlandi. „Við erum að fara að spila gegn gríðarlega sterku liði Frakklands sem inniheldur leikmenn sem eru að spila reglulega í stærstu deildum heims, bæði á Spáni, Englandi og í Frakklandi. Þetta eru allt byrjunarliðsleikmenn og þetta er gríðarlega öflugt lið sem við verðum að gæta okkur á.“ Mismunandi leikir Ljóst er að íslenska liðið fer með mismunandi leikáætlanir inn í leikina. Gera má ráð fyrir að íslenska liðið reyni að sitja aftar gegn Frökkum en reyni að sækja á Norður-Írana. Aðeins tvö ár eru síðan hluti þessa leikmannahóps var hluti af sigurliði Frakklands á HM U20 ára í Tyrklandi. „Þetta verða báðir erfiðir leikir en ólíkir. Frakkarnir eru svakalega góðir á bolta, þeir urðu heimsmeistarar fyrir aðeins tveimur árum svo þetta er gott og verðugt verkefni fyrir strákana að sjá hvar þeir eru staddir. Við þurfum eflaust að verjast meira gegn þeim og sækja á vörn Norður-Íranna í leiknum gegn þeim.“ Eyjólfur sagðist ætla að berja trú í leikmenn sína og minnti á að fyrir ekki svo löngu síðan unnu þáverandi leikmenn hans frábæran 4-1 sigur á Þýskalandi í Kaplakrika. Þrír af leikmönnum þýska liðsins þann dag voru hluti af leikmannahóp Þýskalands á heimsmeistaramótinu síðasta sumar en auk þess hafa fjölmargir leikið leik fyrir þýska landsliðið. „Við höfum sýnt það áður að við getum gert allt ef trúin er til staðar. Gott dæmi um það var þegar við unnum Þjóðverja í Kaplakrika þar sem verðandi Heimsmeistarar léku. Það sýndi hvað trúin getur gert mikið fyrir leik liðs. Markmiðið er að búa til leikmenn sem hafa trú á því sem þeir eru að gera og markmiðið er að vinna alla leiki.“ Ísland vann 3-0 sigur á Makedóníu í fyrsta leik en Eyjólfur á von á því að efstu liðin eigi eftir að taka stig af hvor öðru. Sagðist hann ekki vera viss hvort 2. sæti í riðlinum nægði til þess að komast í umspil í ljósi þess. „Við erum í það sterkum riðli að ég held að það gæti vel orðið svo að aðeins eitt lið kæmist áfram. Úkraína, Skotland, Frakkland, Makedónía og við munum skiptast á að taka stig af hvorum öðrum sem gerir það að verkum að það verður erfitt að ná þeim stigafjölda sem þarf til þess að ná umspilssæti. Það verður erfitt að ná því svo ég geri ráð fyrir að við þurfum að vinna riðilinn til þess að komast í lokakeppnina,“ sagði Eyjólfur sem sagði töluverðan létti að hafa unnið fyrsta leik í riðlinum. „Það var frábær sigur. Makedónar segja að þetta sé gullkynslóð þeirra og þeir voru afar sigurvissir fyrir leikinn en við sýndum í þeim leik að við erum með öflugt lið og ætlum langt í þessari keppni. Það var jákvætt að sjá hugarfar leikmannana minna í þeim leik því markmiðið er að vinna alla leiki á heimavelli.“
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Sjá meira